Gætum tekið við hundruðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. ágúst 2015 07:00 Sýrlenskur karlmaður heldur á særðu barni eftir árásir á Douma austur af Damaskur, höfuðborg Sýrlands. Fréttir herma að stjórnarherinn hafi ráðist á Douma, en svæðið er undir stjórn uppreisnarmanna. Þúsundir flóttamanna hafa að undanförnu reynt að flýja frá stríðshrjáðu Sýrlandi til Evrópu. Stjórnmálaleiðtogar víðast hvar í Evrópu virðast á einu máli um að það þarf að gera miklu meira til að hjálpa þeim. NordicPhotos/afp „Við getum mjög auðveldlega tekið á móti miklu fleira fólki en nú er áætlað. Það er þó ekki Rauða krossins að koma með tölu heldur er það stjórnvalda að ákveða því þetta er spurning um stefnu og skipulag,“ segir Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík, um flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga. Fjölmargir Íslendingar hafa kallað eftir því að ríkisstjórnin falli frá áformum sínum um að taka við fimmtíu flóttamönnum í ár og á næst ári. Sú tala eigi að vera hærri og jafnvel miklu hærri.Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík„Ég myndi hiklaust segja að ef við lítum á næstu tvö ár þá ættum við að taka á móti hundruðum, ekki eitt eða tvö hundruð, heldur miklu fleirum. Það er tala sem við ráðum mjög vel við.“ Sláandi myndir hafa birst síðustu daga af börnum sem fullorðnum, ýmist lifandi eða látnu, sem reyna að flýja ástand í heimalandi sínu til meginlands Evrópu til landa á borð við Grikkland og Makedóníu. Fólkið hættir lífi sínu í áhættusömum og ólöglegum fólksflutningum í von um betra líf. „Við höfum séð myndir af fólki sem er að kafna í vöruflutningabílum og af fólki sem er að drukkna í Miðjarðarhafinu. Það verður að hjálpa þessu fólki og við verðum að taka á móti þeim,“ segir Þórir sem fagnar því að sveitarfélög landsins skyldu bregðast vel við því að taka við fleiri flóttamönnum. Borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi fyrir tæplega fjórum og hálfu ári og bjuggu þá 20 milljónir manna í landinu. Tólf milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín en aðeins um 250 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi hafa komist til landa Evrópusambandsins sem svara til aðeins um 2 prósenta þeirra sem þurft hafa að flýja heimili sín. Þórir leggur til að Íslendingar fari í þjóðarátak um gestrisni. „Við þurfum að gera þetta mjög vel og vanda okkur. Við viljum vera gestrisið fólk og eigum að gera allt sem við getum til þess að flóttafólki líði vel, hvort sem það er komið hingað tímabundið á meðan styrjöldin stendur yfir í Sýrlandi eða komið hingað til þess að setjast að.“ Þórir segir það vera mikilvægast að fólkið sem komi til Íslands komist í skjól fjarri styrjaldarsvæðum. „Um leið og fólkið er komið í skjól þarf það að finna fyrir því að það sé velkomið.“ Hann nefnir nokkur dæmi um það hvernig Íslendingar geti gert sitt af mörkum og hjálpast að við að flóttafólki líði vel. „Til dæmis geta Íslendingar gerst stuðningsfjölskyldur, tekið fólki fagnandi, boðið flóttafólki í mat eða bara brosað til fólks í strætó.“ Eygló Harðardóttir velferðarráðherra sagði ríkisstjórnina vera að fara yfir málið hvað varðar fjölda flóttamanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Hún sagðist ekki vilja segja hvort fyrrnefnd tala verði tífölduð eða tvöfölduð vegna þess að hún vildi ekki setja neitt hámark á fjölda þeirra sem við tökum við. Það velti allt á því hversu mikla aðstoð hinn almenni borgari í landinu er tilbúinn til að veita hópnum og ríkisvaldinu. Þá sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum Stöðvar 2 um helgina að Ísland þyrfti að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við í Evrópu. Hann sagðist fylgjandi því að Íslendingar geri meira en gert er núna. Þá sagði hann hryllilegt að horfa á ástandið í Evrópu og við landamæri álfunnar. Íslensk stjórnvöld hljóti að skoða hvað sé hægt að gera til að koma til aðstoðar. Flóttamenn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Við getum mjög auðveldlega tekið á móti miklu fleira fólki en nú er áætlað. Það er þó ekki Rauða krossins að koma með tölu heldur er það stjórnvalda að ákveða því þetta er spurning um stefnu og skipulag,“ segir Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík, um flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga. Fjölmargir Íslendingar hafa kallað eftir því að ríkisstjórnin falli frá áformum sínum um að taka við fimmtíu flóttamönnum í ár og á næst ári. Sú tala eigi að vera hærri og jafnvel miklu hærri.Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík„Ég myndi hiklaust segja að ef við lítum á næstu tvö ár þá ættum við að taka á móti hundruðum, ekki eitt eða tvö hundruð, heldur miklu fleirum. Það er tala sem við ráðum mjög vel við.“ Sláandi myndir hafa birst síðustu daga af börnum sem fullorðnum, ýmist lifandi eða látnu, sem reyna að flýja ástand í heimalandi sínu til meginlands Evrópu til landa á borð við Grikkland og Makedóníu. Fólkið hættir lífi sínu í áhættusömum og ólöglegum fólksflutningum í von um betra líf. „Við höfum séð myndir af fólki sem er að kafna í vöruflutningabílum og af fólki sem er að drukkna í Miðjarðarhafinu. Það verður að hjálpa þessu fólki og við verðum að taka á móti þeim,“ segir Þórir sem fagnar því að sveitarfélög landsins skyldu bregðast vel við því að taka við fleiri flóttamönnum. Borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi fyrir tæplega fjórum og hálfu ári og bjuggu þá 20 milljónir manna í landinu. Tólf milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín en aðeins um 250 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi hafa komist til landa Evrópusambandsins sem svara til aðeins um 2 prósenta þeirra sem þurft hafa að flýja heimili sín. Þórir leggur til að Íslendingar fari í þjóðarátak um gestrisni. „Við þurfum að gera þetta mjög vel og vanda okkur. Við viljum vera gestrisið fólk og eigum að gera allt sem við getum til þess að flóttafólki líði vel, hvort sem það er komið hingað tímabundið á meðan styrjöldin stendur yfir í Sýrlandi eða komið hingað til þess að setjast að.“ Þórir segir það vera mikilvægast að fólkið sem komi til Íslands komist í skjól fjarri styrjaldarsvæðum. „Um leið og fólkið er komið í skjól þarf það að finna fyrir því að það sé velkomið.“ Hann nefnir nokkur dæmi um það hvernig Íslendingar geti gert sitt af mörkum og hjálpast að við að flóttafólki líði vel. „Til dæmis geta Íslendingar gerst stuðningsfjölskyldur, tekið fólki fagnandi, boðið flóttafólki í mat eða bara brosað til fólks í strætó.“ Eygló Harðardóttir velferðarráðherra sagði ríkisstjórnina vera að fara yfir málið hvað varðar fjölda flóttamanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Hún sagðist ekki vilja segja hvort fyrrnefnd tala verði tífölduð eða tvöfölduð vegna þess að hún vildi ekki setja neitt hámark á fjölda þeirra sem við tökum við. Það velti allt á því hversu mikla aðstoð hinn almenni borgari í landinu er tilbúinn til að veita hópnum og ríkisvaldinu. Þá sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum Stöðvar 2 um helgina að Ísland þyrfti að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við í Evrópu. Hann sagðist fylgjandi því að Íslendingar geri meira en gert er núna. Þá sagði hann hryllilegt að horfa á ástandið í Evrópu og við landamæri álfunnar. Íslensk stjórnvöld hljóti að skoða hvað sé hægt að gera til að koma til aðstoðar.
Flóttamenn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira