Vinsamlegast hættið þessari vitleysu Birgir Örn Guðjónsson skrifar 24. september 2015 14:45 Dóttir mín sem er í fjórða bekk er að fara í samræmd próf í dag og á morgun. Ég skal viðurkenna að ég er pínu pirraður yfir því. Sérstaklega eftir að ég rak augun í eitt eldra próf sem hún var að æfa sig á. Þar las ég meðal annars eftirfarandi texta. Ég minni aftur á að þetta er fyrir fjórða bekk; „Sagan sagði að í fyrndinni hafi prestssetrið og kirkjan verið handa fjarðarins, á Hánefsstaðaeyrum, og þá var þar í grenndinni stór steinn, sem almennt var trúað að dvergar byggju í, þess vegna var hann kallaður Dvergasteinn. Þegar fram liðu tímar, þótti staðurinn og kirkjan einhverra hluta vegna óhaganlega sett þeim megin fjarðarins. Var því hvort tveggja flutt yfir fjörðinn. Steinninn var eins og nærri má geta skilinn eftir.“ Þetta er bara smá partur af lengri texta. Fyrirgefið en með hvaða týnda kaupskipi koma þessi próf eiginlega? Er tilgangurinn með þeim að láta börn fá það á tilfinninguna að þau séu vitlaus? Mikið hlýtur þessum fjórðu bekkingum að líða vel þegar þau sitja í þrúgandi prófa andrúmslofti og horfa skelkuð á þessi orð sem fyrir þeim flestum líta út sem útlenska. Þetta er heldur betur hvetjandi fyrir þessi grey. Þó ég sé fæddur upp úr miðri síðustu öld þá dó ég næstum því úr leiðindum við að lesa þennan texta. Við erum sko að tala um börn sem eru fædd árið 2006. Ég veit að mjög margir ef ekki flestir kennarar eru á móti þessu. Af hverju þarf að taka þessa umræðu á hverju ári? Hvernig í ósköpunum passa þessi samræmdu próf inn í eitthvað sem á að heita einstaklingsmiðað nám? Fyrir mér er þetta lítið annað en pissukeppni milli skóla sem segir manni ekkert um alla snillingana sem þar eru. Þegar ég var sjálfur í grunnskóla komst ég fljótlega að því að það væri ekki mikið spunnið í mig sem námsmann. Ég veit svo sem ekki hvað varð til þess nákvæmlega en væntanlega hefur eilífur samanburður við næsta mann verið partur af því. Það dró úr manni kjarkinn og manni fannst þetta ekki vera þess virði. Áhuginn á náminu hvarf hægt og rólega. Ég fékk kannski ekkert lélegar einkunnir en ekki heldur neitt góðar. Samkvæmt fyrir fram gefnum stöðum var ég meðalmennskan uppmáluð. Hver hefur gaman af því? Skólagangan hjálpaði mér því að moka yfir það sem ég hafði með moldinni sem kom upp úr holunni sem ég var látinn grafa í leitinni af því sem ég átti að vera. Ég var sennilega kominn yfir þrítugt þegar ég þorði loksins að gægjast upp úr þessari mold. Kannski er ég bara einn um að hafa upplifað þetta. Ég efast samt um það. Ég held meira að segja að því miður séu allt of margir grafnir í óöryggi og sannfæringu um eigin heimsku alla ævi vegna þess að þeir náðu ekki niðurskurði í prófakeppni skólakerfisins. Ég vona svo sannarlega að þessi samræmdu próf í dag og á morgun verði ekki til þess að draga kjarkinn úr þessum flottu krökkum. Ég bið þau ykkar sem eiga börn sem taka þessi próf að uppörva börnin ykkar og gera sem minnst úr þessum sirkus. Hjálpið þeim að vera örugg með það sem þau eru og hjálpið þeim að grafa eftir styrkleikum sínum. Þau ykkar sem stjórna þessu öllu vil ég vinsamlegast biðja um að hætta þessari