Sport

Coe er nýr forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins

Coe er hér ánægður með kosninguna.
Coe er hér ánægður með kosninguna. vísir/getty
Senegalinn Lamine Diack er ekki lengur forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Bretinn Sebastian Coe hefur tekið við af honum.

Coe hafði betur gegn Úkraínumanninum Sergey Bubka er kosið var á alþjóðaþinginu í Peking. Coe fékk 115 atkvæði en Bubka 92. Coe er kosinn til fjögurra ára.

Þessi fyrrum langhlaupari hlaut gullverðlaun í 1.500 metra hlaupi á ÓL árin 1980 og 1984.

„Ég er þakklátur og auðmjúkur að hafa fengið þessa útnefningu," sagði Coe.

Hans bíður ærinn starfi að lyfta frjálsum íþróttum upp á fyrra plan eftir stórfelldar ásakanir um lyfjamisnotkun í íþróttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×