Helena stigahæst í landsleik í fertugasta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2015 06:30 Helena á ótrúlegan landsliðsferil að baki. fréttablaðið/stefán Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, fór fyrir sex stiga sigri á Dönum í gær á æfingamótinu í Amagerhallen. Helena skoraði 21 stig í leiknum þar af sextán þeirra í seinni hálfleiknum og framlengingu sem íslenska liðið vann samtals með þrettán stigum, 46-33, og tryggði sér með því þriðja sigurinn á Dönum frá upphafi. Helena var líka nálægt þrennunni því hana vantaði "bara" tvö fráköst og tvo stolna bolta til að landa henni. Helena hitti meðal annars úr þremur af síðustu fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum og þar af komu tvær þeirra í fjórða leikhluta og framlengingu. Helena skoraði tíu stigum meira en næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum sem var Sara Rún Hinriksdóttir með 11 stig. Helena náði með þessu skemmtilegum tímamótum á landsliðsferli sínum því hún var stigahæst í leik hjá kvennalandsliðinu í fertugasta sinn. Helena hefur þar með skorað flest stig fyrir íslenska landsliðið í 40 af 55 landsleikjum sínum fyrir Ísland. Þetta voru ekki einu tímamótin hjá Helenu því þetta var janframt í tuttugasta sinn sem hún skorað 20 stig eða meira í landsleik. Ísland hefur unnið 12 af þessum 20 leikjum. Dönsku stelpurnar hafa oft lent í vandræðum með hana því Helena hefur skorað 123 stig í sex landsleikjum sínum á móti Dönum eða 20,5 stig að meðaltali í leik.Oftast stigahæst í leik með íslenska kvennalandsliðinu: Helena Sverrisdóttir 40 leikir Anna María Sveinsdóttir 24 Birna Valgarðsdóttir 18 Erla Þorsteinsdóttir 10 Signý Hermannsdóttir 8 Björg Hafsteinsdóttir 6 Guðbjörg Norðfjörð 5Flestir tuttugu stiga leikir með íslenska kvennalandsliðinu: Helena Sverrisdóttir 20 Birna Valgarðsdóttir 8 Anna María Sveinsdóttir 8 Björg Hafsteinsdóttir 4 Signý Hermannsdóttir 2 Erla Þorsteinsdóttir 2 Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Stelpurnar unnu þær dönsku í framlengingu Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann sex stiga sigur á Dönum, 66-60, eftir framlengdan leik á æfingamóti ytra. 8. júlí 2015 18:25 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, fór fyrir sex stiga sigri á Dönum í gær á æfingamótinu í Amagerhallen. Helena skoraði 21 stig í leiknum þar af sextán þeirra í seinni hálfleiknum og framlengingu sem íslenska liðið vann samtals með þrettán stigum, 46-33, og tryggði sér með því þriðja sigurinn á Dönum frá upphafi. Helena var líka nálægt þrennunni því hana vantaði "bara" tvö fráköst og tvo stolna bolta til að landa henni. Helena hitti meðal annars úr þremur af síðustu fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum og þar af komu tvær þeirra í fjórða leikhluta og framlengingu. Helena skoraði tíu stigum meira en næststigahæsti leikmaður íslenska liðsins í leiknum sem var Sara Rún Hinriksdóttir með 11 stig. Helena náði með þessu skemmtilegum tímamótum á landsliðsferli sínum því hún var stigahæst í leik hjá kvennalandsliðinu í fertugasta sinn. Helena hefur þar með skorað flest stig fyrir íslenska landsliðið í 40 af 55 landsleikjum sínum fyrir Ísland. Þetta voru ekki einu tímamótin hjá Helenu því þetta var janframt í tuttugasta sinn sem hún skorað 20 stig eða meira í landsleik. Ísland hefur unnið 12 af þessum 20 leikjum. Dönsku stelpurnar hafa oft lent í vandræðum með hana því Helena hefur skorað 123 stig í sex landsleikjum sínum á móti Dönum eða 20,5 stig að meðaltali í leik.Oftast stigahæst í leik með íslenska kvennalandsliðinu: Helena Sverrisdóttir 40 leikir Anna María Sveinsdóttir 24 Birna Valgarðsdóttir 18 Erla Þorsteinsdóttir 10 Signý Hermannsdóttir 8 Björg Hafsteinsdóttir 6 Guðbjörg Norðfjörð 5Flestir tuttugu stiga leikir með íslenska kvennalandsliðinu: Helena Sverrisdóttir 20 Birna Valgarðsdóttir 8 Anna María Sveinsdóttir 8 Björg Hafsteinsdóttir 4 Signý Hermannsdóttir 2 Erla Þorsteinsdóttir 2
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Stelpurnar unnu þær dönsku í framlengingu Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann sex stiga sigur á Dönum, 66-60, eftir framlengdan leik á æfingamóti ytra. 8. júlí 2015 18:25 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Stelpurnar unnu þær dönsku í framlengingu Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann sex stiga sigur á Dönum, 66-60, eftir framlengdan leik á æfingamóti ytra. 8. júlí 2015 18:25