Erlent

Átta tyrkneskir hermenn létu lífið í sprengjuárás

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Af vettvangi í Siirt-héraði.
Af vettvangi í Siirt-héraði. Vísir/AFP
Aukin harka virðist vera komin í samskipti Tyrkja og Kúrda. Alls hafa 12 tyrkneskir hermenn látist í átökum við Kúrda undanfarna daga.

Átta tyrkneskir hermenn létu lífið í bílsprengjuárás í suðausturhluta Tyrklands í dag. Tyrkneskir herinn telur að herskár armur Verkamannaflokks Kúrda beri ábyrgð á árásinni. Sjö slösuðust í árásinni sem átti sér stað á þjóðvegi í héraðinu Siirt í Tyrklandi. Að auki létust Fjórir hermenn létust í skotbardaga í Diyarbakir-héraði, vestan af Siirt-héraði.

Tveir einstaklingar voru jafnframt handteknir fyrir utan Dolmabache-höllina í Istanbul eftir að skothvellir heyrðust en þar má finna skrifstofur forsætisráðherrans. Einn lögreglumaður slaðaðist og leit stendur yfir af þriðja manninum sem liggur undir grun. Borgarstjóri Istanbúl-borgar sagði í yfirlýsingu að mennirnir væri hluti af hryðjuverkahópi sem gert hafi árásir á höfuðstöðvar AK-flokksins í Istanbul.

Tveggja ára vopnahlé virðist nú vera fallið úr gildi á milli Kúrda og Tyrkja en auknar skærur hafa verið á milli tyrkneska hersins og herskárra Kúrda í kjölfar loftárása tyrkneska hersins á stöðvar Kúrda.


Tengdar fréttir

Fjöldi skipulagðra árása í Tyrklandi

Fjöldi skipulagðra árása hafa verið gerðar í Tyrklandi í dag. Fimm meðlimir tyrkneskra öryggissveita létust í sprengjuárás í suðausturhluta landsins auk þess sem sprengju var kastað í borginni Istanbúl, þar sem að minnsta kosti sjö særðust.

Formaður segir Tyrki ætla að ráðast á Kúrda í Sýrlandi

Formaður flokks Kúrda á Tyrkjaþingi gagnrýnir áform um að bola ISIS burt frá landamærunum við Sýrland. Tyrkir sagðir nota stríðið gegn ISIS til að fela árásir á Kúrda. Kúrdar stýra núna stórum hluta landamæranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×