Katrín Tanja: „Fór í áheyrnarprufur í kjölfar sigursins“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. ágúst 2015 21:00 „Ég fór í áheyrnarprufur úti fyrir hlutverk í kjölfar sigursins,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir í samtali við Ásgeir Erlendsson í Íslandi í dag. Katrín Tanja varð fyrir skemmstu hraustasta kona í heimi er hún stóð uppi sem sigurvegari á Heimsleikunum í CrossFit og hefur það opnað ýmsar dyr fyrir henni. Hana dreymir til að mynda að verða leikkona og gæti sá draumur verið nær en nokkurn grunar ef hún hreppir hlutverkið. Eftir að hún kláraði menntaskóla hefur hún reynt fyrir sér bæði í verkfræði og lögfræði en henni þykir líklegt að verkfræðin verði fyrir valinu. Katrín er 22 ára, fædd árið 1993 í London, og hefur búið hjá ömmu sinni og afa síðan hún hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Amma hennar, Hervör Jónasdóttir, hefur verið einn dyggasti stuðningmaður hennar í gegnum tíðina. Er Katrín varð Íslandsmeistari var til að mynda tekið viðtal við ömmu hennar sökum vaskrar framgöngu hennar á pöllunum. „Sigurinn hennar kom mér ekki á óvart eftir allar æfingarnar, blóðið, svitann og tárin,“ segir Hervör. „Hún er yndisleg stelpa og við erum heppin að hafa hana.“ Fyrir sigurinn á leikunum fékk hún 37 milljónir króna og spurði Ásgeir hvað hún hyggðist gera við sigurlaunin. „Það er ekki ákveðið en til að byrja með fer þetta allt inn á banka. Það verður gott að geta gripið í þetta þegar mig langar í eigin íbúð. Mögulega fæ ég mér bíl en það er ekkert víst,“ segir Katrín Tanja. Ásgeir fékk að elta þessa hraustustu konu heims í heilan dag og má sjá innslagið úr Ísland í dag hér að ofan. Tengdar fréttir Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Ég er stolt af vöðvunum Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona. 1. ágúst 2015 10:00 Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Katrín Tanja: Besta sem gat gerst að missa af leikunum í fyrra Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, kom heim til Íslands í dag og fékk blíðar móttökur frá vinum sínum hjá CrossFit Reykjavík. 13. ágúst 2015 12:48 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
„Ég fór í áheyrnarprufur úti fyrir hlutverk í kjölfar sigursins,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir í samtali við Ásgeir Erlendsson í Íslandi í dag. Katrín Tanja varð fyrir skemmstu hraustasta kona í heimi er hún stóð uppi sem sigurvegari á Heimsleikunum í CrossFit og hefur það opnað ýmsar dyr fyrir henni. Hana dreymir til að mynda að verða leikkona og gæti sá draumur verið nær en nokkurn grunar ef hún hreppir hlutverkið. Eftir að hún kláraði menntaskóla hefur hún reynt fyrir sér bæði í verkfræði og lögfræði en henni þykir líklegt að verkfræðin verði fyrir valinu. Katrín er 22 ára, fædd árið 1993 í London, og hefur búið hjá ömmu sinni og afa síðan hún hóf nám við Verzlunarskóla Íslands. Amma hennar, Hervör Jónasdóttir, hefur verið einn dyggasti stuðningmaður hennar í gegnum tíðina. Er Katrín varð Íslandsmeistari var til að mynda tekið viðtal við ömmu hennar sökum vaskrar framgöngu hennar á pöllunum. „Sigurinn hennar kom mér ekki á óvart eftir allar æfingarnar, blóðið, svitann og tárin,“ segir Hervör. „Hún er yndisleg stelpa og við erum heppin að hafa hana.“ Fyrir sigurinn á leikunum fékk hún 37 milljónir króna og spurði Ásgeir hvað hún hyggðist gera við sigurlaunin. „Það er ekki ákveðið en til að byrja með fer þetta allt inn á banka. Það verður gott að geta gripið í þetta þegar mig langar í eigin íbúð. Mögulega fæ ég mér bíl en það er ekkert víst,“ segir Katrín Tanja. Ásgeir fékk að elta þessa hraustustu konu heims í heilan dag og má sjá innslagið úr Ísland í dag hér að ofan.
Tengdar fréttir Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Ég er stolt af vöðvunum Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona. 1. ágúst 2015 10:00 Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Katrín Tanja: Besta sem gat gerst að missa af leikunum í fyrra Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, kom heim til Íslands í dag og fékk blíðar móttökur frá vinum sínum hjá CrossFit Reykjavík. 13. ágúst 2015 12:48 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46
Ég er stolt af vöðvunum Katrín Tanja Davíðsdóttir er nýkrýndur heimsmeistari í crossfit. Við tekur annasamur tími, hún mun ferðast víða og verða þekktara nafn. Hún ætlar að nýta tækifærin sem bjóðast og hana dreymir um að verða íþróttafréttamaður eða leikkona. 1. ágúst 2015 10:00
Íslenski heimsmeistarinn: Erum spurð hvað sé í vatninu hérna heima Eins og flestum ætti að vera kunnugt um bar Katrín Tanja Davíðsdóttir sigur úr býtum á heimsleikunum í CrossFit um helgina. 28. júlí 2015 19:05
Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52
Katrín Tanja: Besta sem gat gerst að missa af leikunum í fyrra Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, kom heim til Íslands í dag og fékk blíðar móttökur frá vinum sínum hjá CrossFit Reykjavík. 13. ágúst 2015 12:48