Þetta eru launahæstu stjörnur heims Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2015 09:37 Floyd Meaweather, Manny Pacquiao og Katy Perry eru í fyrstu þremur sætunum á lista Forbes yfir tekjuhæstu stjörnurnar. vísir Tímaritið Forbes birtir árlega lista yfir launahæstu stjörnur heims og kom listinn fyrir árið 2015 út í vikunni. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather toppar listann í ár með 300 milljónir dala í tekjur fyrir seinustu tólf mánuði. Íþróttamaður hefur aldrei áður verið með jafnháar tekjur samkvæmt Forbes en peningurinn kemur að mestu leyti frá bardaga Mayweather og Manny Pacquiao í Las Vegas í maí síðastliðnum. Pacquiao er einmitt í öðru sæti listans með 160 milljónir dala í tekjur en í þriðja sæti er söngkonan Katy Perry sem halaði inn litlar 135 miljónir dala. Strákabandið One Direction er í næsta sæti á eftir Perry með 130 milljónir dala og í fimmta sæti er útvarps-og sjónvarpsmaðurinn Howard Stern með 95 milljónir dala í tekjur. Kántrísöngvarinn Garth Brooks kemur svo í sjötta sæti með 90 milljónir dala og spennusagnahöfundurinn James Patterson fylgir fast á hæla hans með 89 milljónir dala. Taylor Swift og Robert Downey Jr. eru eru í 8.-9. sæti með 80 milljónir dala í tekjur. Í tíunda sæti er svo launahæsti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, með 79,5 milljónir dala. Af 100 manns á listanum eru aðeins 16 konur. Þær eru með samtals 809 milljónir dala í tekjur á meðan karlarnir tóku inn 4,35 milljarða dala. Í umfjöllun Forbes um listann kemur fram að endurspegli greinilega gríðarmikinn launamun kynjanna, ekki aðeins í skemmtanabransanum, heldur í samfélaginu öllu. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tímaritið Forbes birtir árlega lista yfir launahæstu stjörnur heims og kom listinn fyrir árið 2015 út í vikunni. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather toppar listann í ár með 300 milljónir dala í tekjur fyrir seinustu tólf mánuði. Íþróttamaður hefur aldrei áður verið með jafnháar tekjur samkvæmt Forbes en peningurinn kemur að mestu leyti frá bardaga Mayweather og Manny Pacquiao í Las Vegas í maí síðastliðnum. Pacquiao er einmitt í öðru sæti listans með 160 milljónir dala í tekjur en í þriðja sæti er söngkonan Katy Perry sem halaði inn litlar 135 miljónir dala. Strákabandið One Direction er í næsta sæti á eftir Perry með 130 milljónir dala og í fimmta sæti er útvarps-og sjónvarpsmaðurinn Howard Stern með 95 milljónir dala í tekjur. Kántrísöngvarinn Garth Brooks kemur svo í sjötta sæti með 90 milljónir dala og spennusagnahöfundurinn James Patterson fylgir fast á hæla hans með 89 milljónir dala. Taylor Swift og Robert Downey Jr. eru eru í 8.-9. sæti með 80 milljónir dala í tekjur. Í tíunda sæti er svo launahæsti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, með 79,5 milljónir dala. Af 100 manns á listanum eru aðeins 16 konur. Þær eru með samtals 809 milljónir dala í tekjur á meðan karlarnir tóku inn 4,35 milljarða dala. Í umfjöllun Forbes um listann kemur fram að endurspegli greinilega gríðarmikinn launamun kynjanna, ekki aðeins í skemmtanabransanum, heldur í samfélaginu öllu.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira