Ef væri ég söngvari... Auður Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2015 07:00 Með þessa ósk í hjarta hefur margt ungmennið skráð sig í skóla þann sem kenndur er við Sigurð Demetz heitinn og ber nafn hans með rentu. Hann kom með mikla reynslu og þekkingu á óperusöng til landsins og var óspar á að deila henni með nemendum sínum allt fram í andlátið. Við skólann kenna margir af reyndustu söngvurum landsins, fólk sem sumt hefur sungið í mörgum bestu og stærstu óperuhúsum heims. Þarna er samankomin gríðarleg þekking á faginu og mikill mannauður og af þeim sökum ætti útlitið fyrir því að ósk nemandans rætist að vera gott. Söngvararnir sem kenna við skólann voru þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að þjálfa sig í sönglistinni í söng- og tónlistarskólum hér heima áður en þeir héldu út í heim til að læra meira. Þeir fengu að fara í gegnum grunn-, mið-, framhalds- og háskólastig óhindrað þar til þeir náðu þeirri færni sem þarf til að komast að í virtum háskólum erlendis. Eftir framhaldsnám hjá alþjóðlegum oft frægum listamönnum og raddþjálfum náðu þeir eyrum umboðsmanna og óperustjóra sem sendu þá áfram inn í óperuhús heimsins til að bera hróður Íslands vítt og breytt um heiminn - alveg eins og ,,Strákarnir okkar“. Vekur athygliÞegar ég bjó og starfaði sem óperusöngkona í Þýskalandi var ég oft spurð að því hvað þetta væri með okkur Íslendinga; af hverju við ættum svona marga frábæra söngvara? Það vekur nefnilega athygli að svona fámenn þjóð eigi söngvara starfandi úti um allan heim. Það er þannig í söngnum eins og í fótboltanum að allur heimurinn er að keppast um stöðurnar sem losna. Hvað er það sem hefur gert okkur samkeppnishæf? Það eru skólarnir, kennararnir og möguleikarnir sem við höfum haft til að mennta okkur, það kerfi sem byggt hefur verið upp á síðustu áratugum og nú riðar til falls. Söngskóli Sigurðar Demetz er á barmi gjaldþrots og hefur sagt upp 28 kennurum. Ef ríki og borg taka ekki höndum saman um að leysa þessa deilu munu þessir 28 kennarar væntanlega fara á atvinnuleysisbætur um áramótin og vonir og þrár ótal nemenda bresta. Allir vilja hlýða á fagran söng á stóru stundunum í lífinu og ekki er hægt að hugsa sér stórhátíðir eins og jól og páska án söngs. Gleymum því heldur ekki að við erum líka að mennta áheyrendur sem munu sækja tónlistarviðburði í framtíðinni. Til þess að söngurinn megi hljóma um ókomin ár verðum við að standa vörð um skólana og því skora ég á háttvirta ráðamenn að leysa málið og koma í veg fyrir menningarlegt stórslys. Höldum áfram að mennta hæfileikaríka söngvara svo þeir geti sungið um sólina vorið og land sitt og þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Með þessa ósk í hjarta hefur margt ungmennið skráð sig í skóla þann sem kenndur er við Sigurð Demetz heitinn og ber nafn hans með rentu. Hann kom með mikla reynslu og þekkingu á óperusöng til landsins og var óspar á að deila henni með nemendum sínum allt fram í andlátið. Við skólann kenna margir af reyndustu söngvurum landsins, fólk sem sumt hefur sungið í mörgum bestu og stærstu óperuhúsum heims. Þarna er samankomin gríðarleg þekking á faginu og mikill mannauður og af þeim sökum ætti útlitið fyrir því að ósk nemandans rætist að vera gott. Söngvararnir sem kenna við skólann voru þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að þjálfa sig í sönglistinni í söng- og tónlistarskólum hér heima áður en þeir héldu út í heim til að læra meira. Þeir fengu að fara í gegnum grunn-, mið-, framhalds- og háskólastig óhindrað þar til þeir náðu þeirri færni sem þarf til að komast að í virtum háskólum erlendis. Eftir framhaldsnám hjá alþjóðlegum oft frægum listamönnum og raddþjálfum náðu þeir eyrum umboðsmanna og óperustjóra sem sendu þá áfram inn í óperuhús heimsins til að bera hróður Íslands vítt og breytt um heiminn - alveg eins og ,,Strákarnir okkar“. Vekur athygliÞegar ég bjó og starfaði sem óperusöngkona í Þýskalandi var ég oft spurð að því hvað þetta væri með okkur Íslendinga; af hverju við ættum svona marga frábæra söngvara? Það vekur nefnilega athygli að svona fámenn þjóð eigi söngvara starfandi úti um allan heim. Það er þannig í söngnum eins og í fótboltanum að allur heimurinn er að keppast um stöðurnar sem losna. Hvað er það sem hefur gert okkur samkeppnishæf? Það eru skólarnir, kennararnir og möguleikarnir sem við höfum haft til að mennta okkur, það kerfi sem byggt hefur verið upp á síðustu áratugum og nú riðar til falls. Söngskóli Sigurðar Demetz er á barmi gjaldþrots og hefur sagt upp 28 kennurum. Ef ríki og borg taka ekki höndum saman um að leysa þessa deilu munu þessir 28 kennarar væntanlega fara á atvinnuleysisbætur um áramótin og vonir og þrár ótal nemenda bresta. Allir vilja hlýða á fagran söng á stóru stundunum í lífinu og ekki er hægt að hugsa sér stórhátíðir eins og jól og páska án söngs. Gleymum því heldur ekki að við erum líka að mennta áheyrendur sem munu sækja tónlistarviðburði í framtíðinni. Til þess að söngurinn megi hljóma um ókomin ár verðum við að standa vörð um skólana og því skora ég á háttvirta ráðamenn að leysa málið og koma í veg fyrir menningarlegt stórslys. Höldum áfram að mennta hæfileikaríka söngvara svo þeir geti sungið um sólina vorið og land sitt og þjóð.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun