Innlent

„Höfðum ekki undan“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Jón Viðar segir að útgerðaraðilar og hafnaryfirvöld þurfi að meta stöðuna.
Jón Viðar segir að útgerðaraðilar og hafnaryfirvöld þurfi að meta stöðuna. vísir/egill aðalsteinsson
Ekki liggur fyrir hvenær dælt verður úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í morgun. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að fyrst þurfi að ganga úr skugga um að olía hafi ekki lekið úr skipinu. Í kjölfarið þurfi útgerðaraðilar og hafnaryfirvöld að meta stöðuna.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út á ellefta tímanum í morgun eftir að tilkynning barst um leka og slagsíðu á skipið. Þegar slökkvilið bar að garði var framhluti skipsins nánast kominn í kaf og var þá tveimur mönnum bjargað frá borði; vélstjóra og slökkviliðsmanni. Einungis nokkrum mínútum síðar var skipið allt horfið undir yfirborð sjávar.

„Við vorum kallaðir hingað til að hjálpa við að dæla úr skipinu en höfðum ekki undan. Því fór sem fór,“ segir Jón Viðar.

Skipið hafði verið í slipp en var sjósett í morgun. Talið er að gleymst hafi að loka botnlokum við sjósetninguna og vélarrýmið í kjölfarið fyllst af sjó.  Af öryggisástæðum hefur lögregla girt af hluta hafnarinnar.

vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×