Tilfinningatengt hungur sunna björg skarphéðinsdóttir skrifar 31. ágúst 2015 11:00 Vísir/Getty Það er mun algengara en okkur grunar að einstaklingar stjórni mataræðinu eftir tilfinningum. Þegar okkur líður vel og við erum í góðu andlegu jafnvægi er tiltölulega einfalt að borða hæfilega stóra skammta, borða hollt og reglulega en fjölmargir glíma við það að borða yfir sig í sífellu, borða óhollan mat og vera sífellt að borða eða narta í mat.Átköst Þessir einstaklingar kljást oftar en ekki við tilfinningar eins og vonleysi, skömm eða samviskubit og þetta ástand kallast lotuofát (e. binge eating) og lýsir sér í átköstum þar sem fólk borðar mikið magn af mat á stuttum tíma. Einstaklingar sem upplifa átköst glíma einnig í mörgum tilfellum við stress, kvíða, þunglyndi eða einmanaleika. Eftirtalin atriði eiga oft við einstaklinga sem upplifa átköst:1 Borða þrátt fyrir að finna ekki fyrir hungurtilfinningu2 Fara reglulega í megrun eða aðhald3 Eiga erfitt með að hætta að borða þrátt fyrir að vera saddir4 Þyngjast og léttast til skiptis og eru sjaldnast í þyngdarjafnvægi5 Kljást í mörgum tilfellum við þunglyndiEftirsjá Átköst geta veitt einstaklingum tímabundna ánægju en ekki löngu seinna upplifa þeir oft mikla vanlíðan og eftirsjá, finnst þeir vonlausir og skammast sín fyrir að borða yfir sig og hafa ekki betri sjálfsstjórn. Því verr sem þessum einstaklingum líður með sjálfa sig því oftar leita þeir í mat til þess að líða betur. Þetta ástand veldur því oft vítahring sem getur haft þyngdaraukningu og mikla vanlíðan í för með sér.Vísbendingar um líffræðilegar ástæður átkasta Ýmsir líffræðilegir þættir geta leitt til átkasta. Rannsóknir hafa sýnt að átköst geta verið afleiðing af röngum skilaboðum sem koma frá undirstúku heilans til líkamans um hungur og seddu. Einnig hafa rannsóknarmenn fundið stökkbreytt gen sem virðist valda aukinni tíðni átkasta hjá einstaklingum sem bera genið. Hemjulaust át virðist einnig vera algengara vandamál hjá þeim sem mælast með lágt magn af taugaboðefninu og gleðihormóninu serótóníni í líkamanum.Raunverulegt hungur eða tilfinningatengt hungur? Tilfinningatengt hungur er ekki það sama og raunverulegt hungur. Ef þú kannast við þessi einkenni er gott fyrir þig að byrja að leita að rót vandans við átköstum því ástæðan liggur hjá okkur sjálfum og andlegri líðan okkar. Viðtalstími hjá sérfræðingi getur hjálpað þér að finna í hverju vandinn liggur og hvernig þú getur myndað heilbrigt samband við mat sem stjórnast ekki af neikvæðum tilfinningum. Höfundur heldur úti síðunni Fjarnæring. Heilsa Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Það er mun algengara en okkur grunar að einstaklingar stjórni mataræðinu eftir tilfinningum. Þegar okkur líður vel og við erum í góðu andlegu jafnvægi er tiltölulega einfalt að borða hæfilega stóra skammta, borða hollt og reglulega en fjölmargir glíma við það að borða yfir sig í sífellu, borða óhollan mat og vera sífellt að borða eða narta í mat.Átköst Þessir einstaklingar kljást oftar en ekki við tilfinningar eins og vonleysi, skömm eða samviskubit og þetta ástand kallast lotuofát (e. binge eating) og lýsir sér í átköstum þar sem fólk borðar mikið magn af mat á stuttum tíma. Einstaklingar sem upplifa átköst glíma einnig í mörgum tilfellum við stress, kvíða, þunglyndi eða einmanaleika. Eftirtalin atriði eiga oft við einstaklinga sem upplifa átköst:1 Borða þrátt fyrir að finna ekki fyrir hungurtilfinningu2 Fara reglulega í megrun eða aðhald3 Eiga erfitt með að hætta að borða þrátt fyrir að vera saddir4 Þyngjast og léttast til skiptis og eru sjaldnast í þyngdarjafnvægi5 Kljást í mörgum tilfellum við þunglyndiEftirsjá Átköst geta veitt einstaklingum tímabundna ánægju en ekki löngu seinna upplifa þeir oft mikla vanlíðan og eftirsjá, finnst þeir vonlausir og skammast sín fyrir að borða yfir sig og hafa ekki betri sjálfsstjórn. Því verr sem þessum einstaklingum líður með sjálfa sig því oftar leita þeir í mat til þess að líða betur. Þetta ástand veldur því oft vítahring sem getur haft þyngdaraukningu og mikla vanlíðan í för með sér.Vísbendingar um líffræðilegar ástæður átkasta Ýmsir líffræðilegir þættir geta leitt til átkasta. Rannsóknir hafa sýnt að átköst geta verið afleiðing af röngum skilaboðum sem koma frá undirstúku heilans til líkamans um hungur og seddu. Einnig hafa rannsóknarmenn fundið stökkbreytt gen sem virðist valda aukinni tíðni átkasta hjá einstaklingum sem bera genið. Hemjulaust át virðist einnig vera algengara vandamál hjá þeim sem mælast með lágt magn af taugaboðefninu og gleðihormóninu serótóníni í líkamanum.Raunverulegt hungur eða tilfinningatengt hungur? Tilfinningatengt hungur er ekki það sama og raunverulegt hungur. Ef þú kannast við þessi einkenni er gott fyrir þig að byrja að leita að rót vandans við átköstum því ástæðan liggur hjá okkur sjálfum og andlegri líðan okkar. Viðtalstími hjá sérfræðingi getur hjálpað þér að finna í hverju vandinn liggur og hvernig þú getur myndað heilbrigt samband við mat sem stjórnast ekki af neikvæðum tilfinningum. Höfundur heldur úti síðunni Fjarnæring.
Heilsa Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira