„Vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2015 18:25 Af þeim tíu dómurum sem skipa hæstarétt er ein kona. Vísir/GVA Ragnhildur Helgadóttir, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík, gerir lágt hlutfall kvenna við Hæstarétt að umtalsefni í grein sinni sem birtast mun í Tímariti HR sem kemur út í október. Greinin var birt á vef skólans í dag en tilefni skrifa Ragnhildar er 100 ára kosningaafmæli kvenna sem var í sumar. Mikið hefur verið fjallað um ráðningu hæstaréttardómara eftir að frá því var greint í gær að dómnefnd sem skipuð var til að meta hæfi umsækjenda taldi Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Aðrir umsækjendur voru Ingveldur Eiríksdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindastól Evrópu. Dómnefndin sem mat Karl hæfastan er skipuð fimm körlum. Í grein sinni bendir Ragnhildur á að stór hluti héraðsdómara eru konur eða 20 af 43. Hins vegar er aðeins ein kona á meðal tíu hæstaréttardómara. Hún ber þetta hlutfall saman við Alþingi þar sem hlutfall kvenna hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og er nú í kringum 40 prósent. Ragnhildur segir að flestum finnist skipta máli að á þingi „sitji misjafnt fólk með misjafna reynslu; á ýmsum aldri, af báðum kynjum, með mismunandi menntun og lífsreynslu.“ Mikilvægi þess að konur sitji á Alþingi grundvallast „þó ekki alltaf á skoðun um að konur og karlar séu ólík, og því skipti fjölbreytni máli fyrir vinnubrögð og niðurstöðu í málum, heldur vilja langflestir að á þingi sitji fjölbreyttur hópur fólks sem endurspegli okkur flest eða öll,“ segir í grein Ragnhildar. Þessi rök um „táknrænt mikilvægi blandaðs hóps og rökin um speglun“ eiga jafnframt við um dómstólana að mati Ragnhildar þrátt fyrir að hlutverk þeirra sé gerólíkt hlutverki þingsins. Það sé nefnilega mjög mikilvægt að konur geti speglað sig í dómstólum landsins enda leita þær réttar síns líkt og karlar. Það skipti því máli, rétt eins og á Alþingi, að það sjáist að konur taki ákvarðanir á æðstu stöðum líkt og karlar. „Það er þess vegna skrýtið – þó horft sé til mismunandi hlutverka Alþingis annars vegar og dómstóla hins vegar – að við sem þjóð vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti.“ Grein Ragnhildar má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16 Kvennasamtök undrandi vegna skipunar dómnefndar Tíu samtök mótmæla því að aðeins karlar séu í nefnd sem meta eigi hæfi umsækjanda um embætti hæstaréttardómara. 24. september 2015 15:35 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Ragnhildur Helgadóttir, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík, gerir lágt hlutfall kvenna við Hæstarétt að umtalsefni í grein sinni sem birtast mun í Tímariti HR sem kemur út í október. Greinin var birt á vef skólans í dag en tilefni skrifa Ragnhildar er 100 ára kosningaafmæli kvenna sem var í sumar. Mikið hefur verið fjallað um ráðningu hæstaréttardómara eftir að frá því var greint í gær að dómnefnd sem skipuð var til að meta hæfi umsækjenda taldi Karl Axelsson, hæstaréttarlögmann, hæfastan til að gegna embættinu. Aðrir umsækjendur voru Ingveldur Eiríksdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindastól Evrópu. Dómnefndin sem mat Karl hæfastan er skipuð fimm körlum. Í grein sinni bendir Ragnhildur á að stór hluti héraðsdómara eru konur eða 20 af 43. Hins vegar er aðeins ein kona á meðal tíu hæstaréttardómara. Hún ber þetta hlutfall saman við Alþingi þar sem hlutfall kvenna hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og er nú í kringum 40 prósent. Ragnhildur segir að flestum finnist skipta máli að á þingi „sitji misjafnt fólk með misjafna reynslu; á ýmsum aldri, af báðum kynjum, með mismunandi menntun og lífsreynslu.“ Mikilvægi þess að konur sitji á Alþingi grundvallast „þó ekki alltaf á skoðun um að konur og karlar séu ólík, og því skipti fjölbreytni máli fyrir vinnubrögð og niðurstöðu í málum, heldur vilja langflestir að á þingi sitji fjölbreyttur hópur fólks sem endurspegli okkur flest eða öll,“ segir í grein Ragnhildar. Þessi rök um „táknrænt mikilvægi blandaðs hóps og rökin um speglun“ eiga jafnframt við um dómstólana að mati Ragnhildar þrátt fyrir að hlutverk þeirra sé gerólíkt hlutverki þingsins. Það sé nefnilega mjög mikilvægt að konur geti speglað sig í dómstólum landsins enda leita þær réttar síns líkt og karlar. Það skipti því máli, rétt eins og á Alþingi, að það sjáist að konur taki ákvarðanir á æðstu stöðum líkt og karlar. „Það er þess vegna skrýtið – þó horft sé til mismunandi hlutverka Alþingis annars vegar og dómstóla hins vegar – að við sem þjóð vinnum markvisst að því að auka hlut kvenna á þingi en látum okkur engu skipta afar lágt hlutfall kvenna í Hæstarétti.“ Grein Ragnhildar má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10 Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16 Kvennasamtök undrandi vegna skipunar dómnefndar Tíu samtök mótmæla því að aðeins karlar séu í nefnd sem meta eigi hæfi umsækjanda um embætti hæstaréttardómara. 24. september 2015 15:35 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Kallar eftir því að Ólöf hunsi niðurstöðu dómnefndarinnar Sóley Tómasdóttir segir nefndina, sem bara skipuð körlum, ekki í samræmi við jafnréttislög. 24. september 2015 10:10
Töldu sig ekki þurfa að lúta jafnréttislögum Lögmannafélagið, Dómstólaráð og Hæstiréttur töldu jafnréttislög víkja fyrir lögum um dómstóla árið 2010 24. september 2015 16:16
Kvennasamtök undrandi vegna skipunar dómnefndar Tíu samtök mótmæla því að aðeins karlar séu í nefnd sem meta eigi hæfi umsækjanda um embætti hæstaréttardómara. 24. september 2015 15:35