Innlent

Ástin ástæða endurkomu Ingva Hrafns sem sjónvarpsstjóra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Örn og Ingvi Hrafn.
Guðmundur Örn og Ingvi Hrafn. Vísir
Guðmundur Örn Jóhannsson er hættur sem sjónvarpsstjóri ÍNN eftir níu mánuði í starfi. Aðalástæða brotthvarfsins er sú að dóttir Guðmundar og sonur Ingva Hrafns Jónssonar, stofnanda stöðvarinnar, eiga í ástarsambandi. Pressan greinir frá.

„Við töldum ekki vænlegt að tveir tengdapabbar væru að vinna saman en starfslok mín voru gerð í mesta bróðerni,“ segir Guðmundur Örn. Ingvi Hrafn verður aftur sjónvarpsstjóri stöðvarinnar.

Guðmundur Örn sagði í apríl í fyrra, þegar hann tók við starfi sjónvarpsstjóra, að áhersla yrði lögð á hlutlausari umfjöllun.

„Ég vil fá meira af staðreyndum og minna af fólki að rífast. Meira hlutlaust í stað upphrópanna. Við munum leggja áherslu á það,“ sagði Guðmundur við það tilefni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×