Erlent

Páfinn biður Bandaríkjamenn um að leggja niður dauðarefsingar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Frans páfi biðlaði til Bandaríkjamanna í dag að byrja að líta á flóttamenn  sem einstaklinga, og hætta að líta á þá sem tölur. Koma skuli fram við náungann eins og sjálfan sig og að mikilvægt sé að nálgast aðra af auðmýkt.

Páfinn ávarpaði báðar deildir Bandaríkjaþings, í fyrsta sinn í dag. Hann gerði flóttafólk frá Mið-Ameríku að sérstöku umtalsefni, en mikill fjöldi þeirra hefur í áraraðir leitað til Bandaríkjanna í von um betra líf.

Hann ræddi einnig dauðarefsingar, og hvatti til þess að þær verði lagðar niður um allan heim, og að fátækum og að minniháttar verði rétt hjálparhönd. Þá sagði hann að vopnasölu  ætti að leggja niður.

„Af hverju eru vopn seld þeim sem hafa í huga að skaða einstaklinga eða samfélagið? Því miður er svarið við þeirri spurningu, eins og við öll vitum, einfaldlega peningar,“ sagði Frans páfi.

Þúsundir voru samankomnir fyrir utan þinghúsið þegar páfinn flutti ræðuna. Honum var boðið að snæða hádegisverð með þingmönnunum að ræðu lokinni, en hann afþakkaði boðið, og ákvað að þess í stað að kynna sér aðstæður heimilislausra í Washington.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×