Hefur búið við stanslausar hótanir frá fyrrverandi eiginmanni í þrjú ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2015 20:19 Kamila reyndi oft að fara frá manninum sem ætíð lofaði bót og betrun þegar hún hugðist yfirgefa hann. mynd/Rúv Fjórðungur þeirra kvenna sem höfðu neyðst til að flýja af heimilum sínum og leituðu í Kvennaathvarfið, leituðu þangað vegna ofsókna manna sem þær bjuggu ekki með. Lögmaður Kamilu Modzelewska, sem hefur sætt slíkum ofsóknum í þrjú ár af hendi fyrrverandi maka síns, segir að þrátt fyrir að hún hafi farið eftir tilmælum lögreglu í einu og öllu geti hún ekki enn um frjálst höfuð strokið.Kastljós fjallaði um mál Kamilu og kvenna í hennar stöðu í þætti kvöldsins en þær hafa margar hverjar gert allt sem í þeirra valdi stendur til að safna sönnunargögnum, svo þær eigi möguleika á að fá frið. Þrátt fyrir ítrakaðir hótanir, áreiti og röskun á friði, sem og friðhelgi einkalífsins, virðist vera þrautin þyngri að fá nálgunarbann samþykkt, enda geti reynst flókið fyrir brotaþola að sanna mál sitt svo mark sé á tekið. Þannig hafi Kamila lagt fram tugi tilkynninga og kæra gegn fyrrum sambýlismanni sínum en þrátt fyrir það býr hún enn við stöðugt áreiti og hótanir af hans hálfu. Gekk í skrokk á Kamilu þegar hún gekk með barn þeirraKamila kynntist fyrrverandi eiginmanni sínum á Íslandi árið 2005 og tóku þau upp samvistir skömmu síðar og fluttu í Mosfellsbæ. Að sögn Kamilu byrjaði ofbeldið skömmu eftir að þau byrjuðu að búa saman. Maðurinn veittist oft harkalega að henni, til að mynda hafi hún verið svo bólgin og marin í andliti að hún var frá vinnu í heila viku. Það var þegar hún gekk með eldra barn þeirra. Kamila neyddist til að leita til læknis vegna áverkanna og krafðist eiginmaður hennar að fá að fylgja henni þangað. Þar laug hann að lækninum að Kamila hafi lent í útistöðum við konu á djamminu. Þegar læknirinn spurði Kamilu hvort þetta stæðist þorði Kamila ekki öðru en að gangast við því af ótta við viðbrögð eiginmanns hennar. Eiginmaður Kamilu byrjaði að beita hana ofbeldi skömmu eftir að tóku upp samvistir.mynd/RúvKamila reyndi oft að fara frá manninum en ætíð lofaði hann bót og betrun þegar hún hugðist yfirgefa hann. Því hafi hún ákveðið að gefa honum annað tækifæri, þó ofbeldið hafi ekki hætt. Maðurinn gekk þannig harkalega í skrokk á Kamilu þegar hún hélt á yngra barni þeirra, að því eldra ásjándi. Að lokum hafi Kamila þó ákveðið að leita í Kvennaathvarfið og eftir að hún og börn hennar fóru að sækja sér aðstoð fagaðila kviknaði fljótlega grunur um að maðurinn hafi beitt eldra barn þeirra Kamilu kynferðisofbeldi. Sá grunur fékkst þó ekki staðfestur, þrátt fyrir að barnið hafi sýnt af sér það sem var kallað „óeðlileg hegðun“ í viðtali við fulltrúa barnarverndaryfirvalda. Eftir að þau hjón skildu hefur maðurinn ofsótt hana gríðarlega, hótað henni og gert líf hennar nánast óbærilegt. Hótaði að skera af henni höfuðiðFyrsta hótunin var á þá leið að hann hótaði Kamilu því að fá mann til þess að hella sýru yfir andlit hennar. Hún tilkynnti hótunina til lögreglu og á næstu vikum og mánuðum fylgdu tugir hótana í kjölfarið. Hann hótaði meðal annars að skera af höfuð hennar og alla útlimi, eins og lögmaður Kamilu tíundaði í þætti kvöldsins. Þá vann maðurinn margvísleg spjöll á eignum hennar. Þannig rispaði hann lakkið á bíl Kamilu, stakk gat á dekk bílsins og eyðilagði vatnskassa hans. Þrátt fyrir fjölda tilkynninga Kamilu um hótanir mannsins hafnaði lögreglan beiðni hennar um nálgunarbann í tvígang og taldi ekki ástæðu til að bera hótanirnar undir dómara. Lögmaður Kamilu fór þá fram á það við ríkissaksóknara að ákvörðun lögreglunnar yrði endurskoðuð í ljósi fjölda hótana og að endingu féllst Héraðsdómur Reykjavíkur að dæma manninn til sex mánaða nálgunarbanns. Eftir að nálgunarbannið var samþykkt fengu Kamila og börn hennar nokkurn frið, eignaspjöllin hættu og hótunum fækkaði. Nálgunarbannið rann hins vegar út í ársbyrjun 2014 og hefur Kamila ekki fengið frið síðan.Myndband úr þættinum, sem birt var fyrr í dag og sjá má hér að neðan, sýnir frá því þegar maðurinn mætti óvænt á heilsugæsluna í Mosfellsbæ þar sem Kamila var með börn þeirra sem höfðu verið með flensu. Í myndbandinu sjást samskipti mannsins við eitt barnanna, sem augljóst er að líður ekki vel í návist föður síns.Kastljósið hefst í kvöld kl.19:35Posted by RÚV on Saturday, 29 August 2015Þegar barnið tilkynnir föður sínum að amma þess sé með flensu tekur maðurinn því fagnandi. „Gott, vonandi deyr hún,“ segir faðirinn við barn sitt sem biður pabba sinn um tala ekki svona. „Mundu að amma og mamma eru heimskar og ljúga,“ bætir hann þá við í myndbandinu sem tekið er skömmu eftir að nálgunarbann Kamilu gegn fyrrverandi eiginmanni sínum er nýlega runnið út i upphafi síðasta árs. Í myndbandinu sést einnig glefsa úr upptöku öryggismyndavélar sem Kamila kom upp fyrir utan íbúð sína í Mosfellsbæ.Mynd/RúvÍ glefsunni má sjá hvernig maður gengur að bíl hennar að kvöld 31. mars síðastliðnum og hellir bensíni yfir hann allan áður en hann kveikir svo í honum. Bíll Kamilu var gjörónýtur eftir brunann. Grunur lék strax á að fyrrverandi eiginmaður hennar væri þar að verki og var hann því handtekinn sömu nótt. Hann neitaði staðfastlega sök við yfirheyrslu og þar við sat. Málið hefur nú verið fellt niður. Í Kastljósþætti kvöldsins kom fram að Kamila glímir við mikinn kvíða eftir allt sem á undan er gengið og hefur hún farið í yfir fimmtíu viðtöl hjá sérfræðingi vegna kvíða – ásamt því að taka lyf til að slá á kvíðann. Kastljós hafði samband við fyrrverandi eiginmann Kamilu sem þverneitar að bera nokkra ábyrgð á þeim spjöllum sem unnin hafa verið á eignum hennar á síðustu misserum. Hann segir Kamilu stjórnast af afbrýðisemi og að það „að halda honum frá börnunum er það versta sem hún getur gert honum.“ Hann gengst við því að hafa slegið að Kamilu einu sinni en að öðru leyti hafi hann ekki beitt hana neinu líkamlegu ofbeldi.Bíllinn varð alelda og er með öllu ónothæfur eftir brunann.Mynd/Rúv Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Fjórðungur þeirra kvenna sem höfðu neyðst til að flýja af heimilum sínum og leituðu í Kvennaathvarfið, leituðu þangað vegna ofsókna manna sem þær bjuggu ekki með. Lögmaður Kamilu Modzelewska, sem hefur sætt slíkum ofsóknum í þrjú ár af hendi fyrrverandi maka síns, segir að þrátt fyrir að hún hafi farið eftir tilmælum lögreglu í einu og öllu geti hún ekki enn um frjálst höfuð strokið.Kastljós fjallaði um mál Kamilu og kvenna í hennar stöðu í þætti kvöldsins en þær hafa margar hverjar gert allt sem í þeirra valdi stendur til að safna sönnunargögnum, svo þær eigi möguleika á að fá frið. Þrátt fyrir ítrakaðir hótanir, áreiti og röskun á friði, sem og friðhelgi einkalífsins, virðist vera þrautin þyngri að fá nálgunarbann samþykkt, enda geti reynst flókið fyrir brotaþola að sanna mál sitt svo mark sé á tekið. Þannig hafi Kamila lagt fram tugi tilkynninga og kæra gegn fyrrum sambýlismanni sínum en þrátt fyrir það býr hún enn við stöðugt áreiti og hótanir af hans hálfu. Gekk í skrokk á Kamilu þegar hún gekk með barn þeirraKamila kynntist fyrrverandi eiginmanni sínum á Íslandi árið 2005 og tóku þau upp samvistir skömmu síðar og fluttu í Mosfellsbæ. Að sögn Kamilu byrjaði ofbeldið skömmu eftir að þau byrjuðu að búa saman. Maðurinn veittist oft harkalega að henni, til að mynda hafi hún verið svo bólgin og marin í andliti að hún var frá vinnu í heila viku. Það var þegar hún gekk með eldra barn þeirra. Kamila neyddist til að leita til læknis vegna áverkanna og krafðist eiginmaður hennar að fá að fylgja henni þangað. Þar laug hann að lækninum að Kamila hafi lent í útistöðum við konu á djamminu. Þegar læknirinn spurði Kamilu hvort þetta stæðist þorði Kamila ekki öðru en að gangast við því af ótta við viðbrögð eiginmanns hennar. Eiginmaður Kamilu byrjaði að beita hana ofbeldi skömmu eftir að tóku upp samvistir.mynd/RúvKamila reyndi oft að fara frá manninum en ætíð lofaði hann bót og betrun þegar hún hugðist yfirgefa hann. Því hafi hún ákveðið að gefa honum annað tækifæri, þó ofbeldið hafi ekki hætt. Maðurinn gekk þannig harkalega í skrokk á Kamilu þegar hún hélt á yngra barni þeirra, að því eldra ásjándi. Að lokum hafi Kamila þó ákveðið að leita í Kvennaathvarfið og eftir að hún og börn hennar fóru að sækja sér aðstoð fagaðila kviknaði fljótlega grunur um að maðurinn hafi beitt eldra barn þeirra Kamilu kynferðisofbeldi. Sá grunur fékkst þó ekki staðfestur, þrátt fyrir að barnið hafi sýnt af sér það sem var kallað „óeðlileg hegðun“ í viðtali við fulltrúa barnarverndaryfirvalda. Eftir að þau hjón skildu hefur maðurinn ofsótt hana gríðarlega, hótað henni og gert líf hennar nánast óbærilegt. Hótaði að skera af henni höfuðiðFyrsta hótunin var á þá leið að hann hótaði Kamilu því að fá mann til þess að hella sýru yfir andlit hennar. Hún tilkynnti hótunina til lögreglu og á næstu vikum og mánuðum fylgdu tugir hótana í kjölfarið. Hann hótaði meðal annars að skera af höfuð hennar og alla útlimi, eins og lögmaður Kamilu tíundaði í þætti kvöldsins. Þá vann maðurinn margvísleg spjöll á eignum hennar. Þannig rispaði hann lakkið á bíl Kamilu, stakk gat á dekk bílsins og eyðilagði vatnskassa hans. Þrátt fyrir fjölda tilkynninga Kamilu um hótanir mannsins hafnaði lögreglan beiðni hennar um nálgunarbann í tvígang og taldi ekki ástæðu til að bera hótanirnar undir dómara. Lögmaður Kamilu fór þá fram á það við ríkissaksóknara að ákvörðun lögreglunnar yrði endurskoðuð í ljósi fjölda hótana og að endingu féllst Héraðsdómur Reykjavíkur að dæma manninn til sex mánaða nálgunarbanns. Eftir að nálgunarbannið var samþykkt fengu Kamila og börn hennar nokkurn frið, eignaspjöllin hættu og hótunum fækkaði. Nálgunarbannið rann hins vegar út í ársbyrjun 2014 og hefur Kamila ekki fengið frið síðan.Myndband úr þættinum, sem birt var fyrr í dag og sjá má hér að neðan, sýnir frá því þegar maðurinn mætti óvænt á heilsugæsluna í Mosfellsbæ þar sem Kamila var með börn þeirra sem höfðu verið með flensu. Í myndbandinu sjást samskipti mannsins við eitt barnanna, sem augljóst er að líður ekki vel í návist föður síns.Kastljósið hefst í kvöld kl.19:35Posted by RÚV on Saturday, 29 August 2015Þegar barnið tilkynnir föður sínum að amma þess sé með flensu tekur maðurinn því fagnandi. „Gott, vonandi deyr hún,“ segir faðirinn við barn sitt sem biður pabba sinn um tala ekki svona. „Mundu að amma og mamma eru heimskar og ljúga,“ bætir hann þá við í myndbandinu sem tekið er skömmu eftir að nálgunarbann Kamilu gegn fyrrverandi eiginmanni sínum er nýlega runnið út i upphafi síðasta árs. Í myndbandinu sést einnig glefsa úr upptöku öryggismyndavélar sem Kamila kom upp fyrir utan íbúð sína í Mosfellsbæ.Mynd/RúvÍ glefsunni má sjá hvernig maður gengur að bíl hennar að kvöld 31. mars síðastliðnum og hellir bensíni yfir hann allan áður en hann kveikir svo í honum. Bíll Kamilu var gjörónýtur eftir brunann. Grunur lék strax á að fyrrverandi eiginmaður hennar væri þar að verki og var hann því handtekinn sömu nótt. Hann neitaði staðfastlega sök við yfirheyrslu og þar við sat. Málið hefur nú verið fellt niður. Í Kastljósþætti kvöldsins kom fram að Kamila glímir við mikinn kvíða eftir allt sem á undan er gengið og hefur hún farið í yfir fimmtíu viðtöl hjá sérfræðingi vegna kvíða – ásamt því að taka lyf til að slá á kvíðann. Kastljós hafði samband við fyrrverandi eiginmann Kamilu sem þverneitar að bera nokkra ábyrgð á þeim spjöllum sem unnin hafa verið á eignum hennar á síðustu misserum. Hann segir Kamilu stjórnast af afbrýðisemi og að það „að halda honum frá börnunum er það versta sem hún getur gert honum.“ Hann gengst við því að hafa slegið að Kamilu einu sinni en að öðru leyti hafi hann ekki beitt hana neinu líkamlegu ofbeldi.Bíllinn varð alelda og er með öllu ónothæfur eftir brunann.Mynd/Rúv
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira