Innlent

Everest vinsæl á erlendum niðurhalssíðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Baltasar ásamt þeim Jake Gyllenhaal og Emily Watson á rauða dreglinum.
Baltasar ásamt þeim Jake Gyllenhaal og Emily Watson á rauða dreglinum. Vísir/EPA
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, er nú komin á erlendar niðurhalssíður. Þar hefur myndin verið sótt ólöglega gífurlega oft. Á einni stærstu torrentsíðu heims eru mismunandi útgáfur Everest meðal annars í öðru og fjórða sæti yfir vinsælustu kvikmyndirnar. Ljóst er að Everest er sú kvikmynd sem hefur verið niðurhalað oftast á þeirri síðu síðustu daga.

Everest má einnig finna á íslenskum torrentsíðum.

Þrátt fyrir að myndin hafi fyrst verið sett á torrentsíður fyrir um mánuði síðan hefur hún ekki orðið vinsæl þar fyrr en núna nýlega. Fyrir tveimur dögum var myndin sett á netið í góðum gæðum og hafa fjölmargar sótt hana.

Gera má ráð fyrir að um mikið fjárhagslegt tjón sé að ræða. Sérstaklega þar sem kvikmyndin er enn í sýningu í kvikmyndarhúsum og hefur ekki fengið annars konar dreifingu enn. Þar að auki á eftir að frumsýna Everest í kvikmyndahúsum í Kína og Japan.

Sjá einnig: Baltasar um stofnanda Deildu: „Hann stal frá mér Djúpinu“

Fyrr í vikunni bárust fregnir af því að Everest hefur gengið vel í miðasölum kvikmyndahúsa víða um heim. Áætlað er að tekjur myndarinnar um allan heim eru komnar í 167 milljónir Bandaríkjadala eða því sem samsvarar tæplega 21 milljarði íslenskra króna.

Baltasar tjáði sig nýverið um ólöglegt niðurhal þar sem hann sagði það ekki ásættanlegt í neinu lagalegu umhverfi að höfundarrétti sé stolið og hann misnotaður.


Tengdar fréttir

Everest hefur þénað 21 milljarð

Everest var vinsælasta myndin í íslenskum kvikmyndahúsum um nýliðna helgina sem er ótrúlegur árangur þar sem myndin hefur verið fimm helgar í sýningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×