Enski boltinn

Man. Utd valtaði yfir Man. City | Sjáðu mörkin

Manchester United niðurlægði nágranna sína í Man. City, 4-2, er liðin mættust á Old Trafford í dag. Manchester-borg er rauð í dag.

Man. City byrjaði leikinn með miklum látum og mark lá strax í loftinu. Það kom á 8. mínútu. David Silva fékk boltann í teignum, lagði boltann fyrir markið þar sem Aguero var illa valdaður og hann var ekki í neinum vandræðum með skora.Fimmta markið hans í síðustu fjórum leikjum gegn Man. Utd.

Man. Utd vaknaði heldur betur við markið og nokkrum mínútum síðar jafnaði liðið. Herrera með sendingu fyrir markið og eftir smá klafs endaði boltinn hjá Ashley Young sem jafnaði.

Jöfnunarmarkið kveikti svo vel í heimamönnum og Marouane Fellaini skoraði sitt sjötta mark í vetur er hann stangaði inn sendingu Ashley Young. Vincent Kompany, fyrirliði Man. City, var svo heppinn að fá ekki rautt spjald fyrir skrautlega tæklingu en slapp með gult.

Man. Utd var ekki hætt því rúmum 20 mínútum fyrir leikslok skoraði Juan Mata þriðja markið. Hann var reyndar kolrangstæður er hann fékk sendingu inn fyrir vörn City en flaggið fór ekki á loft og Mata kláraði dæmið.

Rangstöðumark breytti engu því Man. Utd var miklu betra liðið í vellinum og Chris Smalling skoraði fjórða markið skömmu síðar. City fékk smá sárabót í lokin er Aguero skoraði aftur en það mark breytti nákvæmlega engu.

Stórkostlegur leikur hjá Man. Utd en ekki sér fyrir endann á vandræðagangi Man. City sem hefur ekki verið að spila vel síðustu vikur.

Ashley Young jafnar leikinn. Fellaini kemur Man. Utd í 2-1. 3-1. Juan Mata. Niðurlæging. 4-1 er Chris Smalling skorar. Sergio Aguero skorar aftur. 4-2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×