Viðskipti innlent

Fékk rúma milljón í leiðréttingu en greiddi aldrei af láni

Bjarki Ármannsson skrifar
Á tímabilinu sem leiðréttingin tók til var maðurinn í sambúð með konu sem var skráð fyrir fasteignaláni.
Á tímabilinu sem leiðréttingin tók til var maðurinn í sambúð með konu sem var skráð fyrir fasteignaláni. Vísir/Vilhelm
Úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður sem hvorki var skráður fyrir húsnæðisláni né greiddi af því á árunum 2008 og 2009 hafi átt rétt á rúmlega einni milljón króna sem hann fékk í leiðréttingu. Á tímabilinu sem leiðréttingin tók til var maðurinn í sambúð með konu sem var skráð fyrir slíku láni og greiddi ein af því.

Maðurinn á rétt á helmingi þeirrar leiðréttingarupphæðar sem féll til vegna láns konunnar og hún hinn helminginn, alls 1.164.064 krónur hvort. Ekki kemur fram í úrskurði nefndarinnar hvort maðurinn hafi sótt um leiðréttingu.

Konan fór fram á að hún fengi alla leiðréttingarupphæðina en því hafnaði úrskurðarnefndin. Í úrskurðinum segir að réttur til leiðréttingar kunni að ráðast af hjúskaparstöðu á tímabilinu 2008 til 2009, en fólkið sleit samvistum stuttu eftir að því tímabili lauk.


Tengdar fréttir

Um 550 samþykktu ekki leiðréttinguna

99,4% þeirra sem gátu samþykkt ráðstöfun leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána frá 23. Desember síðastliðnum gerðu það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×