Auglýsa útboð vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2015 17:48 Um er að ræða útboð á hönnun og gerð útboðsgagna vegna framkvæmda við 100 MW stækkun Búrfellsvirkjunar ásamt lokahönnun og þjónustu á byggingartíma. vísir/vilhelm Landsvirkjun mun nú um helgina auglýsa útboð á ráðgjafaþjónustu vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu og rennur frestur til að skila inn tilboðum út þann 28. apríl næstkomandi. Í tilkynningunni segir að með stækkun Búrfellsvirkjunar verði hámarkaður afrakstur af nýtingu rennslis Þjórsár við Búrfell, en í dag renna að jafnaði um 410 GW stundir af orku fram hjá stöðinni á ári hverju.Orkugeta eykst um allt að 300 GW stundir á ári Um er að ræða útboð á hönnun og gerð útboðsgagna vegna framkvæmda við 100 MW stækkun Búrfellsvirkjunar ásamt lokahönnun og þjónustu á byggingartíma. Umfang verkefnisins er áætlað um 30 mannár eða 50.000 vinnustundir. Heildar-stofnkostnaður framkvæmdarinnar er áætlaður um 14 milljarðar króna. Í kjölfar stækkunar mun orkugeta aflstöðvarinnar aukast um allt að 300 GW stundir á ári en í dag er nýting rennslisorku 86% af rennsli Þjórsár við Búrfell. Stækkun virkjunarinnar hefur fjölmarga aðra kosti í för með sér. Búrfellsvirkjun mun eftir stækkun búa yfir meiri sveigjanleika til að mæta dægursveiflum í álagi ásamt því að taka þátt í tíðnireglun og viðbragði við bilunum í raforkukerfinu. Stækkunin mun einnig gera nauðsynlegt viðhald núverandi Búrfellsstöðvar mögulegt án þess að draga þurfi úr getu til orkusölu.Stækkuð Búrfellsvirkjun gæti hafið rekstur fyrri hluta árs 2018 Áformað er að staðsetja nýtt stöðvarhús neðanjarðar í Sámsstaðaklifi og eru öll veitumannvirki ásamt inntakslóni (Bjarnalóni) fyrir stækkun stöðvarinnar hluti af núverandi aflstöð. Uppsett afl stöðvarinnar eykst um 100 MW með einni vél og er nýtt sama fall í Þjórsá og þær sex vélar nýta sem eru í núverandi Búrfellsstöð. Fyrstu áætlanir Landsvirkjunar um stækkun Búrfellsvirkjunar eru frá því um 1980. Ákveðið var að fresta þeim áformum og í staðinn var núverandi aflstöð stækkuð á árunum 1997-1998 úr 210 MW í 270 MW með því að skipta um hverfla. Þann 3. maí 2013 tilkynnti Landsvirkjun um fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar um allt að 140 MW til Skipulagsstofnunar. Niðurstaða Skipulagsstofnunar, sem birt var 12. júlí 2013, er að stækkun virkjunarinnar sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Áætlað er að framkvæmdir við stækkun Búrfells geti hafist fyrri hluta árs 2016 og að stækkuð Búrfellsvirkjun gæti tekið til starfa árið 2018. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Landsvirkjun mun nú um helgina auglýsa útboð á ráðgjafaþjónustu vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu og rennur frestur til að skila inn tilboðum út þann 28. apríl næstkomandi. Í tilkynningunni segir að með stækkun Búrfellsvirkjunar verði hámarkaður afrakstur af nýtingu rennslis Þjórsár við Búrfell, en í dag renna að jafnaði um 410 GW stundir af orku fram hjá stöðinni á ári hverju.Orkugeta eykst um allt að 300 GW stundir á ári Um er að ræða útboð á hönnun og gerð útboðsgagna vegna framkvæmda við 100 MW stækkun Búrfellsvirkjunar ásamt lokahönnun og þjónustu á byggingartíma. Umfang verkefnisins er áætlað um 30 mannár eða 50.000 vinnustundir. Heildar-stofnkostnaður framkvæmdarinnar er áætlaður um 14 milljarðar króna. Í kjölfar stækkunar mun orkugeta aflstöðvarinnar aukast um allt að 300 GW stundir á ári en í dag er nýting rennslisorku 86% af rennsli Þjórsár við Búrfell. Stækkun virkjunarinnar hefur fjölmarga aðra kosti í för með sér. Búrfellsvirkjun mun eftir stækkun búa yfir meiri sveigjanleika til að mæta dægursveiflum í álagi ásamt því að taka þátt í tíðnireglun og viðbragði við bilunum í raforkukerfinu. Stækkunin mun einnig gera nauðsynlegt viðhald núverandi Búrfellsstöðvar mögulegt án þess að draga þurfi úr getu til orkusölu.Stækkuð Búrfellsvirkjun gæti hafið rekstur fyrri hluta árs 2018 Áformað er að staðsetja nýtt stöðvarhús neðanjarðar í Sámsstaðaklifi og eru öll veitumannvirki ásamt inntakslóni (Bjarnalóni) fyrir stækkun stöðvarinnar hluti af núverandi aflstöð. Uppsett afl stöðvarinnar eykst um 100 MW með einni vél og er nýtt sama fall í Þjórsá og þær sex vélar nýta sem eru í núverandi Búrfellsstöð. Fyrstu áætlanir Landsvirkjunar um stækkun Búrfellsvirkjunar eru frá því um 1980. Ákveðið var að fresta þeim áformum og í staðinn var núverandi aflstöð stækkuð á árunum 1997-1998 úr 210 MW í 270 MW með því að skipta um hverfla. Þann 3. maí 2013 tilkynnti Landsvirkjun um fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar um allt að 140 MW til Skipulagsstofnunar. Niðurstaða Skipulagsstofnunar, sem birt var 12. júlí 2013, er að stækkun virkjunarinnar sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Áætlað er að framkvæmdir við stækkun Búrfells geti hafist fyrri hluta árs 2016 og að stækkuð Búrfellsvirkjun gæti tekið til starfa árið 2018.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira