Enski boltinn

Pardew líkir spilamennsku Palace við Brasilíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pardew á hliðarlínunni.
Pardew á hliðarlínunni. vísir/getty
Crystal Palace rúllaði yfir Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær, en lokatölur urðu 4-1 sigur Palace. Yannick Bolasie var í stuði fyrir Palace, en hann skoraði þrennu fyrir Palace sem hafa verið að spila vel undanfarið.

„Stuðningsmenn okkar sungu: “Þetta er eins og að horfa á Brasilíu,” og þetta var eins og að horfa á Brasilíu,” sagði Pardew í viðtali í leikslok: „Við vorum frábærir og við ollum Sunderland miklum vandræðum.”

„Þetta var stórkostlegur sigur og lokaniðurstaðan var ekki svo réttlætanleg. Við áttum svo mörg tækifæri og þeir áttu ekki mörg færi.”

Þessi fyrrum stjóri Newcastle tók við Palace í janúar og hefur gert vel. Þeir hafa unnið síðustu tíu af fimmtán leikjum og átta af síðustu tólf í deildinni. Frábær árangur hjá Palace.

„Þessi frammistaða mun ekki fara í margar fyrirsagnir, því við erum bara um miðja deild, en þetta var mögnuð frammistaða. Við erum búnir að vinna sjö af síðustu átta útileikjum sem er magnað á eins háu stigi,” sagði Pardew að lokum.

Palace er í ellefta sæti deildarinnar með 42 stig. Liðið siglir þennan lygna sjó, en árangur Pardew afar góður og merkilegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×