Nýsköpun – fagmennska – iðnmenntun Ari Trausti Guðmundsson skrifar 24. september 2015 08:00 Engum dylst að nýsköpun, sem nýtur aukins ríkisstuðnings, hefur verið og er einn af leiðarvísunum við endurreisn samfélagsins eftir 2008. Stór hluti nýsköpunar snýst um tæki og tól. Skoði menn vél frá Marel, gólf úr umhverfisvænstu steypu heims (Ecocrete) eða tækjasamstæðu úr stáli í Hellisheiðarvirkjun, sem minnir á litla geimstöð, má spyrja: Hver leggur, hver smíðar? Og áfram: Hverjir leggja íslenskan rafbúnað, í nýtt, erlent iðjuver? Hverjir fá verðlaun í erlendri samkeppni um matarrétti og hárgreiðslu – eða hljóta verðlaun fyrir prentgripi unna á Íslandi? Það eru íslenskir iðnaðarmenn. Sú fagmennska sem einkennir 30-40 iðngreinar hefur orðið til og þróast allt frá því danskir, þýskir og íslenskir iðnaðarmenn komu á nútíma vinnubrögðum við þær flestar. Fagmennska innifelur margt: Endingargóða vöru, trausta þjónustu, sanngjarnt verð, öryggi og ábyrgð vegna löggildingar iðngreina og loks færslu á þekkingu og vinnubrögðum frá einni kynslóð til annarrar. Tækni getur gert að verkum að mörk milli greina hverfa að hluta og ófaglært fólk freistast til að vinna fyrir greiðslu við ýmislegt sem áður var of flókið. Hitt verður þá að muna: Samfélagið á skilið að sem mest fagmennska standi undir þjónustu, smíðum, viðgerðum og öðru því sem greiða þarf fyrir og gerir lífið léttara og betra. Hvað þá með iðnmenntunina sem mikið er í tísku að hvetja til og óska eftir? Hún hlýtur að eiga að endurspegla kröfur um fyrsta flokks iðnaðarmenn - konur og karla. Nú er stefnt hröðum og hljóðum skrefum að því að einkavæða iðnnám að stórum hluta, stytta námið, minnka starfsþjálfun, snarfækka löggiltum greinum, semja námsskrár á skrifstofum, grafa undan slípuðu meistarakerfi með því að hætta samfelldri handleiðslu og koma ábyrgð á nemum á herðar fyrirtækja og skóla. Þarna er víða rangt að farið. Það verður að kynna stöðu iðnmenntunar og fyrirhugaðar breytingar á henni, efna til umræðu á mörgum stöðum, að Alþingi meðtöldu, og sjá til þess að góð staða iðna á Íslandi breytist ekki í afturför. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Engum dylst að nýsköpun, sem nýtur aukins ríkisstuðnings, hefur verið og er einn af leiðarvísunum við endurreisn samfélagsins eftir 2008. Stór hluti nýsköpunar snýst um tæki og tól. Skoði menn vél frá Marel, gólf úr umhverfisvænstu steypu heims (Ecocrete) eða tækjasamstæðu úr stáli í Hellisheiðarvirkjun, sem minnir á litla geimstöð, má spyrja: Hver leggur, hver smíðar? Og áfram: Hverjir leggja íslenskan rafbúnað, í nýtt, erlent iðjuver? Hverjir fá verðlaun í erlendri samkeppni um matarrétti og hárgreiðslu – eða hljóta verðlaun fyrir prentgripi unna á Íslandi? Það eru íslenskir iðnaðarmenn. Sú fagmennska sem einkennir 30-40 iðngreinar hefur orðið til og þróast allt frá því danskir, þýskir og íslenskir iðnaðarmenn komu á nútíma vinnubrögðum við þær flestar. Fagmennska innifelur margt: Endingargóða vöru, trausta þjónustu, sanngjarnt verð, öryggi og ábyrgð vegna löggildingar iðngreina og loks færslu á þekkingu og vinnubrögðum frá einni kynslóð til annarrar. Tækni getur gert að verkum að mörk milli greina hverfa að hluta og ófaglært fólk freistast til að vinna fyrir greiðslu við ýmislegt sem áður var of flókið. Hitt verður þá að muna: Samfélagið á skilið að sem mest fagmennska standi undir þjónustu, smíðum, viðgerðum og öðru því sem greiða þarf fyrir og gerir lífið léttara og betra. Hvað þá með iðnmenntunina sem mikið er í tísku að hvetja til og óska eftir? Hún hlýtur að eiga að endurspegla kröfur um fyrsta flokks iðnaðarmenn - konur og karla. Nú er stefnt hröðum og hljóðum skrefum að því að einkavæða iðnnám að stórum hluta, stytta námið, minnka starfsþjálfun, snarfækka löggiltum greinum, semja námsskrár á skrifstofum, grafa undan slípuðu meistarakerfi með því að hætta samfelldri handleiðslu og koma ábyrgð á nemum á herðar fyrirtækja og skóla. Þarna er víða rangt að farið. Það verður að kynna stöðu iðnmenntunar og fyrirhugaðar breytingar á henni, efna til umræðu á mörgum stöðum, að Alþingi meðtöldu, og sjá til þess að góð staða iðna á Íslandi breytist ekki í afturför.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun