Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 22-25 | Valur tók Reykjavíkurslaginn Stefán Árni Pálsson í Framhúsinu skrifar 24. september 2015 21:45 Vísir/vilhelm Valur vann baráttuna um Reykjavík þegar liðið lagði Fram, 22-25, í Safamýrinni í kvöld. Framarar voru betri í fyrri hálfleik en það kom allt annað Valslið til leiks í þeim síðari.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn hófst vel fyrir heimamenn í Fram og voru lærisveinar Guðlaugs Arnarsonar vel klárir í þennan slag. Valsarar voru á hælunum í upphafi leiksins og gekk ekkert upp sóknarlega hjá liðinu. Ómar Ingi Magnússon var með einhverju lífsmarki hjá Val en aðrir fjarverandi. Hlynur Morthens átti reyndar fína spretti í marki Vals. Framarar voru allir að skila sínu og dreifðu álaginu vel. Safamýramenn komust mest 11-6 yfir í fyrri hálfleiknum en Valsmenn komu örlítið til baka undir lok hálfleiksins og var staðan 12-9 eftir 30 mínútur. Gestirnir í Val byrjuðu síðari hálfleik vel og voru leikmenn mun ákveðnari. Þeir komust yfir,15-14, þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og allt annað að sjá til liðsins. Framarar voru ekkert hættir og jafnræði var á með liðunum næstu mínútur. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan 18-18 og mikil spenna í Safamýrinni. Það voru Valsmenn sem voru einfaldlega sterkari undir lokin og tóku betri ákvarðanir. Leiknum lauk með sigri Vals 25-22 en Ómar Ingi Magnússon var frábær í liði vals með 8 mörk og Sveinn Aron Sveinsson gerði sjö fyrir þá rauðu. Hjá Fram var það Garðar Sigurjónsson sem gerði sex mörk, þar af fimm úr víti. Guðmundur Hólmar: Ólíkt okkur að vera agaðir og taka réttar ákvarðanir„Við vorum eiginlega að elta þá í 45 mínútur og því eru tvö stig mjög kærkomin,“ segir Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, eftir leikinn í kvöld. Valsmen voru mikið betri í síðari hálf en þeim fyrri. „Við töluðum bara um að halda haus í hálfleik. Það vantaði bara fimm prósent upp á hjá okkur grimmd og þá myndi þetta fara detta fyrir okkur.“ Guðmundur segir að vörn og markvarsla hafi verið fín hjá liðinu allan leikinn. Undir lok leiksins spiluðu Valsmenn mjög skynsaman sóknarleik og tóku réttar ákvarðanir. „Þetta var í raun mjög ólíkt okkur, að taka réttar ákvarðanir. Við höfum verið að taka rangar ákvarðanir á köflum á tímabilinu og því var þetta bara skemmtileg tilbreyting.“ Guðlaugur: Enn einu sinn köstum við leiknum frá okkur„Ég er bara svolítið svekktur að hafa ekki unnið leikinn,“ segir Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Heilt yfir erum við bara að spila vel og ég hefði viljað taka meira út úr leiknum.“ Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Valsmenn tóku þann síðari. „Við vorum bara pínu klaufar í síðari hálfleiknum. Við erum í góðri stöðu þegar við byrjum að kasta boltanum bara frá okkur. Þá hleypum við þeim bara inn í leikinn.“ Fram er með fjögur stig eftir fjórar umferðir í Olís-deildinni. „Við erum bara í fínu standi, í raun er þetta þannig að ef þetta hefði spilast rétt fyrir okkur þá ættum við að vera með átta stig. Við köstuðum fyrsta leiknum frá okkur og erum að gera það aftur hér í kvöld.“vísir/vilhelmvísir/vilhelm Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Valur vann baráttuna um Reykjavík þegar liðið lagði Fram, 22-25, í Safamýrinni í kvöld. Framarar voru betri í fyrri hálfleik en það kom allt annað Valslið til leiks í þeim síðari.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn hófst vel fyrir heimamenn í Fram og voru lærisveinar Guðlaugs Arnarsonar vel klárir í þennan slag. Valsarar voru á hælunum í upphafi leiksins og gekk ekkert upp sóknarlega hjá liðinu. Ómar Ingi Magnússon var með einhverju lífsmarki hjá Val en aðrir fjarverandi. Hlynur Morthens átti reyndar fína spretti í marki Vals. Framarar voru allir að skila sínu og dreifðu álaginu vel. Safamýramenn komust mest 11-6 yfir í fyrri hálfleiknum en Valsmenn komu örlítið til baka undir lok hálfleiksins og var staðan 12-9 eftir 30 mínútur. Gestirnir í Val byrjuðu síðari hálfleik vel og voru leikmenn mun ákveðnari. Þeir komust yfir,15-14, þegar tæplega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og allt annað að sjá til liðsins. Framarar voru ekkert hættir og jafnræði var á með liðunum næstu mínútur. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var staðan 18-18 og mikil spenna í Safamýrinni. Það voru Valsmenn sem voru einfaldlega sterkari undir lokin og tóku betri ákvarðanir. Leiknum lauk með sigri Vals 25-22 en Ómar Ingi Magnússon var frábær í liði vals með 8 mörk og Sveinn Aron Sveinsson gerði sjö fyrir þá rauðu. Hjá Fram var það Garðar Sigurjónsson sem gerði sex mörk, þar af fimm úr víti. Guðmundur Hólmar: Ólíkt okkur að vera agaðir og taka réttar ákvarðanir„Við vorum eiginlega að elta þá í 45 mínútur og því eru tvö stig mjög kærkomin,“ segir Guðmundur Hólmar Helgason, fyrirliði Vals, eftir leikinn í kvöld. Valsmen voru mikið betri í síðari hálf en þeim fyrri. „Við töluðum bara um að halda haus í hálfleik. Það vantaði bara fimm prósent upp á hjá okkur grimmd og þá myndi þetta fara detta fyrir okkur.“ Guðmundur segir að vörn og markvarsla hafi verið fín hjá liðinu allan leikinn. Undir lok leiksins spiluðu Valsmenn mjög skynsaman sóknarleik og tóku réttar ákvarðanir. „Þetta var í raun mjög ólíkt okkur, að taka réttar ákvarðanir. Við höfum verið að taka rangar ákvarðanir á köflum á tímabilinu og því var þetta bara skemmtileg tilbreyting.“ Guðlaugur: Enn einu sinn köstum við leiknum frá okkur„Ég er bara svolítið svekktur að hafa ekki unnið leikinn,“ segir Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Heilt yfir erum við bara að spila vel og ég hefði viljað taka meira út úr leiknum.“ Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en Valsmenn tóku þann síðari. „Við vorum bara pínu klaufar í síðari hálfleiknum. Við erum í góðri stöðu þegar við byrjum að kasta boltanum bara frá okkur. Þá hleypum við þeim bara inn í leikinn.“ Fram er með fjögur stig eftir fjórar umferðir í Olís-deildinni. „Við erum bara í fínu standi, í raun er þetta þannig að ef þetta hefði spilast rétt fyrir okkur þá ættum við að vera með átta stig. Við köstuðum fyrsta leiknum frá okkur og erum að gera það aftur hér í kvöld.“vísir/vilhelmvísir/vilhelm
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira