Löggan sækir um störf flugliða Guðrún Ansnes skrifar 2. nóvember 2015 07:00 „Fimm hundruð manns þreyttu inntökupróf, en alls bárust um fimmtán hundruð umsóknir fyrir starf flugliða,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um prófið sem sett var fyrir umsækjendur í Háskólabíói í gær. Kemur flugfélagið til með að ráða inn hundrað manns af þeim fimm hundruð sem mættu til prófs, vegna aukinna umsvifa, en félagið mun bæta við nýjum áfangastöðum bæði í Norður-Ameríku og Evrópu með vorinu sem kalla á slíka aukningu í flota félagsins. „Við finnum sannarlega fyrir þessum aukna áhuga á starfi flugliða. Í janúar í fyrra sóttu rúmlega tólf hundruð manns um að fá að taka prófið. Nú sækja þrjú hundruð fleiri um sömu störf,“ útskýrir Svana, sem segist þó ekki geta hent reiður á hvers vegna slíkur uppgangur sé í umsóknum einmitt núna.Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi Wow Air.Svanhvít segir umsækjendur koma úr öllum áttum samfélagsins og nefnir hjúkrunarfræðinga, læknanema, verkfræðinga, leikara og lögfræðinga í því samhengi. „Þá sjáum við að lögregluþjónar eru að sækja í sig veðrið meðal umsækjenda og hafa umsóknir frá þeim aldrei verið fleiri en nú.“ Þá virðist karlpeningurinn sömuleiðis líta starf flugliða hýru auga í auknum mæli, en af þeim fimm hundruð sem boðaðir voru til prófs, voru áttatíu karlar. "Við fengum fimmtíu karla í fyrra, en áttatíu núna," útskýrir Svana og má þar með sjá sextán prósenta aukningu í umsóknum karla í störfin milli ára. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist ekki finna fyrir neinni sérstakri aukningu í starf flugliða hjá fyrirtækinu. „Þegar við auglýstum í sumar voru umsóknir á bilinu fimmtán hundruð til tvö þúsund, líkt og árin á undan, svo ég get ekki sagt að við finnum fyrir meintri aukningu,“ útskýrir hann og bætir við að starfið njóti alltaf ákveðinna vinsælda. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Fimm hundruð manns þreyttu inntökupróf, en alls bárust um fimmtán hundruð umsóknir fyrir starf flugliða,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um prófið sem sett var fyrir umsækjendur í Háskólabíói í gær. Kemur flugfélagið til með að ráða inn hundrað manns af þeim fimm hundruð sem mættu til prófs, vegna aukinna umsvifa, en félagið mun bæta við nýjum áfangastöðum bæði í Norður-Ameríku og Evrópu með vorinu sem kalla á slíka aukningu í flota félagsins. „Við finnum sannarlega fyrir þessum aukna áhuga á starfi flugliða. Í janúar í fyrra sóttu rúmlega tólf hundruð manns um að fá að taka prófið. Nú sækja þrjú hundruð fleiri um sömu störf,“ útskýrir Svana, sem segist þó ekki geta hent reiður á hvers vegna slíkur uppgangur sé í umsóknum einmitt núna.Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi Wow Air.Svanhvít segir umsækjendur koma úr öllum áttum samfélagsins og nefnir hjúkrunarfræðinga, læknanema, verkfræðinga, leikara og lögfræðinga í því samhengi. „Þá sjáum við að lögregluþjónar eru að sækja í sig veðrið meðal umsækjenda og hafa umsóknir frá þeim aldrei verið fleiri en nú.“ Þá virðist karlpeningurinn sömuleiðis líta starf flugliða hýru auga í auknum mæli, en af þeim fimm hundruð sem boðaðir voru til prófs, voru áttatíu karlar. "Við fengum fimmtíu karla í fyrra, en áttatíu núna," útskýrir Svana og má þar með sjá sextán prósenta aukningu í umsóknum karla í störfin milli ára. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist ekki finna fyrir neinni sérstakri aukningu í starf flugliða hjá fyrirtækinu. „Þegar við auglýstum í sumar voru umsóknir á bilinu fimmtán hundruð til tvö þúsund, líkt og árin á undan, svo ég get ekki sagt að við finnum fyrir meintri aukningu,“ útskýrir hann og bætir við að starfið njóti alltaf ákveðinna vinsælda.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira