Viðskipti innlent

Brandenburg fékk flest verðlaun: Kjörís með þrjá Lúðra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Starfsfólk Brandenburg í kvöld.
Starfsfólk Brandenburg í kvöld. mynd/aðsend
Íslensku auglýsingaverðlaunin, eða Lúðurinn, voru afhent við hátíðlega athöfn í Háskólabíó í kvöld.

Þetta er í tuttugasta og níunda sinn sem verðlaunin voru afhent. Þrír Lúðrar féllu í skaut Kjöríss, en það er í fyrsta skipti í 45 ára sögu þessa fyrirtækisins sem það hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun.

Sjá einnig: Tilkynnt um tilnefningar til Lúðurs

Brandenburg fékk fimm verðlaun á Lúðrinum, flest allra auglýsingastofa. Næst kom Jónson & Le'macks með tvenn verðlaun. Pipar/Tbwa var valin besta auglýsingastofan, og hlaut auk þess verðlaun fyrir bestu herferðina. 

Hér að neðan má sjá hvernig verðlaunin skiptust á milli auglýsingastofa:

H:N Markaðssamskipti vann með SÍBS fyrir árangursríkustu herferðina

Fyrir herferð ársins vann Pipar með Grape auglýsingaherferðina

Í flokki sjónvarpsauglýsinga vann Íslenska auglýsingastofan fyrir Velkomin heim um jólin

Brandenburg og Kjörís unnu fyrir prentauglýsingar

Brandenburg með Zombís vann í flokknum Mörkun - ásýnd vörumerkis

ENNEMM vann í flokki Útvarpsauglýsinga fyrir Getspá

Í flokki vefauglýsinga vann Landsvirkjun fyrir ársskýrsluna

Almannaheillaauglýsingar - Allir lesa frá Jónsson og Le'Macks

Nova Snapchat frá Brandenburg vinnur í flokki Samfélagsmiða

Brandenburg fyrir Spreyttu þig á spýtunum, Kjörís vann í flokknum Umhverfisaiglýsingar og viðburðir

Tívolí frá Brandenburg vann í flokknum Veggspjöld og skilti






Fleiri fréttir

Sjá meira


×