Amnesty styðji við lögleiðingu vændis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Umdeild tillaga Tillaga Amnesty hefur vakið mikla reiði meðal mann- og kvenréttindasamtaka. Fréttablaðið/Valli Fyrir aðalþingi Amnesty International í Dyflinni í næstu viku liggja drög að stefnubreytingu hreyfingarinnar sem miðar að því að Amnesty styðji lögleiðingu vændis víða um heim. Tillagan er afar umdeild en fjöldi fulltrúa mannréttindahreyfinga og kvenréttindasamtaka hafa varað við henni og hafa meðal annars fengið til liðs við sig þungavigtarfólk í Hollywood til að andmæla málstað Amnesty. Þar á meðal eru leikkonurnar Lena Dunham, Kate Winslet, Meryl Streep og annað nafntogað fólk. Íslandsdeild Amnesty sendir sína fulltrúa á aðalþingið en deildin hefur enn ekki tekið afstöðu til málsins.Anna Lúðvíksdóttir„Eins og er komið fram þá liggur þetta fyrir og það sem við teljum mikilvægast er að hlusta á öll sjónarmið og taka okkar afstöðu á grundvelli mannréttinda þessa fólks sem þarna er um að ræða,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. Hún segir mikilvægt að fólk setjist niður saman og taki yfirvegaða afstöðu til málsins. Enn sé vika til stefnu og fulltrúar Íslandsdeildarinnar muni fylgjast með öllum hliðum málsins fram að atkvæðagreiðslu. Breytingatillögur við tillöguna gætu til dæmis haft áhrif. Í tillögu Amnesty er meðal annars lögð áhersla á að mannréttindi fólks sem starfar í kynlífsþjónustu séu varin, að barátta gegn mansali og kynbundnu ofbeldi verði efld. Í rökstuðningi sem fylgir tillögu Amnesty er því haldið fram að vísbendingar séu um það að glæpavæðing vændis sé líklegri til að skaða þann sem starfar í kynlífsþjónustu. Viðkomandi sé í meiri hættu á að verða fyrir áreiti og ofbeldi auk þess sem réttindi þeirra á borð við trygginga- og lífeyrismál eru óviðunandi. Hóparnir og einstaklingarnir sem andmæla tillögu Amnesty hafa skrifað samtökunum bréf þar sem miklum vonbrigðum er lýst. Þeir sem skrifa undir bréfið eru sammála því að vernda verði réttindi þeirra sem starfa í kynlífsiðnaði en tillagan muni réttlæta tilvist hórmangara, vændishúsa og verslunar með kynlíf. Í bréfinu benda þau jafnframt á að með lögleiðingu vændis í sumum Evrópuríkjum hafi eftirspurn aukist gríðarlega og mansal samhliða því. Aðspurð um hvort málið umdeilda hafi skapað hita innan Amnesty á alþjóðavísu segir Anna að fólk muni ræða málið af yfirvegun. „Á málefnum Amnesty hefur fólk mismunandi skoðanir og fólk ræðir þetta bara á rólegu nótunum,“ segir hún. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira
Fyrir aðalþingi Amnesty International í Dyflinni í næstu viku liggja drög að stefnubreytingu hreyfingarinnar sem miðar að því að Amnesty styðji lögleiðingu vændis víða um heim. Tillagan er afar umdeild en fjöldi fulltrúa mannréttindahreyfinga og kvenréttindasamtaka hafa varað við henni og hafa meðal annars fengið til liðs við sig þungavigtarfólk í Hollywood til að andmæla málstað Amnesty. Þar á meðal eru leikkonurnar Lena Dunham, Kate Winslet, Meryl Streep og annað nafntogað fólk. Íslandsdeild Amnesty sendir sína fulltrúa á aðalþingið en deildin hefur enn ekki tekið afstöðu til málsins.Anna Lúðvíksdóttir„Eins og er komið fram þá liggur þetta fyrir og það sem við teljum mikilvægast er að hlusta á öll sjónarmið og taka okkar afstöðu á grundvelli mannréttinda þessa fólks sem þarna er um að ræða,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. Hún segir mikilvægt að fólk setjist niður saman og taki yfirvegaða afstöðu til málsins. Enn sé vika til stefnu og fulltrúar Íslandsdeildarinnar muni fylgjast með öllum hliðum málsins fram að atkvæðagreiðslu. Breytingatillögur við tillöguna gætu til dæmis haft áhrif. Í tillögu Amnesty er meðal annars lögð áhersla á að mannréttindi fólks sem starfar í kynlífsþjónustu séu varin, að barátta gegn mansali og kynbundnu ofbeldi verði efld. Í rökstuðningi sem fylgir tillögu Amnesty er því haldið fram að vísbendingar séu um það að glæpavæðing vændis sé líklegri til að skaða þann sem starfar í kynlífsþjónustu. Viðkomandi sé í meiri hættu á að verða fyrir áreiti og ofbeldi auk þess sem réttindi þeirra á borð við trygginga- og lífeyrismál eru óviðunandi. Hóparnir og einstaklingarnir sem andmæla tillögu Amnesty hafa skrifað samtökunum bréf þar sem miklum vonbrigðum er lýst. Þeir sem skrifa undir bréfið eru sammála því að vernda verði réttindi þeirra sem starfa í kynlífsiðnaði en tillagan muni réttlæta tilvist hórmangara, vændishúsa og verslunar með kynlíf. Í bréfinu benda þau jafnframt á að með lögleiðingu vændis í sumum Evrópuríkjum hafi eftirspurn aukist gríðarlega og mansal samhliða því. Aðspurð um hvort málið umdeilda hafi skapað hita innan Amnesty á alþjóðavísu segir Anna að fólk muni ræða málið af yfirvegun. „Á málefnum Amnesty hefur fólk mismunandi skoðanir og fólk ræðir þetta bara á rólegu nótunum,“ segir hún.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Sjá meira