„Þessi dómur er með algjörum ólíkindum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 17:13 Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannssonar. Vísir/GVA Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannsonar og þingmaður Bjartrar framtíðar, segir nýfallinn dóm í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn honum, systkinum hans og móður með ólíkindum. Þau voru í dag dæmd til að greiða lán sem Steingrímur Hermannsson gekkst í ábyrgð fyrir son sinn Steingrím Neil, en eftir að Steingrímur eldri lést fór lánið í vanskil. Sjá einnig: Erfingjar Steingríms Hermannssonar töpuðu fyrir LÍN Erfingjar Steingríms byggðu mál sitt meðal annars á því að um þau giltu lög um ábyrgðarmenn. Í þeim felst að þegar lán fer í vanskil ber lánveitanda að láta ábyrgðarmenn vita af því auk þess sem ekki má gjaldfella lán án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Dómurinn fellst á það að fimm gjalddagar hafi farið í vanskil án þess að við værum látin og að lánið hafi verið gjaldfellt án þess að við værum látin vita. Það liðu sem sagt 2 ár og 8 mánuðir frá því að lánið fór í vanskil þar til við fréttum af því. Þrátt fyrir þetta segir dómurinn að þarna sé ekki um verulega vanrækslu að ræða af hálfu LÍN. Ef það er ekki veruleg vanræksla að láta ekki ábyrgðarmenn vita um eitt né neitt fyrr en eftir 2 ár og 8 mánuði, þá veit ég ekki hvað veruleg vanræksla er,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Sjá einnig: „Verið að koma aftan að látnu fólki“ Hann segir að með öðrum orðum sé dómurinn að segja að LÍN megi láta lán fara í vanskil og gjaldfella án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Lög um ábyrgðarmenn eru bara í upplausn ef þetta er svona.“ Guðmundur telur allar líkur á að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Ég held að það sé alveg þörf á því að Hæstiréttur skeri úr um hvort ábyrgðarmenn hafi einhvern rétt eða ekki.“ Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, sonur Steingríms Hermannsonar og þingmaður Bjartrar framtíðar, segir nýfallinn dóm í máli Lánasjóðs íslenskra námsmanna gegn honum, systkinum hans og móður með ólíkindum. Þau voru í dag dæmd til að greiða lán sem Steingrímur Hermannsson gekkst í ábyrgð fyrir son sinn Steingrím Neil, en eftir að Steingrímur eldri lést fór lánið í vanskil. Sjá einnig: Erfingjar Steingríms Hermannssonar töpuðu fyrir LÍN Erfingjar Steingríms byggðu mál sitt meðal annars á því að um þau giltu lög um ábyrgðarmenn. Í þeim felst að þegar lán fer í vanskil ber lánveitanda að láta ábyrgðarmenn vita af því auk þess sem ekki má gjaldfella lán án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Dómurinn fellst á það að fimm gjalddagar hafi farið í vanskil án þess að við værum látin og að lánið hafi verið gjaldfellt án þess að við værum látin vita. Það liðu sem sagt 2 ár og 8 mánuðir frá því að lánið fór í vanskil þar til við fréttum af því. Þrátt fyrir þetta segir dómurinn að þarna sé ekki um verulega vanrækslu að ræða af hálfu LÍN. Ef það er ekki veruleg vanræksla að láta ekki ábyrgðarmenn vita um eitt né neitt fyrr en eftir 2 ár og 8 mánuði, þá veit ég ekki hvað veruleg vanræksla er,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Sjá einnig: „Verið að koma aftan að látnu fólki“ Hann segir að með öðrum orðum sé dómurinn að segja að LÍN megi láta lán fara í vanskil og gjaldfella án þess að láta ábyrgðarmenn vita. „Lög um ábyrgðarmenn eru bara í upplausn ef þetta er svona.“ Guðmundur telur allar líkur á að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Ég held að það sé alveg þörf á því að Hæstiréttur skeri úr um hvort ábyrgðarmenn hafi einhvern rétt eða ekki.“
Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira