Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 19:00 Eyrún Björg Jónsdóttir hjá bráðamóttöku þolenda kynferðisofbeldis segir að reynsla undanfarinna ára sýni að liðið geti nokkrir dagar frá broti þar til þolendur leiti til neyðarmóttökunnar. „Núna hafa leitað þrjár konur hingað og það voru brot sem voru framin í Vestmannaeyjum. Það er oft þannig að oft fólk leitar til okkar seinna, það er kannski ekki að koma um helgina eða strax eftir helgina heldur nokkrum dögum seinna.“ Hún minnir á að best sé að leita til móttökunnar sem allra fyrst. Til að auka líkur á að finna sakargögn. Þjónusta við brotaþola sem koma á neyðarmóttökuna er margvísleg. Framkvæmd er réttarfræðileg læknisskoðun, þeir fá aðhlynningu, meðferð og fá sálfræðiþjónustu. Þá eiga þeir rétt á viðtali við lögmann eða réttargæslumann hvort sem kært er í málinu eða ekki. Eyrún greinir frá því að hundrað og tuttugu leita að meðaltali á bráðamóttökuna á hverju ári. Sjötíu einstaklingar hafa nú þegar leitað til hennar. Þriðjungur þeirra sem leitar á móttökuna vegan kynferðisofbeldis er undir lögaldri.Ætluðu að bíða lengur Tvö kynferðisbrotanna eru til rannsóknar hjá lögreglu í Vestmannaeyjum. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segist ekki sjá eftir því að loka á fréttaflutning af kynferðisbrotum á þjóðhátið á meðan á henni stóð. „Nei, við teljum þetta hafa verið hárrétta ákvörðun og að það hafi verið rétt að setja rannsóknarhagsmuni og hagsmuni brotaþola í forgang og það hafi tekist vel, þó svo ég að ég hafi viljað geyma það aðeins lengur að tilkynna um mál sem eru í rannsókn. En okkur var ekki stætt á því eftir að upplýsingar voru gefnar frá neyðarmóttöku.“Viðkvæmustu þolendurnir Hvernig eru rannsóknarhagsmunir öðruvísi í kynferðisbrotamálum en í öðrum brotum? „Þetta eru fyrst og fremst viðkvæmustu þolendurnir okkar, viðkvæmasta fólkið, og þetta eru auðvitað bara viðkvæm mál, og í rauninni erfið til rannsóknar. Gerist iðulega milli tveggja aðila, Við erum oft ekki með bein með vitni að atburðum. Það tekur lengri tíma að rannsaka hlutina heldur en að taka skýrslur af vitnum að einhverri líkamsárás.“Þar sem tveir koma saman- þar er ekki alltaf lögreglan Hún segir lögreglu ekki geta komið í veg fyrir kynferðisbrot þótt mikilvægt sé að sinna forvörnum vel. „Það er alltaf verið að vinna í þessum forvörnum. Hluti af þessum forvörnum er auðvitað þessi upplýsta umræða og það að komast hjá því að til verði gerendur. Því miður þá hafa þessi brot fylgt mannlegu samfélagi, hvort sem þau eru stór eða lítil, hér eða erlendis, eða hvar sem er. Þessi brot verða á milli fólks, oft á milli tveggja einstaklinga. Þar sem engin vitni eru að og ekkert slíkt. Það er erfitt að koma í veg fyrir það, þar sem tveir koma saman þar er ekki alltaf lögreglan.“ Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Eyrún Björg Jónsdóttir hjá bráðamóttöku þolenda kynferðisofbeldis segir að reynsla undanfarinna ára sýni að liðið geti nokkrir dagar frá broti þar til þolendur leiti til neyðarmóttökunnar. „Núna hafa leitað þrjár konur hingað og það voru brot sem voru framin í Vestmannaeyjum. Það er oft þannig að oft fólk leitar til okkar seinna, það er kannski ekki að koma um helgina eða strax eftir helgina heldur nokkrum dögum seinna.“ Hún minnir á að best sé að leita til móttökunnar sem allra fyrst. Til að auka líkur á að finna sakargögn. Þjónusta við brotaþola sem koma á neyðarmóttökuna er margvísleg. Framkvæmd er réttarfræðileg læknisskoðun, þeir fá aðhlynningu, meðferð og fá sálfræðiþjónustu. Þá eiga þeir rétt á viðtali við lögmann eða réttargæslumann hvort sem kært er í málinu eða ekki. Eyrún greinir frá því að hundrað og tuttugu leita að meðaltali á bráðamóttökuna á hverju ári. Sjötíu einstaklingar hafa nú þegar leitað til hennar. Þriðjungur þeirra sem leitar á móttökuna vegan kynferðisofbeldis er undir lögaldri.Ætluðu að bíða lengur Tvö kynferðisbrotanna eru til rannsóknar hjá lögreglu í Vestmannaeyjum. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segist ekki sjá eftir því að loka á fréttaflutning af kynferðisbrotum á þjóðhátið á meðan á henni stóð. „Nei, við teljum þetta hafa verið hárrétta ákvörðun og að það hafi verið rétt að setja rannsóknarhagsmuni og hagsmuni brotaþola í forgang og það hafi tekist vel, þó svo ég að ég hafi viljað geyma það aðeins lengur að tilkynna um mál sem eru í rannsókn. En okkur var ekki stætt á því eftir að upplýsingar voru gefnar frá neyðarmóttöku.“Viðkvæmustu þolendurnir Hvernig eru rannsóknarhagsmunir öðruvísi í kynferðisbrotamálum en í öðrum brotum? „Þetta eru fyrst og fremst viðkvæmustu þolendurnir okkar, viðkvæmasta fólkið, og þetta eru auðvitað bara viðkvæm mál, og í rauninni erfið til rannsóknar. Gerist iðulega milli tveggja aðila, Við erum oft ekki með bein með vitni að atburðum. Það tekur lengri tíma að rannsaka hlutina heldur en að taka skýrslur af vitnum að einhverri líkamsárás.“Þar sem tveir koma saman- þar er ekki alltaf lögreglan Hún segir lögreglu ekki geta komið í veg fyrir kynferðisbrot þótt mikilvægt sé að sinna forvörnum vel. „Það er alltaf verið að vinna í þessum forvörnum. Hluti af þessum forvörnum er auðvitað þessi upplýsta umræða og það að komast hjá því að til verði gerendur. Því miður þá hafa þessi brot fylgt mannlegu samfélagi, hvort sem þau eru stór eða lítil, hér eða erlendis, eða hvar sem er. Þessi brot verða á milli fólks, oft á milli tveggja einstaklinga. Þar sem engin vitni eru að og ekkert slíkt. Það er erfitt að koma í veg fyrir það, þar sem tveir koma saman þar er ekki alltaf lögreglan.“
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira