Sara Björk Gunnarsdóttir var á skotskónum þegar sænsku meistararnir í Rosengård unnu 1-4 sigur á Örebro í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Örebro leiddi í hálfleik, 0-1, en seinni hálfleikurinn var eign Rosengård. Þýska landsliðskonan Anja Mittag jafnaði metin á 51. mínútu og á þeirri 69. kom Ramona Bachmann sænsku meisturunum 1-2 yfir.
Sara Björk jók muninn í 1-3 á 74. mínútu og tveimur mínútu síðar skoraði Bachmann sitt annað mark og gulltryggði sigur Rosengård sem byrjar tímabilið af miklum krafti.
Sara Björk á skotskónum | Rosengard byrjar af krafti
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
