Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. maí 2015 19:00 Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. Á tímabili svaf hún í athvörfum fyrir heimilislausa og á götunni en sér nú fram að útskrifast úr skrifstofunámi með nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Ásta Kristmannsdóttir er þessa dagana að klára lokaverkefni sitt í markaðsfræði en síðan í haust hefur hún stundað nám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Líf Ástu hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og hefur námið átt ríkan þátt í því. „Ég var og hef verið svona meirihlutann af ævi minni í mikilli vímuefnaneyslu og hérna síðustu árin mín þá bjó ég bara á götunni. Þá má í raun og veru segja að ég hafi verið orðin útigangskona,“ segir hún.Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært.Vísir/Stöð 2Ásta fór nokkrum sinnum í meðferð en það var ekki fyrr en fyrir fjórum árum sem hún skilaði árangri. „Ég var svo lánsöm að komast inn á Krýsuvík 2011 og í framhaldi af því er ég búin að ná að vera edrú,“ segir hún. Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært. Hún sótti því um styrk hjá Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur svo hún gæti farið í Menntaskólann í Kópavogi. „Ég er sem sagt að útskrifast þaðan núna af skrifstofubraut eitt og gengur alveg ótrúlega vel og hérna ætla svo í framhaldinu að sækja um í endurmenntun hjá Háskóla Íslands,“ segir Ásta. Námið hefur gengið vel og á síðustu önn voru nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Þær einkunnir sem þegar eru komnar í hús fyrir þessa önn lofa góðu. „Átta í lögfræði, níu í íslensku og tíu í tölvum og bókfærslu. Þannig að þetta er bara ótrúlegt,“ segir hún. Ásta er ein 52 kvenna sem hafa fengið styrk hjá menntunarsjóðnum en sjóðurinn styrkir konur til náms. Sjóðurinn stendur þessa dagana fyrir sölu á Mæðrablóminu í fjáröflunarskyni. Það er lyklakippa sem hönnuð var af Tulipop og keypti Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, fyrstu lyklakippuna. Lyklakippurnar eru fáanlegar víða svo sem í verslunum Eymundsson og Lyfju. Hún segir námið hafa fært sér mikið sjálfstraust en markmiðið er að verða viðurkenndur bókari. Það skipti miklu máli fyrir fólk að fá tækifæri til að mennta sig. „Búið að breyta miklu fyrir mig,“ segir Ásta. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. Á tímabili svaf hún í athvörfum fyrir heimilislausa og á götunni en sér nú fram að útskrifast úr skrifstofunámi með nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Ásta Kristmannsdóttir er þessa dagana að klára lokaverkefni sitt í markaðsfræði en síðan í haust hefur hún stundað nám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Líf Ástu hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og hefur námið átt ríkan þátt í því. „Ég var og hef verið svona meirihlutann af ævi minni í mikilli vímuefnaneyslu og hérna síðustu árin mín þá bjó ég bara á götunni. Þá má í raun og veru segja að ég hafi verið orðin útigangskona,“ segir hún.Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært.Vísir/Stöð 2Ásta fór nokkrum sinnum í meðferð en það var ekki fyrr en fyrir fjórum árum sem hún skilaði árangri. „Ég var svo lánsöm að komast inn á Krýsuvík 2011 og í framhaldi af því er ég búin að ná að vera edrú,“ segir hún. Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært. Hún sótti því um styrk hjá Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur svo hún gæti farið í Menntaskólann í Kópavogi. „Ég er sem sagt að útskrifast þaðan núna af skrifstofubraut eitt og gengur alveg ótrúlega vel og hérna ætla svo í framhaldinu að sækja um í endurmenntun hjá Háskóla Íslands,“ segir Ásta. Námið hefur gengið vel og á síðustu önn voru nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Þær einkunnir sem þegar eru komnar í hús fyrir þessa önn lofa góðu. „Átta í lögfræði, níu í íslensku og tíu í tölvum og bókfærslu. Þannig að þetta er bara ótrúlegt,“ segir hún. Ásta er ein 52 kvenna sem hafa fengið styrk hjá menntunarsjóðnum en sjóðurinn styrkir konur til náms. Sjóðurinn stendur þessa dagana fyrir sölu á Mæðrablóminu í fjáröflunarskyni. Það er lyklakippa sem hönnuð var af Tulipop og keypti Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, fyrstu lyklakippuna. Lyklakippurnar eru fáanlegar víða svo sem í verslunum Eymundsson og Lyfju. Hún segir námið hafa fært sér mikið sjálfstraust en markmiðið er að verða viðurkenndur bókari. Það skipti miklu máli fyrir fólk að fá tækifæri til að mennta sig. „Búið að breyta miklu fyrir mig,“ segir Ásta.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira