„Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. júlí 2015 21:42 Róttæk hækkun á leiguverði hátt í níutíu íbúða í Reykjanesbæ, sem getur numið tugum þúsunda, setur líf fjölmargra fjölskyldna úr skorðum. Margir íhuga nú stöðu sína og sjá sér ekki annan kost færan en að flytja. Leigufélagið Tjarnarverk, sem keypti tæplega níutíu íbúðir í Keflavík, Innri-Njarðvík og Vogunum af Íbúðalánasjóði í maí, tilkynnti leigjendum á dögunum að leiguverð mun hækka um tugi þúsunda. Þessi hækkun hefur áhrif á tugi fjölskyldna. Og hjá mörgum þeirra er staðan nokkuð einföld. Annað hvort að punga út tuttugu, þrjátíu, fjörutíu þúsund krónur aukalega á mánuði, eða einfaldlega pakka saman og fara. Erna og Sigurrós eru nágrannar í Svölutjörn. Hækkun Ernu hljóðar upp á fimmtíu og fimm þúsund krónur. „Ég veit bara ekkert hvað ég á að gera,“ segir Erna Bára Magnúsdóttir, leigjandi. „Við þurfum að íhuga okkar stöðu. Þetta er of mikil hækkun.“ Sigurrós Hrefna Skúladóttir, nágranni Ernu, tekur í sama streng. „Maður er alveg tilbúinn að borga eitthvað meira og maður bjóst við því. En 40% hækkun er svolítið mikið. Þetta er ekki eitthvað sem maður dregur upp úr rassvasanum.“ Erna, Sigurrós og fleiri viðmælendur fréttastofu sem leigja hjá Tjarnarverki benda jafnframt á ástand íbúðanna og segja engan hafa komið frá fyrirtækinu til að meta eignirnar áður en ákveðið var að hækka leiguna. Valgerður Kristjánsdóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir búa nokkrum húsum neðar í götunni. Báðar segja að boðuð hækkun á leiguverði þýði einfaldlega eitt. Þær og fjölskyldur þeirra þurfa að flytja. „Hér eru frábærir leikskólar, við erum gríðarlega heppin með nágranna og höfum eignast gott vinafólk hér,“ segir Sigrún. „Okkur líður vel hérna,“ segir Valgerður. „Okkur langar ekki að fara úr þessari íbúð. Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða.“ Í samtali við Vísi segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, að þessi hækkun sé ekki í neinu samræmi við íbúðaverð í bænum, sem þó fer hækkandi. Engu að síður mun bærinn ekki hlutast til um málið. Leigjendur hafa leitað til Neytendasamtakanna og bíða nú eftir nýju bréfi frá Tjarnarverki. Ekki náðist í neinn hjá Tjarnarverki í dag vegna málsins en ráðgjafi hjá fyrirtækinu sagði við Vísi í gær að verið væri að gefa íbúum kost á meira öryggi með því að bjóða eins árs samning frá og með morgundeginum. Hugnist þeim ekki leiguverðið hafi þeir tíma til að finna sér annað húsnæði. Valgerður segir vonleysi og hræðslu gæta meðal íbúanna. „Þetta var svo svívirðilegt. Hvernig þeir geta leyft sér að skella þessu svona fram. Og skýla sér svo á bakvið eitthvað bull. Þó við búum á Suðurnesjunum þá eru ekkert bara bjánar sem búa hérna. Við látum ekki bjóða okkur hvað sem er.“ Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Róttæk hækkun á leiguverði hátt í níutíu íbúða í Reykjanesbæ, sem getur numið tugum þúsunda, setur líf fjölmargra fjölskyldna úr skorðum. Margir íhuga nú stöðu sína og sjá sér ekki annan kost færan en að flytja. Leigufélagið Tjarnarverk, sem keypti tæplega níutíu íbúðir í Keflavík, Innri-Njarðvík og Vogunum af Íbúðalánasjóði í maí, tilkynnti leigjendum á dögunum að leiguverð mun hækka um tugi þúsunda. Þessi hækkun hefur áhrif á tugi fjölskyldna. Og hjá mörgum þeirra er staðan nokkuð einföld. Annað hvort að punga út tuttugu, þrjátíu, fjörutíu þúsund krónur aukalega á mánuði, eða einfaldlega pakka saman og fara. Erna og Sigurrós eru nágrannar í Svölutjörn. Hækkun Ernu hljóðar upp á fimmtíu og fimm þúsund krónur. „Ég veit bara ekkert hvað ég á að gera,“ segir Erna Bára Magnúsdóttir, leigjandi. „Við þurfum að íhuga okkar stöðu. Þetta er of mikil hækkun.“ Sigurrós Hrefna Skúladóttir, nágranni Ernu, tekur í sama streng. „Maður er alveg tilbúinn að borga eitthvað meira og maður bjóst við því. En 40% hækkun er svolítið mikið. Þetta er ekki eitthvað sem maður dregur upp úr rassvasanum.“ Erna, Sigurrós og fleiri viðmælendur fréttastofu sem leigja hjá Tjarnarverki benda jafnframt á ástand íbúðanna og segja engan hafa komið frá fyrirtækinu til að meta eignirnar áður en ákveðið var að hækka leiguna. Valgerður Kristjánsdóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir búa nokkrum húsum neðar í götunni. Báðar segja að boðuð hækkun á leiguverði þýði einfaldlega eitt. Þær og fjölskyldur þeirra þurfa að flytja. „Hér eru frábærir leikskólar, við erum gríðarlega heppin með nágranna og höfum eignast gott vinafólk hér,“ segir Sigrún. „Okkur líður vel hérna,“ segir Valgerður. „Okkur langar ekki að fara úr þessari íbúð. Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða.“ Í samtali við Vísi segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, að þessi hækkun sé ekki í neinu samræmi við íbúðaverð í bænum, sem þó fer hækkandi. Engu að síður mun bærinn ekki hlutast til um málið. Leigjendur hafa leitað til Neytendasamtakanna og bíða nú eftir nýju bréfi frá Tjarnarverki. Ekki náðist í neinn hjá Tjarnarverki í dag vegna málsins en ráðgjafi hjá fyrirtækinu sagði við Vísi í gær að verið væri að gefa íbúum kost á meira öryggi með því að bjóða eins árs samning frá og með morgundeginum. Hugnist þeim ekki leiguverðið hafi þeir tíma til að finna sér annað húsnæði. Valgerður segir vonleysi og hræðslu gæta meðal íbúanna. „Þetta var svo svívirðilegt. Hvernig þeir geta leyft sér að skella þessu svona fram. Og skýla sér svo á bakvið eitthvað bull. Þó við búum á Suðurnesjunum þá eru ekkert bara bjánar sem búa hérna. Við látum ekki bjóða okkur hvað sem er.“
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira