Tónlist

Tvær höfuðborgir skiptast á tónleikum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Pan Thorarensen er maðurinn bak við hátíðina.
Pan Thorarensen er maðurinn bak við hátíðina. mynd/kristján czako
„Við héldum upp á fimm ára afmæli Extreme Chill í fyrra úti í Berlín og þar kynntumst við þessum aðilum,“ segir Pan Thorarensen, einn skipuleggjenda djasshátíðarinnar Berlín X Reykjavík.

Berlín X Reykjavík varð til þegar hin íslensku Extreme Chill og þýska hátíðin X Jazz gengu í eina sæng. Hún fer fram á Húrra og Kex Hosteli á Íslandi 26.-28. febrúar og 5.-7. mars úti í Berlín.

„Hérna á Íslandi verður kastljósið á þýskum tónlistarmönnum á meðan Íslendingum verður gert hærra undir höfði úti,“ segir Pan. Meðal þeirra sem koma fram hér á landi eru Claudio Puntin, Jazzanova, Studnitzky Trio & Strings og Epic Rain.

Pan segir að alls muni 22 tónlistaratriði ferðast til Þýskalands. Þar má nefna Emilíönu Torrini, sem kemur líka fram hér heima, ADHD, dj flugvél og geimskip, Skúla Sverrisson og Futuregrapher.

Miðasala á Berlín X Reykjavík er hafin og fer fram á midi.is. Passi á hátíðina gildir í báðum borgum fyrir þá sem vilja nýta sér þann kost.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.