Segir að ríkið virði ekki samkomulag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. ágúst 2015 07:00 Tónlistarskólinn í Reykjavík vísir/anton brink Björn Blöndal „Hugmyndafræðin gengur út á það að framhaldsnám, meðal annars í tónlist, sé á ábyrgð ríkisins og grunnnám og nám á miðstigi sé á ábyrgð sveitarfélaga. Þetta snýst svolítið um það,“ segir Björn Blöndal, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, um þá alvarlegu stöðu sem tónlistarskólar í Reykjavík eru í, að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. „Við klögum þennan bráðavanda upp á ríkið, en þetta eru þó ansi snúin mál.“ Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz væru mjög illa staddir fjárhagslega og að óljóst væri hvort skólarnir gætu haldið áfram starfsemi sinni. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnema á landinu. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur, stjórnarmanns Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, hefur nemendum þó fjölgað og var ekki tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum þegar samkomulagið var gert. Töluvert vanti því upp á að fjárhæðin dugi og er uppsafnaður vandi orðinn mikill. Að sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neiti að borga. „Þetta stendur á ríkinu. Við gerðum samkomulag í vor um að setja þarna inn ákveðna peninga til að leysa bráðavanda en með skilyrði um aðkomu ríkisins. Ég stóð í þeirri meiningu þá að allt væri klappað og klárt en það er eins og það standi eitthvað á hjá ríkinu,“ segir Björn sem á við samkomulag milli Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins frá því síðastliðið vor. Þar var ákveðið að lagt yrði fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Skólarnir hafa þó ekki fengið neitt fjármagn ennþá. Björn segir að borgin muni standa við sinn hluta samkomulagsins. „Við skilum auðvitað okkar framlagi en það verður að því gefnu að ríkið standi við sinn hluta. Okkar framlag eitt og sér bjargar þessu ekki.“ Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla og hefur Tónlistarskólinn í Reykjavík stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Björn Blöndal „Hugmyndafræðin gengur út á það að framhaldsnám, meðal annars í tónlist, sé á ábyrgð ríkisins og grunnnám og nám á miðstigi sé á ábyrgð sveitarfélaga. Þetta snýst svolítið um það,“ segir Björn Blöndal, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, um þá alvarlegu stöðu sem tónlistarskólar í Reykjavík eru í, að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. „Við klögum þennan bráðavanda upp á ríkið, en þetta eru þó ansi snúin mál.“ Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz væru mjög illa staddir fjárhagslega og að óljóst væri hvort skólarnir gætu haldið áfram starfsemi sinni. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnema á landinu. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur, stjórnarmanns Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, hefur nemendum þó fjölgað og var ekki tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum þegar samkomulagið var gert. Töluvert vanti því upp á að fjárhæðin dugi og er uppsafnaður vandi orðinn mikill. Að sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neiti að borga. „Þetta stendur á ríkinu. Við gerðum samkomulag í vor um að setja þarna inn ákveðna peninga til að leysa bráðavanda en með skilyrði um aðkomu ríkisins. Ég stóð í þeirri meiningu þá að allt væri klappað og klárt en það er eins og það standi eitthvað á hjá ríkinu,“ segir Björn sem á við samkomulag milli Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins frá því síðastliðið vor. Þar var ákveðið að lagt yrði fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Skólarnir hafa þó ekki fengið neitt fjármagn ennþá. Björn segir að borgin muni standa við sinn hluta samkomulagsins. „Við skilum auðvitað okkar framlagi en það verður að því gefnu að ríkið standi við sinn hluta. Okkar framlag eitt og sér bjargar þessu ekki.“ Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla og hefur Tónlistarskólinn í Reykjavík stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira