Vandi vegna skattsvika í ferðaþjónstu fer vaxandi 19. ágúst 2015 14:00 Erlendir ferðamenn á gangi um Flókagötu með ferðatöskur í skammdeginu Komum ferðamanna hefur fjölgað um nær 300 prósent frá árinu 2002 og atvinnugreinin hefur verið lykillinn að leið Íslendinga úr þeim efnahagshremmingum sem skullu á fyrir sjö árum. Í skýrslunni Skattsvik í ferðaþjónustu sem unnin var á vegum Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst er bent á að það skyggi á þessa þróun að skatttekjur af hverjum ferðamanni hafi dregist saman síðustu tíu árin. Ástæðurnar eru margvíslegar. Flestir virðast þó vera þeirrar skoðunar að einn skýringarþátturinn sé vaxandi umfang svartrar atvinnustarfsemi.Einskorðast ekki við Ísland Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að vandamálið vaxi með auknu umfangi ferðaþjónustunnar. En þessi vandi einskorðist ekki við Ísland. Ferðaþjónustan sé á alþjóðavísu þekkt fyrir undanskot og gráa og svarta atvinnustarfsemi. „Kennitöluflakk þekkist umtalsvert í ferðaþjónustunni, einkum þegar kemur að veitinga- og gistihúsageiranum. Síðan þekkjum við það líka að það eru töluverð brögð að því að ferðaþjónustufyrirtæki greiði ekki laun og hafi önnur starfskjör ekki í samræmi við kjarasamninga. Þetta bitnar sérstaklega á ungmennum og ungu fólki sem er að koma hingað frá öðrum löndum, gjarnan í tengslum við ferðaþjónustufyrirtæki eins og hestaleigur. Þar höfum við séð að það er hreint ekki verið að greiða laun eða það er verið að greiða allt of lág laun,“ segir Halldór.halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands ÍslandsÍ sumum tilfellum fái fólk einungis fæði og húsnæði þótt það sé í vinnu eins og aðrir launþegar og ætti samkvæmt lögum og kjarasamningum að fá laun fyrir störf sín. Í veitingahúsageiranum séu atvinnurekendur sums staðar ítrekað að fá ungmenni til þess að vinna svokallaða prufutíma og taka eina eða tvær vaktir sem ekki sé greitt fyrir. Halldór segir að þetta sé brot á kjarasamningum og fullkomlega ólöglegt. „Þannig að undanskot, alls konar undirmál varðandi laun og önnur starfskjör eru allt of þekkt í þessari grein.“ Í skýrslu Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins kemur fram að vandamálið varðandi skattaundanskot er mjög víðtækt en snertir ekki síst gistiþjónustu og veitingahús. Stærsta vandamálið í gistiþjónustu sé fjöldi óskráðra og leyfislausra gististaða sem líklega standi ekki skil á öllum sköttum. Það sem gerir skatteftirlit sérlega erfitt í gistiþjónustu er að starfsstöðvar gististaða eru oft ekki þekktar. Almennt er talið að þeir sem hafa leyfismál í lagi hafi skattskil í lagi og öfugt þannig að möguleg lausn felst í því að efla leyfiseftirlit og samtvinna það skatteftirliti. Þá mætti einfalda kerfið þannig að ein stofnun héldi utan um öll leyfis- og skattamál ferðaþjónustufyrirtækja og aðstoðaði ný fyrirtæki í að verða lögleg.Flókið virðisaukaskattskerfi Þá kemur fram í skýrslunni að virðisaukaskattur sé langstærsti skattstofninn sem tengist ferðaþjónustu. Hann er lagður á í tveimur þrepum, almennu þrepi og sérstöku neðra þrepi. Eins og kunnugt er var almenna þrepið 25,5 prósent og neðra þrepið 7 prósent. Um síðustu áramót var svo ráðist í einföldun virðisaukaskattskerfisins og er almenna þrepið nú komið í 24 prósent og neðra þrepið í 11 prósent. Sala á ferðaþjónustu fellur undir bæði þrep virðisaukaskattsins auk undanþáguákvæðis, þar sem enginn virðisaukaskattur er greiddur. Þannig eru fjölmargir aðilar að veita þjónustu sem fellur undir fleiri en eitt þrep. Í skýrslunni segir að í veitingaþjónustu sé röng tekjuskráning stórt vandamál. Það sé meðal annars vegna þess hve mikið bil er á milli virðisaukaskattsþrepa áfengis og annarra veitinga auk óljósra reglna varðandi skattalega verðlagningu á vöru sem fellur í tvö virðisaukaskattsþrep.Einbeittur brotavilji Halldór Grönvold segir það sitt mat að flókið skattakerfi sé ekki nein afsökun. „Ef þú ætlar að taka að þér atvinnurekstur þá verður þú bara að gjöra svo vel að kynna þér með hvaða hætti hann á að vera þannig að hann sé í lagi. Og þar fyrir utan þekkjum við allt of mörg dæmi um það að þetta sé vísvitandi brotastarfsemi. En ekki bara það að fólk viti ekki betur,“ segir Halldór. Fyrirtæki séu stofnuð sem innheimti opinber gjöld og jafnvel lífeyrisiðgjöld og stéttarfélagsgjöld. Svo þegar allt er komið í óefni er skipt um kennitölu, skuldirnar skildar eftir og reksturinn heldur áfram á sama stað undir sama vörumerki. „Við þekkjum dæmi um það að starfsmenn hafi mætt til vinnu eins og ekkert hafi í skorist og vekki vitað betur fyrr en að þeir áttu að fá launin sín að fyrirtæki sem þeir störfuðu hjá fyrri hluta mánaðarins var komið í þrot um mánaðamót og engin laun til að greiða,“ segir Halldór og rifjar upp dæmi frá árinu 2013 þessu tengt. Allir atvinnurekendur eigi að vita að þeir eigi að borga skatta og skyldur og að fólk eigi að njóta launa og annarra starfskjara í samræmi við kjarasamninga. „Og ef fólk veit það ekki þá er það sennilega ekki hæft til þess að standa í svona atvinnustarfsemi,“ segir Halldór. Það sé alveg klárt mál að í sumum tilfellum sé brotavilji atvinnurekenda mjög einbeittur. Í skýrslu Rannsóknarstofnunarinnar kemur fram að veltufrávik í gistiþjónustu hafi mælst á bilinu 17-19 prósent árið 2013 og hafi farið vaxandi á undanförnum árum. Veltufrávik er bil á milli veltu greinarinnar samkvæmt virðisaukaskattskýrslum og uppreiknuðu söluverðmæti gistingar. Veltufrávik í áfengissölu vínveitingastaða mældist 42 prósent árið 2013 og 45 prósent árið á undan. Halldór segir að sums staðar noti veitingastaðir hreinlega sjóðsvélar. Einnig sé verið að borga starfsmönnum og birgjum undir borðið. Þannig að raunveruleg velta komi ekki fram. „Síðan þekkjum við hina hliðina á þeim peningi sem er kennitöluflakkið,“ segir Halldór.Segir stjórnvöld viljalaus Og Halldór er mjög gagnrýninn á stjórnvöld í þessum málaflokki. Hann segir þau ekki einungis vera úrræðalaus, heldur beinlínis viljalaus til verka. Hann segir Íslendinga þess vegna standa ver að vígi gagnvart svona brotastarfsemi heldur en víða í nágrannalöndum. Þar hafi ýmsum úrræðum verið beitt sem ekki sé vilji til þess að beita hér. Nefnir hann úrræði gegn kennitöluflakki sem dæmi. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir aftur á móti að virðisaukaskattskerfið sé of flókið og samtökin hafi lagt mikla áherslu á að samræma það. Kerfið sé um margt of flókið. „Við höfum talið að það væri eðlilegt að ganga alla leið og ferðaþjónustan væri bara öll á neðra þrepinu. Þar á meðal áfengi sem er enn í efra þrepi og þar af leiðandi ertu ennþá með tvískiptingu milli vínveitinga og annarra veitinga sem við teljum ekki heppilegt,“ segir hann.Vill eftirlit með erlendum síðum En Þorsteinn segir jafnframt eðlilegt að bæta skattaeftirlit með greininni. Þetta hafi Samtök atvinnulífsins og jafnframt Samtök ferðaþjónustunnar bent á. „Að ríkisskattstjóri nýti sér þau úrræði sem nágrannalönd hafa gert, að afla sér upplýsinga frá alþjóðlegum vefsíðum sem eru að selja þjónustu hingað inn eins og gistingu,“ segir Þorsteinn. Þarna vísar Þorsteinn í vefi eins og airbnb. Hann vill að skattayfirvöld geti kallað inn yfirlit frá rekstraraðilum slíkra vefsíðna yfir það hvað er selt svo hægt sé að bera saman við það sem talið er fram. Einnig verði hægt að kalla eftir gögnum frá erlendum ferðaþjónustuaðilum sem starfa hér innanlands um það hvernig skattskilum þeirra er háttað, þannig að greinin sitji öll við sama borð. „Það er mikilvægast fyrir þau fyrirtæki sem eru ábyrg og heiðarleg í sinni starfsemi að þeim sé tryggður samræmdur rekstrargrundvöllur og það sé öflugt eftirlit af hálfu skattsins með skattskilum í greininni,“ segir Þorsteinn. Þegar hluti fyrirtækja fari ekki eftir reglum geri það þeim fyrirtækjum sem vilji hafa sitt á hreinu erfitt fyrir í samkeppni.Vandi ungra fyrirtækja Þorsteinn segir að skattaundanskot virðist oft vera meiri í ungum fyrirtækjum og jafnvel að það stafi að einhverju leyti af vankunnáttu eða ógáti. Hann tekur þó undir með Halldóri að í mörgum tilfellum virðist hreinn ásetningur búa að baki. „En eftir því sem fyrirtæki stækka og dafna þá sjáum við sem betur fer að menn vilja hafa hlutina í lagi. „Það getur verið grafalvarlegt fyrir fyrirtæki að lenda í skattrannsóknum og verða vís að umfangsmiklum skattaundanskotum. þar af leiðandi sjáum við sem betur fer að eftir því sem fyrirtæki stækka og vaxa því betri verða skattskilin.“ Þorsteinn bendir á í þessu samhengi að ferðaþjónustan sé ung atvinnugrein og ört vaxandi. Það sé von hans að eftir því sem þetta vandamál stækki og dafni þá fari þetta vandamál minnkandi. „En þetta krefst þess líka að skatturinn þrói sínar eftirlitsaðferðir með atvinnugreininni. Til dæmis hvað varðar þennan þátt í gegnum erlendar vefsíður. Eða af erlendum þjónustuaðilum, þar sem rukkun fer fram utan landamæra.“ Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Komum ferðamanna hefur fjölgað um nær 300 prósent frá árinu 2002 og atvinnugreinin hefur verið lykillinn að leið Íslendinga úr þeim efnahagshremmingum sem skullu á fyrir sjö árum. Í skýrslunni Skattsvik í ferðaþjónustu sem unnin var á vegum Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins á Bifröst er bent á að það skyggi á þessa þróun að skatttekjur af hverjum ferðamanni hafi dregist saman síðustu tíu árin. Ástæðurnar eru margvíslegar. Flestir virðast þó vera þeirrar skoðunar að einn skýringarþátturinn sé vaxandi umfang svartrar atvinnustarfsemi.Einskorðast ekki við Ísland Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að vandamálið vaxi með auknu umfangi ferðaþjónustunnar. En þessi vandi einskorðist ekki við Ísland. Ferðaþjónustan sé á alþjóðavísu þekkt fyrir undanskot og gráa og svarta atvinnustarfsemi. „Kennitöluflakk þekkist umtalsvert í ferðaþjónustunni, einkum þegar kemur að veitinga- og gistihúsageiranum. Síðan þekkjum við það líka að það eru töluverð brögð að því að ferðaþjónustufyrirtæki greiði ekki laun og hafi önnur starfskjör ekki í samræmi við kjarasamninga. Þetta bitnar sérstaklega á ungmennum og ungu fólki sem er að koma hingað frá öðrum löndum, gjarnan í tengslum við ferðaþjónustufyrirtæki eins og hestaleigur. Þar höfum við séð að það er hreint ekki verið að greiða laun eða það er verið að greiða allt of lág laun,“ segir Halldór.halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands ÍslandsÍ sumum tilfellum fái fólk einungis fæði og húsnæði þótt það sé í vinnu eins og aðrir launþegar og ætti samkvæmt lögum og kjarasamningum að fá laun fyrir störf sín. Í veitingahúsageiranum séu atvinnurekendur sums staðar ítrekað að fá ungmenni til þess að vinna svokallaða prufutíma og taka eina eða tvær vaktir sem ekki sé greitt fyrir. Halldór segir að þetta sé brot á kjarasamningum og fullkomlega ólöglegt. „Þannig að undanskot, alls konar undirmál varðandi laun og önnur starfskjör eru allt of þekkt í þessari grein.“ Í skýrslu Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins kemur fram að vandamálið varðandi skattaundanskot er mjög víðtækt en snertir ekki síst gistiþjónustu og veitingahús. Stærsta vandamálið í gistiþjónustu sé fjöldi óskráðra og leyfislausra gististaða sem líklega standi ekki skil á öllum sköttum. Það sem gerir skatteftirlit sérlega erfitt í gistiþjónustu er að starfsstöðvar gististaða eru oft ekki þekktar. Almennt er talið að þeir sem hafa leyfismál í lagi hafi skattskil í lagi og öfugt þannig að möguleg lausn felst í því að efla leyfiseftirlit og samtvinna það skatteftirliti. Þá mætti einfalda kerfið þannig að ein stofnun héldi utan um öll leyfis- og skattamál ferðaþjónustufyrirtækja og aðstoðaði ný fyrirtæki í að verða lögleg.Flókið virðisaukaskattskerfi Þá kemur fram í skýrslunni að virðisaukaskattur sé langstærsti skattstofninn sem tengist ferðaþjónustu. Hann er lagður á í tveimur þrepum, almennu þrepi og sérstöku neðra þrepi. Eins og kunnugt er var almenna þrepið 25,5 prósent og neðra þrepið 7 prósent. Um síðustu áramót var svo ráðist í einföldun virðisaukaskattskerfisins og er almenna þrepið nú komið í 24 prósent og neðra þrepið í 11 prósent. Sala á ferðaþjónustu fellur undir bæði þrep virðisaukaskattsins auk undanþáguákvæðis, þar sem enginn virðisaukaskattur er greiddur. Þannig eru fjölmargir aðilar að veita þjónustu sem fellur undir fleiri en eitt þrep. Í skýrslunni segir að í veitingaþjónustu sé röng tekjuskráning stórt vandamál. Það sé meðal annars vegna þess hve mikið bil er á milli virðisaukaskattsþrepa áfengis og annarra veitinga auk óljósra reglna varðandi skattalega verðlagningu á vöru sem fellur í tvö virðisaukaskattsþrep.Einbeittur brotavilji Halldór Grönvold segir það sitt mat að flókið skattakerfi sé ekki nein afsökun. „Ef þú ætlar að taka að þér atvinnurekstur þá verður þú bara að gjöra svo vel að kynna þér með hvaða hætti hann á að vera þannig að hann sé í lagi. Og þar fyrir utan þekkjum við allt of mörg dæmi um það að þetta sé vísvitandi brotastarfsemi. En ekki bara það að fólk viti ekki betur,“ segir Halldór. Fyrirtæki séu stofnuð sem innheimti opinber gjöld og jafnvel lífeyrisiðgjöld og stéttarfélagsgjöld. Svo þegar allt er komið í óefni er skipt um kennitölu, skuldirnar skildar eftir og reksturinn heldur áfram á sama stað undir sama vörumerki. „Við þekkjum dæmi um það að starfsmenn hafi mætt til vinnu eins og ekkert hafi í skorist og vekki vitað betur fyrr en að þeir áttu að fá launin sín að fyrirtæki sem þeir störfuðu hjá fyrri hluta mánaðarins var komið í þrot um mánaðamót og engin laun til að greiða,“ segir Halldór og rifjar upp dæmi frá árinu 2013 þessu tengt. Allir atvinnurekendur eigi að vita að þeir eigi að borga skatta og skyldur og að fólk eigi að njóta launa og annarra starfskjara í samræmi við kjarasamninga. „Og ef fólk veit það ekki þá er það sennilega ekki hæft til þess að standa í svona atvinnustarfsemi,“ segir Halldór. Það sé alveg klárt mál að í sumum tilfellum sé brotavilji atvinnurekenda mjög einbeittur. Í skýrslu Rannsóknarstofnunarinnar kemur fram að veltufrávik í gistiþjónustu hafi mælst á bilinu 17-19 prósent árið 2013 og hafi farið vaxandi á undanförnum árum. Veltufrávik er bil á milli veltu greinarinnar samkvæmt virðisaukaskattskýrslum og uppreiknuðu söluverðmæti gistingar. Veltufrávik í áfengissölu vínveitingastaða mældist 42 prósent árið 2013 og 45 prósent árið á undan. Halldór segir að sums staðar noti veitingastaðir hreinlega sjóðsvélar. Einnig sé verið að borga starfsmönnum og birgjum undir borðið. Þannig að raunveruleg velta komi ekki fram. „Síðan þekkjum við hina hliðina á þeim peningi sem er kennitöluflakkið,“ segir Halldór.Segir stjórnvöld viljalaus Og Halldór er mjög gagnrýninn á stjórnvöld í þessum málaflokki. Hann segir þau ekki einungis vera úrræðalaus, heldur beinlínis viljalaus til verka. Hann segir Íslendinga þess vegna standa ver að vígi gagnvart svona brotastarfsemi heldur en víða í nágrannalöndum. Þar hafi ýmsum úrræðum verið beitt sem ekki sé vilji til þess að beita hér. Nefnir hann úrræði gegn kennitöluflakki sem dæmi. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir aftur á móti að virðisaukaskattskerfið sé of flókið og samtökin hafi lagt mikla áherslu á að samræma það. Kerfið sé um margt of flókið. „Við höfum talið að það væri eðlilegt að ganga alla leið og ferðaþjónustan væri bara öll á neðra þrepinu. Þar á meðal áfengi sem er enn í efra þrepi og þar af leiðandi ertu ennþá með tvískiptingu milli vínveitinga og annarra veitinga sem við teljum ekki heppilegt,“ segir hann.Vill eftirlit með erlendum síðum En Þorsteinn segir jafnframt eðlilegt að bæta skattaeftirlit með greininni. Þetta hafi Samtök atvinnulífsins og jafnframt Samtök ferðaþjónustunnar bent á. „Að ríkisskattstjóri nýti sér þau úrræði sem nágrannalönd hafa gert, að afla sér upplýsinga frá alþjóðlegum vefsíðum sem eru að selja þjónustu hingað inn eins og gistingu,“ segir Þorsteinn. Þarna vísar Þorsteinn í vefi eins og airbnb. Hann vill að skattayfirvöld geti kallað inn yfirlit frá rekstraraðilum slíkra vefsíðna yfir það hvað er selt svo hægt sé að bera saman við það sem talið er fram. Einnig verði hægt að kalla eftir gögnum frá erlendum ferðaþjónustuaðilum sem starfa hér innanlands um það hvernig skattskilum þeirra er háttað, þannig að greinin sitji öll við sama borð. „Það er mikilvægast fyrir þau fyrirtæki sem eru ábyrg og heiðarleg í sinni starfsemi að þeim sé tryggður samræmdur rekstrargrundvöllur og það sé öflugt eftirlit af hálfu skattsins með skattskilum í greininni,“ segir Þorsteinn. Þegar hluti fyrirtækja fari ekki eftir reglum geri það þeim fyrirtækjum sem vilji hafa sitt á hreinu erfitt fyrir í samkeppni.Vandi ungra fyrirtækja Þorsteinn segir að skattaundanskot virðist oft vera meiri í ungum fyrirtækjum og jafnvel að það stafi að einhverju leyti af vankunnáttu eða ógáti. Hann tekur þó undir með Halldóri að í mörgum tilfellum virðist hreinn ásetningur búa að baki. „En eftir því sem fyrirtæki stækka og dafna þá sjáum við sem betur fer að menn vilja hafa hlutina í lagi. „Það getur verið grafalvarlegt fyrir fyrirtæki að lenda í skattrannsóknum og verða vís að umfangsmiklum skattaundanskotum. þar af leiðandi sjáum við sem betur fer að eftir því sem fyrirtæki stækka og vaxa því betri verða skattskilin.“ Þorsteinn bendir á í þessu samhengi að ferðaþjónustan sé ung atvinnugrein og ört vaxandi. Það sé von hans að eftir því sem þetta vandamál stækki og dafni þá fari þetta vandamál minnkandi. „En þetta krefst þess líka að skatturinn þrói sínar eftirlitsaðferðir með atvinnugreininni. Til dæmis hvað varðar þennan þátt í gegnum erlendar vefsíður. Eða af erlendum þjónustuaðilum, þar sem rukkun fer fram utan landamæra.“
Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira