Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Svavar Hávarðsson skrifar 24. október 2015 07:00 Gríðarleg uppbygging hefur verið á Vopnafirði frá því HB Grandi kom með hluta af starfsemi sinni á staðinn. mynd/hbgrandi Innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands getur að óbreyttu orðið til þess að skatttekjur Vopnafjarðarhrepps á næsta ári skerðist stórlega. Bannið hefur gríðarleg áhrif á flest heimili á staðnum enda HB Grandi kjölfestan í atvinnulífinu á staðnum. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir að stjórnvaldsákvörðun sem tekin er og hefur slík áhrif á eitt samfélag hljóti að kalla á aðkomu ríkisins að málinu. Það sé skýlaus krafa af hálfu sveitarstjórnar að skaði sé metinn og samfélaginu bættur skaðinn sem verður. Með þetta erindi fóru sveitarstjórnarmenn til fundar við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra á fimmtudag. „Við höfum rætt málið við þingmenn og ráðherra og þeir eru að skoða hinar ýmsu leiðir. En enn og aftur teljum við að áður en farið er í svona aðgerðir hefði átt að liggja fyrir aðgerðaráætlun um það hvernig bregðast ætti við, það er vönduð stjórnsýsla að okkar mati. Ekki skjóta og spyrja svo,“ segir Ólafur. Á Vopnafirði eru íbúar um 700 en 65 fastráðnir starfsmenn í uppsjávarfrystihúsi HB Granda allt árið. Þá eru ótaldir fimmtíu til sextíu starfsmenn sem koma til vinnu á álagstímum og í sumarafleysingum og missa alveg af þeim uppgripum eins og útlitið er. Um 30 prósent af launagreiðslum HB Granda á Vopnafirði eru vegna frystingar loðnuafurða á vetrarvertíð. Þróist mál þannig að lítið sem ekkert verði unnið af loðnu þá má reikna með að tekjutap sveitarfélagsins geti numið um 24 milljónum króna. Áætlaðar skatttekjur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2016 verða um 315 milljónir, þannig að bannið getur haft þau áhrif að skatttekjur skerðast um 7-8 prósent. Þess utan minnir Ólafur á að viðskiptabannið hefur áhrif á alla þætti samfélagsins s.s. verslun, rafverktaka, vélsmiðjur, veitingastaði og aðra þjónustustarfsemi.Ólafur Áki RagnarssonÁ Vopnafirði er eingöngu unninn uppsjávarfiskur, þar er engin bolfiskvinnsla eins og er á öllum öðrum stöðum sem innflutningsbannið snertir. Það er því ekki í annað að fara. Þá hafa framkvæmdir sem sveitarfélagið hefur ráðist í á undanförnum árum að stórum hluta byggst á þeirri starfsemi sem HB Grandi rekur á staðnum. Í ár standa t.d. yfir framkvæmdir í höfninni fyrir 160 milljónir króna, til að mæta stærri skipum og meiri umsvifum. „Fólk hefur miklar áhyggjur af afleiðingum viðskiptabannsins, þetta er uppistaðan í atvinnu á staðnum. Ungt fólk hefur fjárfest í húsnæði, gert sín framtíðarplön sem byggja á ákveðnum forsendum. Svona inngrip af hálfu stjórnvalda breytir þeim plönum og setur fólk í ákveðna óvissu,“ segir Ólafur. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands getur að óbreyttu orðið til þess að skatttekjur Vopnafjarðarhrepps á næsta ári skerðist stórlega. Bannið hefur gríðarleg áhrif á flest heimili á staðnum enda HB Grandi kjölfestan í atvinnulífinu á staðnum. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir að stjórnvaldsákvörðun sem tekin er og hefur slík áhrif á eitt samfélag hljóti að kalla á aðkomu ríkisins að málinu. Það sé skýlaus krafa af hálfu sveitarstjórnar að skaði sé metinn og samfélaginu bættur skaðinn sem verður. Með þetta erindi fóru sveitarstjórnarmenn til fundar við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra á fimmtudag. „Við höfum rætt málið við þingmenn og ráðherra og þeir eru að skoða hinar ýmsu leiðir. En enn og aftur teljum við að áður en farið er í svona aðgerðir hefði átt að liggja fyrir aðgerðaráætlun um það hvernig bregðast ætti við, það er vönduð stjórnsýsla að okkar mati. Ekki skjóta og spyrja svo,“ segir Ólafur. Á Vopnafirði eru íbúar um 700 en 65 fastráðnir starfsmenn í uppsjávarfrystihúsi HB Granda allt árið. Þá eru ótaldir fimmtíu til sextíu starfsmenn sem koma til vinnu á álagstímum og í sumarafleysingum og missa alveg af þeim uppgripum eins og útlitið er. Um 30 prósent af launagreiðslum HB Granda á Vopnafirði eru vegna frystingar loðnuafurða á vetrarvertíð. Þróist mál þannig að lítið sem ekkert verði unnið af loðnu þá má reikna með að tekjutap sveitarfélagsins geti numið um 24 milljónum króna. Áætlaðar skatttekjur Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2016 verða um 315 milljónir, þannig að bannið getur haft þau áhrif að skatttekjur skerðast um 7-8 prósent. Þess utan minnir Ólafur á að viðskiptabannið hefur áhrif á alla þætti samfélagsins s.s. verslun, rafverktaka, vélsmiðjur, veitingastaði og aðra þjónustustarfsemi.Ólafur Áki RagnarssonÁ Vopnafirði er eingöngu unninn uppsjávarfiskur, þar er engin bolfiskvinnsla eins og er á öllum öðrum stöðum sem innflutningsbannið snertir. Það er því ekki í annað að fara. Þá hafa framkvæmdir sem sveitarfélagið hefur ráðist í á undanförnum árum að stórum hluta byggst á þeirri starfsemi sem HB Grandi rekur á staðnum. Í ár standa t.d. yfir framkvæmdir í höfninni fyrir 160 milljónir króna, til að mæta stærri skipum og meiri umsvifum. „Fólk hefur miklar áhyggjur af afleiðingum viðskiptabannsins, þetta er uppistaðan í atvinnu á staðnum. Ungt fólk hefur fjárfest í húsnæði, gert sín framtíðarplön sem byggja á ákveðnum forsendum. Svona inngrip af hálfu stjórnvalda breytir þeim plönum og setur fólk í ákveðna óvissu,“ segir Ólafur.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira