Lífið

Hvað gerist eiginlega í flugstjórnarklefanum?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot úr klefanum.
Skjáskot úr klefanum.
Hefurðu einhvern tímann velt fyrir þér hvað er um að vera í flugstjórnarklefanum á meðan þú kemur þér fyrir, spennir beltin og hallar þér aftur? Icelandair hefur ákveðið að svara kallinu.

Sem kunnugt er hóf Icelandair áætlunarflug til Birmingham í febrúar síðastliðnum.  Borgin er sú næststærsta á Englandi á eftir London. Í nýju myndbandi sem birt hefur verið á netinu er fylgst með flugmönnum Icelandair í flugstjórnunarklefanum við brottför frá Birmingham.

Til stendur að birta einnig myndband úr klefanum við lendingu í Keflavík.

Icelandair Birmingham Airport Departure from AirTeamImages on Vimeo.


Tengdar fréttir

WOW air kaupir tvær vélar

Flugfélagið WOW air hefur fest kaup á tveimur glænýjum Airbus A321-211 flugvélum og verða þær afhentar félaginu um miðjan mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×