Erlent

Páfinn fékk sér kókate í Bólivíu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Páfinn lenti í Bólivíu í nótt þar sem hann er í opinberri heimsókn.
Páfinn lenti í Bólivíu í nótt þar sem hann er í opinberri heimsókn. Vísir/AFP
Frans páfi fékk sér te úr kókalaufum þegar hann lenti í Bólivíu í nótt. Kókalauf eru meginuppistaðan í kókaíni en í heimamenn á Andean svæðinu í Bóluvíu, þar sem páfinn er nú í opinberri heimsókn, hafa í gegnum aldirnar tuggið kókalauf eða drukkið kókate í læknisskyni.

Guardian hefur eftir flugfreyju sem flaug með páfanum að hann hafi fengið sér teið til að koma í veg fyrir hæðarveiki, en flugvöllurinn sem lent var á er hæst staðsetti flugvöllur í heimi. Teið sem páfinn drakk heitir Trimate en það inniheldur kamillu og anís auk laufanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×