Lífið

Puffin Island frumsýnir nýtt myndband á Vísi: Vildu gera „feel good" sólarmyndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Puffin Island er íslensk hljómsveit stofnuð snemma árs 2015 þremur indí-rokkþyrstum vinum úr Vesturbæ Reykjavíkur,“ segir Aron Steinþórsson, einn af meðlimum bandsins sem frumsýnir í dag myndband við lagið Another Day hér á Vísi.

Í tónlist sinni leitast Puffin Island eftir að blanda saman áhugaverðum elementum úr indírokki síðari ára og úr hinu klassíska og grípandi poppi sjöunda áratugarins.

„Við ákváðum fljótlega eftir stofnun hljómsveitarinnar að henda okkur í upptökur á plötu sem að er í vinnslu og kemur út fljótlega í haust.“

Meðlimir hljómsveitarinnar eru Aron Steinþórsson og bræðurnir Skúli og Egill Jónsson.

„Another Day er annað lagið sem við gefum frá okkur. Gáfum lagið Harrison út um miðjan júlí og lagið hefur fengið góða spilun á Rás 2 og er á sinni fimmtu viku á vinsældarlistanum auk þess sem að myndband við lagið er aðgengilegt á YouTube.“

Aron segir að lagið Another Day eigi að koma manni í gott skap og því var markmiðið að myndbandið myndi hafa sömu áhrif.

„Við skelltum okkur því út einn sólríkan dag vopnaðir síma, gítar, hjólabretti og fótbolta. Tókum upp skot á nokkrum skemmtilegum stöðum í Reykjavík og reyndum að gera eitthvað feel good sólarmyndband með hallærisívafi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×