Innlent

Fundað í karphúsinu á morgun og kosið um verkfall

Linda Blöndal skrifar
Flest bendir til að fleiri stéttir farið í verkföll á næstunni.
Flest bendir til að fleiri stéttir farið í verkföll á næstunni.
Samningafundir hefjast að nýju á milli BHM og ríkisins á morgun. Kosning um verkfallsaðgerðir meira en tíu þúsund félagsmanna Starfgreinasambandsins hefst í fyrramálið.

Deiluaðilar hafa ekkert fundað um helgina en áhrif verkfallsins gætir víða og stefnir í að enn fleiri fari í verkfall. Mikið bitnar á þjónustu Landsspítala þar sem geislafræðingar, náttúrufræðingar, ljósmæður og fleiri háskólamenntaðir innan spítalans eru í ótímabundnu verkfalli. Ljósmæður mæta þó til vinnu tvo daga vikunnar. Starfsfólk innan fimm stéttarfélaga BHM hefur verið í verkfalli frá 7.apríl, alls 560 manns. Lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru þá í verkfalli og nær það til sjö sveitarfélaga.Á meðan verður ekki hægt að þinglýsa skjölum og tímar hjá lögfræðingum í sifjamálum, lögráðamálum og dánarbúsmálum falla niður.   



Fjórir nýjir hópar í verkafall

Náist ekki samningar í vikunni bætast fjögur stéttarfélög í verkfallshóp BHM mánudaginn tuttugasta apríl. Það eru starfsmenn stjórnarráðsins, Náttúrufræðingar, matvæla og næringarfræðingar á Matvælastofnun og dýralæknar.



Tíu þúsund ófaglærðir kjósa um verkfall

Hjá félögum Starfsgreinasambandins hefst atkvæðagreiðsla á morgun um hvort fara eigi í verkfall og verður ljóst á miðnætti 20. apríl hvernig fer. Fundur með samningamönnum ríkisins er ekki fyrr en á föstudag. Náist ekki samningar fyrir 30. apríl skella að öllum líkindum á víðtækar verkfallsaðgerðir ófaglærðra starfsmanna. Meira en tíu þúsund manns munu fara í verkfall - sem mun hafa víðtæk áhrif um allt land. Aðildarfélög sambandsins eru nítján.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×