Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2015 13:47 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. „Mér er meinilla við þessi kynferðisbrot. Þau eru gríðarlega alvarleg og við verðum að gera allt til að uppræta þau,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi um þau þrjú kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um liðna verslunarmannahelgi. Þrjár ungar konur leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík vegna brota sem þær urður fyrir á þjóðhátíð. Páley vildi ekki staðfesta við Vísi hvort lögreglan í Vestmannaeyjum væri með brotin til rannsóknar. Hún sagði von á upplýsingum frá embættinu innan skamms þar sem farið verður ítarlega yfir þau mál sem lögreglan í Vestmannaeyjum sinnti yfir helgina. Páley hafði gefið út fyrir Þjóðhátíð að lögreglan myndi ekki greina frá því ef henni yrði tilkynnt um kynferðisbrot. Upplýsingarnar um konurnar þrjár fékk fréttastofa Ríkisútvarpsins frá neyðarmóttökunni í Fossvogi í Reykjavík. Páley segir neyðarmóttöku í Vestmannaeyjum taka á móti þolendum kynferðisofbeldis en það sé metið í hverju tilviki fyrir sig hvort þolandinn leiti á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum eða annars staðar. Sumir kjósa að komast sem fyrst heim til sín og þá aðstoðar lögreglan þolendur við að komast sem fyrst frá Vestmannaeyjum.Segir hátíðina hafa farið vel fram Margir hafa gagnrýnt lögregluna í Vestmannaeyjum fyrir að segja að Þjóðhátíð hafi farið vel fram þrátt fyrir að nú liggi fyrir að þrjár konur hafi leitað á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrots og að fjöldi fíkniefnamáli hafi komið upp. Páley segist vera sammála því að Þjóðhátíð hafi farið vel fram miðað við þann fjölda sem kemur saman, en talið er að um 15 þúsund manns hafi verið á brekkusöngnum á sunnudagskvöldinu. Sjálfri er henni meinilla við kynferðisbrot, segir þau gríðarlega alvarlega og samfélagið verði að gera allt til að uppræta þau. „En því miður þar sem svona fjöldi kemur saman, og það er bara í öllum samfélögum, þá á þetta sér stað. Og hvort sem það er þjóðhátíð eða mið vika í einhverju þéttbýli þá því miður kemur þetta upp. Við erum að rannsaka kynferðisbrot allt árið hérna sem gerist á öllum tímum, það á við um alla lögregluna í landinu,“ segir Páley og tekur fram að þó að lögreglan sé með mikinn viðbúnað þá sé ýmislegt sem hún eigi erfitt með að koma í veg fyrir sem gerist á milli tveggja aðila. „Oft eru þetta tengdir aðilar og það er gríðarlega erfitt að koma í veg fyrir þetta en við þurfum auðvitað að fræða fólk og helst koma í veg fyrir að það verði til gerendur. Það er eitthvað sem er okkur þyrnir í augum, öllum í samfélaginu.“Mikið frumkvæði í fíkniefnaleit Páley segir lögregluna hafa haft öflugt teymi í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð og það hafi tekið úr umferð gríðarlegt magn af hvítum efnum, amfetamíni og kókaíni. „Það eru efni sem gera menn árásargjarna og lögreglan vill meina það að með því er hægt að koma í veg fyrir mikið af árásum.“ Um 70 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en Páley segir að ef rökstuddur grunur sé fyrir því að einstaklingur sé með fíkniefni á sér sé leitað á honum. „Við erum með þrjá hunda í dalnum og þeir labba bara að því fólki sem er með efni.“ Leitað sé á farþegum í Landeyjahöfn og einnig þeim sem koma með flugi til Eyja. Tengdar fréttir Slagsmál og fíkniefni á Þjóðhátíð Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 07:00 „Það að enginn hafi leitað til okkar segir ekkert til um raunveruleikann“ Talskona Stígamóta segir þolendur kynferðisofbeldis ekki leita strax til samtakanna eftir verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 11:35 Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð Leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 4. ágúst 2015 12:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Mér er meinilla við þessi kynferðisbrot. Þau eru gríðarlega alvarleg og við verðum að gera allt til að uppræta þau,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við