vitleysu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Dóttir mín sem er í fjórða bekk er að fara í samræmd próf í dag og á morgun. Ég skal viðurkenna að ég er pínu pirraður yfir því. Sérstaklega eftir að ég rak augun í eitt eldra próf sem hún var að æfa sig á. Þar las ég meðal annars eftirfarandi texta. Ég minni aftur á að þetta er fyrir fjórða bekk; „Sagan sagði að í fyrndinni hafi prestssetrið og kirkjan verið handa fjarðarins, á Hánefsstaðaeyrum, og þá var þar í grenndinni stór steinn, sem almennt var trúað að dvergar byggju í, þess vegna var hann kallaður Dvergasteinn. Þegar fram liðu tímar, þótti staðurinn og kirkjan einhverra hluta vegna óhaganlega sett þeim megin fjarðarins. Var því hvort tveggja flutt yfir fjörðinn. Steinninn var eins og nærri má geta skilinn eftir.“ Þetta er bara smá partur af lengri texta. Fyrirgefið en með hvaða týnda kaupskipi koma þessi próf eiginlega? Er tilgangurinn með þeim að láta börn fá það á tilfinninguna að þau séu vitlaus? Mikið hlýtur þessum fjórðu bekkingum að líða vel þegar þau sitja í þrúgandi prófa andrúmslofti og horfa skelkuð á þessi orð sem fyrir þeim flestum líta út sem útlenska. Þetta er heldur betur hvetjandi fyrir þessi grey. Þó ég sé fæddur upp úr miðri síðustu öld þá dó ég næstum því úr leiðindum við að lesa þennan texta. Við erum sko að tala um börn sem eru fædd árið 2006. Ég veit að mjög margir ef ekki flestir kennarar eru á móti þessu. Af hverju þarf að taka þessa umræðu á hverju ári? Hvernig í ósköpunum passa þessi samræmdu próf inn í eitthvað sem á að heita einstaklingsmiðað nám? Fyrir mér er þetta lítið annað en pissukeppni milli skóla sem segir manni ekkert um alla snillingana sem þar eru. Þegar ég var sjálfur í grunnskóla komst ég fljótlega að því að það væri ekki mikið spunnið í mig sem námsmann. Ég veit svo sem ekki hvað varð til þess nákvæmlega en væntanlega hefur eilífur samanburður við næsta mann verið partur af því. Það dró úr manni kjarkinn og manni fannst þetta ekki vera þess virði. Áhuginn á náminu hvarf hægt og rólega. Ég fékk kannski ekkert lélegar einkunnir en ekki heldur neitt góðar. Samkvæmt fyrir fram gefnum stöðum var ég meðalmennskan uppmáluð. Hver hefur gaman af því? Skólagangan hjálpaði mér því að moka yfir það sem ég hafði með moldinni sem kom upp úr holunni sem ég var látinn grafa í leitinni af því sem ég átti að vera. Ég var sennilega kominn yfir þrítugt þegar ég þorði loksins að gægjast upp úr þessari mold. Kannski er ég bara einn um að hafa upplifað þetta. Ég efast samt um það. Ég held meira að segja að því miður séu allt of margir grafnir í óöryggi og sannfæringu um eigin heimsku alla ævi vegna þess að þeir náðu ekki niðurskurði í prófakeppni skólakerfisins. Ég vona svo sannarlega að þessi samræmdu próf í dag og á morgun verði ekki til þess að draga kjarkinn úr þessum flottu krökkum. Ég bið þau ykkar sem eiga börn sem taka þessi próf að uppörva börnin ykkar og gera sem minnst úr þessum sirkus. Hjálpið þeim að vera örugg með það sem þau eru og hjálpið þeim að grafa eftir styrkleikum sínum. Þau ykkar sem stjórna þessu öllu vil ég vinsamlegast biðja um að hætta þessari vitleysu.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun