Lífið

Bjargaði glænýjum dróna á síðustu stundu

Samúel Karl Ólason skrifar
Zwier Spanjer stökk út í ískalt vatn til að bjarga drónanum sínum.
Zwier Spanjer stökk út í ískalt vatn til að bjarga drónanum sínum.
Hollendingurinn Zwier Spanjer var nýbúinn að kaupa sér 700 dollara, um 91 þúsund krónur, dróna og var fljúga honum í fyrsta sinn. Þegar dróninn var kominn í mikla hæð missti Spanjer þó stjórn á honum þar sem hann varð batteríslaus og dróninn byrjaði að lækka flugið.

Þegar Spanjer sá að nýi dýri dróninn stefndi á vatn voru góð ráð dýr.

Myndband af þessu jómfrúarflugi drónans og hetjulegri björgun Spanjer má sjá hér að neðan.

Eftir að Spanjer birti myndband sitt á Youtube hefur annar notandi klippt myndbandið og sett lagið I will always love you með Whitney Houston.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×