Enski boltinn

Wenger ekki að hugsa um titilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki vera hugsa um enska titilinn, en Arsenal vann góðan 1-0 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal er fjórum stigum á eftir Chelsea, en Chelsea á þó tvo leiki til góða.

„Chelsea eiga tvo leiki inni, en við höldum áfram og það er það mikilvægasta að við höldum því áfram,” sagði Wenger við Sky Sports í leikslok.

„Þetta var mikilvægur sigur hér í dag. Þetta var baráttu frammistaða meira heldur en einhver flott frammistaða. Burnley voru frábærlega skipulagðir og pressuðu okkur í 90 mínútur. Þú verður að hrósa þjálfaranum og þeir eiga skilið að halda sæti sínu.”

Francis Coquelin hefur staðið sig frábærlega eftir að hann snéri til baka úr láni frá Charlton og er Wenger ánægður með kappann.

„Hann hefur verið frábær viðbót við varnarleikinn. Hann er teknískur og með góðan hægri og vinstri fót. Þú þarft að hafa það,” og Wenger segir að Coquelin hafi komið sér á óvart:

„Já, hann hefur komið mér á óvart því hann er leikmaður sem hefur verið hjá okkur í sjö ár. Hann er 24 ára og er að springa út núna. Stundum verðuru að vera þolinmóður og hann hefur sýnt mikinn styrk,” sagði Wenger að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×