Vísi um þau þrjú kynferðisbrot sem áttu sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um liðna verslunarmannahelgi. Þrjár ungar konur leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík vegna brota sem þær urður fyrir á þjóðhátíð. Páley vildi ekki staðfesta við Vísi hvort lögreglan í Vestmannaeyjum væri með brotin til rannsóknar. Hún sagði von á upplýsingum frá embættinu innan skamms þar sem farið verður ítarlega yfir þau mál sem lögreglan í Vestmannaeyjum sinnti yfir helgina. Páley hafði gefið út fyrir Þjóðhátíð að lögreglan myndi ekki greina frá því ef henni yrði tilkynnt um kynferðisbrot. Upplýsingarnar um konurnar þrjár fékk fréttastofa Ríkisútvarpsins frá neyðarmóttökunni í Fossvogi í Reykjavík. Páley segir neyðarmóttöku í Vestmannaeyjum taka á móti þolendum kynferðisofbeldis en það sé metið í hverju tilviki fyrir sig hvort þolandinn leiti á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum eða annars staðar. Sumir kjósa að komast sem fyrst heim til sín og þá aðstoðar lögreglan þolendur við að komast sem fyrst frá Vestmannaeyjum.Segir hátíðina hafa farið vel fram Margir hafa gagnrýnt lögregluna í Vestmannaeyjum fyrir að segja að Þjóðhátíð hafi farið vel fram þrátt fyrir að nú liggi fyrir að þrjár konur hafi leitað á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrots og að fjöldi fíkniefnamáli hafi komið upp. Páley segist vera sammála því að Þjóðhátíð hafi farið vel fram miðað við þann fjölda sem kemur saman, en talið er að um 15 þúsund manns hafi verið á brekkusöngnum á sunnudagskvöldinu. Sjálfri er henni meinilla við kynferðisbrot, segir þau gríðarlega alvarlega og samfélagið verði að gera allt til að uppræta þau. „En því miður þar sem svona fjöldi kemur saman, og það er bara í öllum samfélögum, þá á þetta sér stað. Og hvort sem það er þjóðhátíð eða mið vika í einhverju þéttbýli þá því miður kemur þetta upp. Við erum að rannsaka kynferðisbrot allt árið hérna sem gerist á öllum tímum, það á við um alla lögregluna í landinu,“ segir Páley og tekur fram að þó að lögreglan sé með mikinn viðbúnað þá sé ýmislegt sem hún eigi erfitt með að koma í veg fyrir sem gerist á milli tveggja aðila. „Oft eru þetta tengdir aðilar og það er gríðarlega erfitt að koma í veg fyrir þetta en við þurfum auðvitað að fræða fólk og helst koma í veg fyrir að það verði til gerendur. Það er eitthvað sem er okkur þyrnir í augum, öllum í samfélaginu.“Mikið frumkvæði í fíkniefnaleit Páley segir lögregluna hafa haft öflugt teymi í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð og það hafi tekið úr umferð gríðarlegt magn af hvítum efnum, amfetamíni og kókaíni. „Það eru efni sem gera menn árásargjarna og lögreglan vill meina það að með því er hægt að koma í veg fyrir mikið af árásum.“ Um 70 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en Páley segir að ef rökstuddur grunur sé fyrir því að einstaklingur sé með fíkniefni á sér sé leitað á honum. „Við erum með þrjá hunda í dalnum og þeir labba bara að því fólki sem er með efni.“ Leitað sé á farþegum í Landeyjahöfn og einnig þeim sem koma með flugi til Eyja.
Tengdar fréttir Slagsmál og fíkniefni á Þjóðhátíð Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 07:00 „Það að enginn hafi leitað til okkar segir ekkert til um raunveruleikann“ Talskona Stígamóta segir þolendur kynferðisofbeldis ekki leita strax til samtakanna eftir verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 11:35 Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð Leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 4. ágúst 2015 12:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Slagsmál og fíkniefni á Þjóðhátíð Mikill erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 07:00
„Það að enginn hafi leitað til okkar segir ekkert til um raunveruleikann“ Talskona Stígamóta segir þolendur kynferðisofbeldis ekki leita strax til samtakanna eftir verslunarmannahelgi. 4. ágúst 2015 11:35
Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð Leituðu á neyðarmóttöku í Reykjavík. 4. ágúst 2015 12:36