Innlent

Gamli veltibíllinn tók dýfu í Sundahöfn

Stefán Rafn Stefánsson skrifar
Samgöngur Gamli veltibíllinn endaði í Sundahöfn á sama tíma og Hekla afhenti Brautinni, bindindisfélagi ökumanna, og Ökuskóla 3 nýjan veltibíl.

Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, fóru fyrsta hringinn á nýja veltibílnum.

„Veltibíllinn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í forvarnarstarfi hér á landi og er stór þáttur í átakinu til að hvetja alla til að nota bílbelti. Þeir sem prófa veltibílinn finna hversu gríðarlega mikilvægt það er að spenna beltið áður en haldið er af stað,“ sagði Þórólfur.

Gamli bíllinn var kvaddur með dýfu í höfnina til að minna fólk á að högg á vatni getur reynst ökumönnum hættulegt.

„Það skiptir máli að fólk átti sig á hvað það er sem gerist þegar bíll fer í sjóinn. Jafnvel þótt hraðinn sé lítill er höggið á þá sem inni í bílnum eru talsvert og getur rotað þá,“ sagði Einar Guðmundsson, formaður Brautarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×