Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Svavar Hávarðsson skrifar 24. október 2015 07:00 Gríðarleg uppbygging hefur verið á Vopnafirði frá því HB Grandi kom með hluta af starfsemi sinni á staðinn. mynd/hbgrandi Innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands getur að óbreyttu orðið til þess að skatttekjur Vopnafjarðarhrepps á næsta ári skerðist stórlega. Bannið hefur gríðarleg áhrif á flest heimili á staðnum enda HB Grandi kjölfestan í atvinnulífinu á staðnum. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir að stjórnvaldsákvörðun sem tekin er og hefur slík áhrif á eitt samfélag hljóti að kalla á aðkomu ríkisins að málinu. Það sé skýlaus krafa af hálfu sveitarstjórnar að skaði sé metinn og samfélaginu bættur skaðinn sem verður. Með þetta erindi fóru sveitarstjórnarmenn til fundar við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra á fimmtudag. „Við höfum rætt málið við þingmenn og ráðherra og þeir eru að skoða hinar ýmsu leiðir. En enn og aftur teljum við að áður en farið er í svona aðgerðir hefði átt að liggja fyrir aðgerðaráætlun um það hvernig bregðast ætti við, það er vönduð stjórnsýsla að okkar mati. Ekki skjóta og spyrja svo,“ segir Ólafur. Á Vopnafirði eru íbúar um 700 en 65 fastráðnir starfsmenn í uppsjávarfrystihúsi HB Granda allt árið. Þá eru ótaldir fimmtíu til sextíu starfsmenn sem koma til vinnu á álagstímum og í sumarafleysingum og missa alveg af þeim uppgripum eins og útlitið er. Um 30 prósent af launagreiðslum HB Granda á Vopnafirði eru vegna frystingar loðnuafurða á vetrarvertíð. Þróist mál þannig að lítið sem ekkert verði unnið af loðnu þá má reikna með að tekjutap sveitarfélagsins geti numið um 24 milljónum króna. Áætlaðar skatttekjur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2016 verða um 315 milljónir, þannig að bannið getur haft þau áhrif að skatttekjur skerðast um 7-8 prósent. Þess utan minnir Ólafur á að viðskiptabannið hefur áhrif á alla þætti samfélagsins s.s. verslun, rafverktaka, vélsmiðjur, veitingastaði og aðra þjónustustarfsemi.Ólafur Áki RagnarssonÁ Vopnafirði er eingöngu unninn uppsjávarfiskur, þar er engin bolfiskvinnsla eins og er á öllum öðrum stöðum sem innflutningsbannið snertir. Það er því ekki í annað að fara. Þá hafa framkvæmdir sem sveitarfélagið hefur ráðist í á undanförnum árum að stórum hluta byggst á þeirri starfsemi sem HB Grandi rekur á staðnum. Í ár standa t.d. yfir framkvæmdir í höfninni fyrir 160 milljónir króna, til að mæta stærri skipum og meiri umsvifum. „Fólk hefur miklar áhyggjur af afleiðingum viðskiptabannsins, þetta er uppistaðan í atvinnu á staðnum. Ungt fólk hefur fjárfest í húsnæði, gert sín framtíðarplön sem byggja á ákveðnum forsendum. Svona inngrip af hálfu stjórnvalda breytir þeim plönum og setur fólk í ákveðna óvissu,“ segir Ólafur. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands getur að óbreyttu orðið til þess að skatttekjur Vopnafjarðarhrepps á næsta ári skerðist stórlega. Bannið hefur gríðarleg áhrif á flest heimili á staðnum enda HB Grandi kjölfestan í atvinnulífinu á staðnum. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir að stjórnvaldsákvörðun sem tekin er og hefur slík áhrif á eitt samfélag hljóti að kalla á aðkomu ríkisins að málinu. Það sé skýlaus krafa af hálfu sveitarstjórnar að skaði sé metinn og samfélaginu bættur skaðinn sem verður. Með þetta erindi fóru sveitarstjórnarmenn til fundar við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra á fimmtudag. „Við höfum rætt málið við þingmenn og ráðherra og þeir eru að skoða hinar ýmsu leiðir. En enn og aftur teljum við að áður en farið er í svona aðgerðir hefði átt að liggja fyrir aðgerðaráætlun um það hvernig bregðast ætti við, það er vönduð stjórnsýsla að okkar mati. Ekki skjóta og spyrja svo,“ segir Ólafur. Á Vopnafirði eru íbúar um 700 en 65 fastráðnir starfsmenn í uppsjávarfrystihúsi HB Granda allt árið. Þá eru ótaldir fimmtíu til sextíu starfsmenn sem koma til vinnu á álagstímum og í sumarafleysingum og missa alveg af þeim uppgripum eins og útlitið er. Um 30 prósent af launagreiðslum HB Granda á Vopnafirði eru vegna frystingar loðnuafurða á vetrarvertíð. Þróist mál þannig að lítið sem ekkert verði unnið af loðnu þá má reikna með að tekjutap sveitarfélagsins geti numið um 24 milljónum króna. Áætlaðar skatttekjur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2016 verða um 315 milljónir, þannig að bannið getur haft þau áhrif að skatttekjur skerðast um 7-8 prósent. Þess utan minnir Ólafur á að viðskiptabannið hefur áhrif á alla þætti samfélagsins s.s. verslun, rafverktaka, vélsmiðjur, veitingastaði og aðra þjónustustarfsemi.Ólafur Áki RagnarssonÁ Vopnafirði er eingöngu unninn uppsjávarfiskur, þar er engin bolfiskvinnsla eins og er á öllum öðrum stöðum sem innflutningsbannið snertir. Það er því ekki í annað að fara. Þá hafa framkvæmdir sem sveitarfélagið hefur ráðist í á undanförnum árum að stórum hluta byggst á þeirri starfsemi sem HB Grandi rekur á staðnum. Í ár standa t.d. yfir framkvæmdir í höfninni fyrir 160 milljónir króna, til að mæta stærri skipum og meiri umsvifum. „Fólk hefur miklar áhyggjur af afleiðingum viðskiptabannsins, þetta er uppistaðan í atvinnu á staðnum. Ungt fólk hefur fjárfest í húsnæði, gert sín framtíðarplön sem byggja á ákveðnum forsendum. Svona inngrip af hálfu stjórnvalda breytir þeim plönum og setur fólk í ákveðna óvissu,“ segir Ólafur.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira