Lífið

Hlustendaverðlaunin 2015: „Þessi tilnefning hefur þýðingu"

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hlustendaverðlaunin verða afhent með pompi og prakt í kvöld og í tilefni þess var rætt við flesta þá sem tilnefndir eru til verðlaunanna í tveimur undirbúningsþáttum sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Bravo og hér á Vísi.

Meðal þeirra sem rætt er við í þessum síðari undirbúningsþætti eru Salka Sól Eyfeld, Ragnheiður Gröndal, Gréta Mjöll Samúelsdóttir, Margrét Rúnarsdóttir, Svavar Pétur Eysteinsson, Jökull Júlíusson, Jón Ragnar Jónsson, Valdimar Guðmundsson og Arnór Dan Arnarson.

Í þessum seinni þætti er einnig rætt við söngkonuna Katrínu Mogensen, í hljómsveitinni Mammút. Hún er tilnefnd í flokknum besta söngkonan og segir það vera mikinn heiður.

„Þessi tilnefning hefur þýðingu," segir hún og bætir við:

„Það skiptir máli að fá viðurkenningu." Hún segir að viðurkenningin geti hjálpað sveitum að ná árangri erlendis.

Hún fjarllar líka um lagasmíði. Henni þykir oft auðvelt að semja laglínur en textarnir geta vafist fyrir henni. Hún segir að listamenn þurfi að vera agaðir til þess að geta sett sig í stellingar svo þeir geti samið góða texta.

Hlustendaverðlaunin verða veitt í kvöld í Gamla bíó og verður bein útsending frá hátíðarhöldum hér á Vísi sem hefst klukkan 18:45.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.