Merkel segir hana og Hollande ekki hlutlausa milligöngumenn Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2015 19:52 Varaforseti Bandaríkjanna segir umheiminn ekki geta liðið að Pútín Rússlandsforseti dragi upp nýtt kort af Evrópu með stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Tímabundið vopnahlé var gert við borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu í dag á meðan óbreyttir borgarar voru fluttir frá borginni. Angela Merkel kanslari Þýskaland og Francois Hollande forseti Frakklands komu til viðræðna við Vladimir Pútin forseta Rússlands í Moskvu í dag, til að freista þess að fá hann til að láta af hernaðarafskiptum Rússa í austuhluta Úkraínu og vopnasendingum til aðskilnaðarsinna. Þá þrýsta þau á Pútín að beita sér fyrir vopnahléi og friðarviðræðum stríðandi fylkinga. En átökin í Úkraínu hafa harðnað að undanförnu með tilheyrandi mannfalli. „Þess vegna höfum við ákveðið að gera allt sem í okkar valdi stendur, með beinni heimsókn til Kænugarðs í gær og Moskvu í dag, til að þrýsta á að blóðbaðinu linni eins fljótt og verða má og að friðarsamkomulagið sem undirritað var í Minsk fyrir áramót verði virt,“ sagði Merkel skömmu fyrir brottför hennar og Holland til Moskvu. Merkel varaði þó við bjartsýni en sagði að hún og Hollande væru sannfærð um að hernaðarátök væru ekki leið til lausnar mála í Úkraínu. „Þetta er spurning um frið og að varðveita friðinn í Evrópu. Þetta er spurning um sjálfsákvörðunarrétt þjóða sem er hluti af því að varðveita friðinn í Evrópu,“ sagði Merkel. Hún muni aldrei skipta sér af svæðisbundnum málum sjálfstæðra þjóða. Það sé á valdi hverrar þjóðar fyrir sig að leiða slík mál til lykta. En hún ítrekaði hins vegar að hún og forseti Frakklands færi ekki á fund Rússlandsforseta sem hlutlausir milligöngumenn. „Þetta er spurning um þýska hagsmuni, franska hagsmuni og ofar öllu hagsmuni Evrópu,“ sagði Merkel. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna segir umheiminn ekki geta liðið að Pútín Rússlandsforseti dragi upp nýtt kort af Evrópu með stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Tímabundið vopnahlé var gert við borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu í dag á meðan óbreyttir borgarar voru fluttir frá borginni. Angela Merkel kanslari Þýskaland og Francois Hollande forseti Frakklands komu til viðræðna við Vladimir Pútin forseta Rússlands í Moskvu í dag, til að freista þess að fá hann til að láta af hernaðarafskiptum Rússa í austuhluta Úkraínu og vopnasendingum til aðskilnaðarsinna. Þá þrýsta þau á Pútín að beita sér fyrir vopnahléi og friðarviðræðum stríðandi fylkinga. En átökin í Úkraínu hafa harðnað að undanförnu með tilheyrandi mannfalli. „Þess vegna höfum við ákveðið að gera allt sem í okkar valdi stendur, með beinni heimsókn til Kænugarðs í gær og Moskvu í dag, til að þrýsta á að blóðbaðinu linni eins fljótt og verða má og að friðarsamkomulagið sem undirritað var í Minsk fyrir áramót verði virt,“ sagði Merkel skömmu fyrir brottför hennar og Holland til Moskvu. Merkel varaði þó við bjartsýni en sagði að hún og Hollande væru sannfærð um að hernaðarátök væru ekki leið til lausnar mála í Úkraínu. „Þetta er spurning um frið og að varðveita friðinn í Evrópu. Þetta er spurning um sjálfsákvörðunarrétt þjóða sem er hluti af því að varðveita friðinn í Evrópu,“ sagði Merkel. Hún muni aldrei skipta sér af svæðisbundnum málum sjálfstæðra þjóða. Það sé á valdi hverrar þjóðar fyrir sig að leiða slík mál til lykta. En hún ítrekaði hins vegar að hún og forseti Frakklands færi ekki á fund Rússlandsforseta sem hlutlausir milligöngumenn. „Þetta er spurning um þýska hagsmuni, franska hagsmuni og ofar öllu hagsmuni Evrópu,“ sagði Merkel.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira