Íslenska handboltalandsliðið mætir Svíum í kvöld á æfingamóti en þrátt fyrir að mótið fari fram í Danmörku þá fer þessi leikur fram í Kristianstad í Svíþjóð.
Það boðar ekki alltof gott að leikurinn við Svía fari fram í Svíþjóð en ekki Danmörku ef við skoðum fyrri viðureignir karlalandsliða þjóðanna.
Íslenska landsliðið hefur nefnilega aðeins einu sinni tekist að vinna Svía á þeirra eigin heimavelli en það var í fyrri leik liðanna í undankeppni HM 2007 sem fram fór í júní 2006. Íslenska liðið vann þá 32-28 sigur og lagði með því grunninn að því að komast á heimsmeistaramótið í Þýskalandi.
Alfreð Gíslason þjálfari íslenska landsliðið í þessum leik og er eini þjálfarinn sem hefur stýrt íslenska handboltalandsliðinu til sigurs á sænskri grundu.
Svíar unnu nítján fyrstu leiki þjóðanna í Svíþjóð og hafa frá þessum einmanna sigurleik sumarið 2006, unnið alla þrjá leiki þjóðanna síðan.
Ísland hefur á móti tvo síðustu keppnisleiki þjóðanna, annan á Ólympíuleikunum í London og hinn í forkeppni Ólympíuleikana 2008 í Peking en sá var spilaður í Póllandi.
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, er þó örugglega meira að hugsa um að „fela" leikstíl og leikkerfi íslenska liðsins í þessum leik enda stutt í að þjóðirnar mætist aftur á HM í Katar.
22-1 fyrir Svía á sænskri grundu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
