Hin leyndardómsfullu skattaskjól Örn Gunnlaugsson skrifar 6. febrúar 2015 06:00 Skattrannsóknarstjóri hefur undanfarið verið áberandi í fjölmiðlum vegna stolinna gagna sem hann hyggst kaupa að utan og geta hugsanlega upplýst um skattsvikara sem geyma fé í skattaskjólum þar. Svona fregnir fylla mann bjartsýni á að raunverulega eigi nú að virkja skatteftirlit í landinu þannig að ekki bara sumir heldur allir standi skil til samfélagsins á því sem þeim ber. Það vekur hins vegar furðu að skattyfirvöld í landinu skuli ekki sjá skóginn fyrir trjánum í þessum efnum og hefja vinnslu á þeim gögnum sem fyrir liggja á heimavelli áður en farið er að æða til útlanda í leit að skattsvikurum. Embættismenn ríkisins, þ.m.t. þeir sem eiga að fylgja eftir skatteftirliti, búa ásamt öðrum að gríðarlegu skattaskjóli innanlands. Hér er um að ræða dagpeningagreiðslur vegna ferða á vegum vinnuveitenda en heimilt er að færa kostnað á móti þeim undan tekjuskattstofni að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og að ákveðnu hámarki sem nemur tugum þúsunda fyrir hvern ferðadag. Meðal skilyrða er að um sé að ræða tilfallandi ferð utan venjulegs vinnustaðar og að um sé að ræða kostnað sem sannanlega er vegna ferða á vegum vinnuveitanda. Þrátt fyrir þetta líða skattyfirvöld að þeir aðilar sem njóta færi í flestum tilfellum hámarksfjárhæð til frádráttar án þess að hafa orðið fyrir kostnaði nema að litlu eða engu leyti og njóta því skattfrelsis á þessar greiðslur. Í raun er rangt að kalla þetta skattfrelsi því hér er auðvitað um að ræða undanskot í víðasta skilningi þó þau séu stunduð með vitund og blessun skattyfirvalda. Nú hafa skattyfirvöld hnykkt á reglum um þessa hluti og gera þeim einum sem stunda eigin atvinnurekstur að skila inn gögnum í samræmi við frádrátt. Hvers vegna aðilar eru dregnir í dilka hvað þetta varðar liggur í augum uppi – sumir eiga að komast upp með það sem öðrum er ekki ætlað og þar hugsa þessir aðilar fyrst og fremst til eigin hagsmuna. Það þarf ekki margar háskólagráður til að sjá hvers vegna þessi skattsvik eru látin átölulaus í ljósi þess hverjir njóta og af hverjum sá samtryggingarhópur sem þeir tilheyra samanstendur. Flugliðar í millilandaflugi njóta þess einnig að fá að stunda þessi skattsvik jafnvel þó ferðir þeirra séu ekki tilfallandi utan venjulegs vinnustaðar sem hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera flugfarið sjálft. Ekki traustvekjandi Er ekki tímabært að skattyfirvöld uppræti hin leyndardómsfullu skattaskjól innanlands jafnframt þeirri útrás sem nú liggur fyrir? Þingmenn hafa almennt engan áhuga á að beita sér fyrir breytingum á núverandi fyrirkomulagi enda heggur það í þeirra eigin hagsmuni. Ég átti samtal við formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um skattaskjól í útlöndum fyrir nokkru en áhugi hans á upprætingu skattsvika dó algjörlega þegar samtalið fór inn á hin innlendu skattaskjól. En verði hin stolnu gögn keypt frá útlöndum, hver á þá að hafa eftirlit með að skattyfirvöld grisji ekki úr þeim aðila sem þeim er þóknanlegt að sleppi undan rannsókn? Skattyfirvöld hafa sýnt í verki að þeim er ekki treystandi til að opna slíkar upplýsingar án eftirlits frá almennum þegnum sem valdir yrðu handahófskennt úr Þjóðskrá. Það er ekki beint traustvekjandi að láta ríkisskattstjóra eða skattrannsóknarstjóra eina um að opna þessi gögn í einrúmi í ljósi þess hvernig þessir aðilar hafa liðið elítunni í landinu að svíkja undan í gegnum dagpeningagreiðslur gegnum tíðina. Hvernig hafa æðstu embættismenn skattyfirvalda talið fram þær dagpeningagreiðslur sem þeir hafa notið? Hafa þeir fært undan tekjuskattstofni meira en sannanlega er kostnaður, jafnvel hámarksfjárhæð án heimilda? Er ekki rétt að þessir aðilar taki ærlega til í eigin ranni áður en þeir flengjast til útlanda á skattsviknum dagpeningum til að elta uppi aðra skattsvikara? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur undanfarið verið áberandi í fjölmiðlum vegna stolinna gagna sem hann hyggst kaupa að utan og geta hugsanlega upplýst um skattsvikara sem geyma fé í skattaskjólum þar. Svona fregnir fylla mann bjartsýni á að raunverulega eigi nú að virkja skatteftirlit í landinu þannig að ekki bara sumir heldur allir standi skil til samfélagsins á því sem þeim ber. Það vekur hins vegar furðu að skattyfirvöld í landinu skuli ekki sjá skóginn fyrir trjánum í þessum efnum og hefja vinnslu á þeim gögnum sem fyrir liggja á heimavelli áður en farið er að æða til útlanda í leit að skattsvikurum. Embættismenn ríkisins, þ.m.t. þeir sem eiga að fylgja eftir skatteftirliti, búa ásamt öðrum að gríðarlegu skattaskjóli innanlands. Hér er um að ræða dagpeningagreiðslur vegna ferða á vegum vinnuveitenda en heimilt er að færa kostnað á móti þeim undan tekjuskattstofni að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og að ákveðnu hámarki sem nemur tugum þúsunda fyrir hvern ferðadag. Meðal skilyrða er að um sé að ræða tilfallandi ferð utan venjulegs vinnustaðar og að um sé að ræða kostnað sem sannanlega er vegna ferða á vegum vinnuveitanda. Þrátt fyrir þetta líða skattyfirvöld að þeir aðilar sem njóta færi í flestum tilfellum hámarksfjárhæð til frádráttar án þess að hafa orðið fyrir kostnaði nema að litlu eða engu leyti og njóta því skattfrelsis á þessar greiðslur. Í raun er rangt að kalla þetta skattfrelsi því hér er auðvitað um að ræða undanskot í víðasta skilningi þó þau séu stunduð með vitund og blessun skattyfirvalda. Nú hafa skattyfirvöld hnykkt á reglum um þessa hluti og gera þeim einum sem stunda eigin atvinnurekstur að skila inn gögnum í samræmi við frádrátt. Hvers vegna aðilar eru dregnir í dilka hvað þetta varðar liggur í augum uppi – sumir eiga að komast upp með það sem öðrum er ekki ætlað og þar hugsa þessir aðilar fyrst og fremst til eigin hagsmuna. Það þarf ekki margar háskólagráður til að sjá hvers vegna þessi skattsvik eru látin átölulaus í ljósi þess hverjir njóta og af hverjum sá samtryggingarhópur sem þeir tilheyra samanstendur. Flugliðar í millilandaflugi njóta þess einnig að fá að stunda þessi skattsvik jafnvel þó ferðir þeirra séu ekki tilfallandi utan venjulegs vinnustaðar sem hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera flugfarið sjálft. Ekki traustvekjandi Er ekki tímabært að skattyfirvöld uppræti hin leyndardómsfullu skattaskjól innanlands jafnframt þeirri útrás sem nú liggur fyrir? Þingmenn hafa almennt engan áhuga á að beita sér fyrir breytingum á núverandi fyrirkomulagi enda heggur það í þeirra eigin hagsmuni. Ég átti samtal við formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um skattaskjól í útlöndum fyrir nokkru en áhugi hans á upprætingu skattsvika dó algjörlega þegar samtalið fór inn á hin innlendu skattaskjól. En verði hin stolnu gögn keypt frá útlöndum, hver á þá að hafa eftirlit með að skattyfirvöld grisji ekki úr þeim aðila sem þeim er þóknanlegt að sleppi undan rannsókn? Skattyfirvöld hafa sýnt í verki að þeim er ekki treystandi til að opna slíkar upplýsingar án eftirlits frá almennum þegnum sem valdir yrðu handahófskennt úr Þjóðskrá. Það er ekki beint traustvekjandi að láta ríkisskattstjóra eða skattrannsóknarstjóra eina um að opna þessi gögn í einrúmi í ljósi þess hvernig þessir aðilar hafa liðið elítunni í landinu að svíkja undan í gegnum dagpeningagreiðslur gegnum tíðina. Hvernig hafa æðstu embættismenn skattyfirvalda talið fram þær dagpeningagreiðslur sem þeir hafa notið? Hafa þeir fært undan tekjuskattstofni meira en sannanlega er kostnaður, jafnvel hámarksfjárhæð án heimilda? Er ekki rétt að þessir aðilar taki ærlega til í eigin ranni áður en þeir flengjast til útlanda á skattsviknum dagpeningum til að elta uppi aðra skattsvikara?
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar