Með Hallgrímskirkju á sköflungnum Vera Einarsdóttir skrifar 21. ágúst 2015 16:45 Þórður er alinn upp í Þingholtunum og gekk fram hjá kirkjunni á hverjum degi á leið í skólann. Hann er mikill 101-maður og fannst tilvalið að skella henni á sig. MYND/ANTON Knattspyrnumaðurinn Þórður Steinar Hreiðarsson, sem spilar með Þór á Akureyri, er með húðflúr á höndum, læri, sköflungi og maga. Húðflúrið á sköflungnum hefur vakið nokkra athygli en þar er hann með mynd af Hallgrímskirkju. Ætla mætti að hann sé trúaður en svo er ekki. „Ég er alinn upp í Þingholtunum og gekk í Austurbæjarskóla. Ég gekk fram hjá Hallgrímskirkju á hverjum degi og var vanur að gera mér að leik að bakka frá kirkjudyrunum að styttunni af Leifi Eiríkssyni með augun límd á krossinn á meðan. Mér hefur alltaf þótt byggingin flott en hún er líka eitt helsta kennileiti Þingholtanna og mér fannst því tilvalið að skella henni á mig.“ Þórður segir skýringuna í raun ekki flóknari en svo. „Flest húðflúrin mín hafa enga sérstaka tilfinningalega skírskotun, ef frá eru taldir upphafsstafir bræðra minna. Oftast læt ég húðflúrarana mína bara ráða för enda eru þeir gríðarlega færir. Ég er þó með sumarbústað ömmu minnar á milli norðurljósa á hægri öxlinni og vissulega er einhver tenging þar.“Þórður er hæstánægður með húðflúrið en hefði eftir á að hyggja viljað sleppa stöfunum. "Ég set bara plástur yfir," segir hann og hlær.Þórður lætur flúra sig á Irezumi sem er til húsa að Laugavegi 69. Vinur hans Annel Helgi, eða Angelito eins og hann er kallaður í húðflúrheiminum, rekur stofuna og á heiðurinn að Hallgrímskirkjuhúðflúrinu. Hann fær auk þess til sín gestaflúrara að utan sem hafa flúrað hendurnar á Þórði. Þórður stefnir að því að fá sér ermi niður hægri handlegg og er þegar kominn með verk frá öxl og niður að olnboga. Hann er svo með flúr yfir þríhöfðann á þeirri vinstri. Þá er hann með flúr á lærinu sem var jafnframt hans fyrsta húðflúr. „Í fyrstu fannst mér það góður staður enda auðvelt að fela það en nú er ég alveg hættur að spá í það enda húðflúr að verða sífellt meira áberandi.“ Aðspurður segir Þórður sífellt fleiri knattspyrnumenn skarta húðflúri. „Það eru margir með flúraðar hendur og erlendis sjást sífellt fleiri knattspyrnumenn með húðflúr á fótunum líka. Ég hugsa að sú bylgja eigi rætur að rekja til ítalska fótboltamannsins Marco Materazzi sem lét húðflúra bikar á lærið á sér eftir að hafa unnið í HM í fótbolta árið 2006. Hann er algert villidýr og voru margir sem fylgdu á eftir. Hér á landi eru þó enn þá fleiri með á handleggjum en fótum.“Þórður er alinn upp í Þingholtunum og gekk fram hjá Hallgrímskirkju á hverjum degi á leið í skólann sem barn. Hann er ekki trúaður en lítur á kirkjuna sem kennileiti Þingholtanna.MYND/ANTONÞórður aðhyllist ekki endilega einn ákveðinn húðflúrsstíl þó hann sé óneitanlega mest í svörtu og hvítu. „Ég er með ofnæmi fyrir rauða litnum en er svolítið að leika mér með bláan í bland. Hallgrímskirkjuhúðflúrið byggist upp á hreinum línum og ég væri hæstánægður með það ef ég hefði ekki tekið upp á því að fara að skrifa fyrir ofan það. Þar sem ég er trúleysingi sleppti ég krossinum og auk þess setti ég lógó uppáhalds hiphop-hljómsveitar minnar Jurassic 5 inn í klukkuna. Sumir fetta fingur út í það á meðan öðrum finnst það geðveikt, en ég sé aðallega eftir því að hafa skrifað Freedom fyrir ofan kirkjuna sem er nafn á lagi eftir þessa sömu hljómsveit. Ef ég hefði sleppt því hefði flúrið orðið alveg „clean“ sem hefði eftir á að hyggja verið flottara.“ Þórður er þó ekki af baki dottinn og segir lítið mál að flúra yfir. „Svo get ég líka bara sett plástur,“ segir hann og hlær. „Þá er aldrei að vita nema maður skelli sér í laser-fræðin. Það er örugglega ágætis „business“ enda hlýtur að vera fullt af fólki þarna úti sem vill losna við gömlu tribal-tattúin.“ Húðflúr Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Þórður Steinar Hreiðarsson, sem spilar með Þór á Akureyri, er með húðflúr á höndum, læri, sköflungi og maga. Húðflúrið á sköflungnum hefur vakið nokkra athygli en þar er hann með mynd af Hallgrímskirkju. Ætla mætti að hann sé trúaður en svo er ekki. „Ég er alinn upp í Þingholtunum og gekk í Austurbæjarskóla. Ég gekk fram hjá Hallgrímskirkju á hverjum degi og var vanur að gera mér að leik að bakka frá kirkjudyrunum að styttunni af Leifi Eiríkssyni með augun límd á krossinn á meðan. Mér hefur alltaf þótt byggingin flott en hún er líka eitt helsta kennileiti Þingholtanna og mér fannst því tilvalið að skella henni á mig.“ Þórður segir skýringuna í raun ekki flóknari en svo. „Flest húðflúrin mín hafa enga sérstaka tilfinningalega skírskotun, ef frá eru taldir upphafsstafir bræðra minna. Oftast læt ég húðflúrarana mína bara ráða för enda eru þeir gríðarlega færir. Ég er þó með sumarbústað ömmu minnar á milli norðurljósa á hægri öxlinni og vissulega er einhver tenging þar.“Þórður er hæstánægður með húðflúrið en hefði eftir á að hyggja viljað sleppa stöfunum. "Ég set bara plástur yfir," segir hann og hlær.Þórður lætur flúra sig á Irezumi sem er til húsa að Laugavegi 69. Vinur hans Annel Helgi, eða Angelito eins og hann er kallaður í húðflúrheiminum, rekur stofuna og á heiðurinn að Hallgrímskirkjuhúðflúrinu. Hann fær auk þess til sín gestaflúrara að utan sem hafa flúrað hendurnar á Þórði. Þórður stefnir að því að fá sér ermi niður hægri handlegg og er þegar kominn með verk frá öxl og niður að olnboga. Hann er svo með flúr yfir þríhöfðann á þeirri vinstri. Þá er hann með flúr á lærinu sem var jafnframt hans fyrsta húðflúr. „Í fyrstu fannst mér það góður staður enda auðvelt að fela það en nú er ég alveg hættur að spá í það enda húðflúr að verða sífellt meira áberandi.“ Aðspurður segir Þórður sífellt fleiri knattspyrnumenn skarta húðflúri. „Það eru margir með flúraðar hendur og erlendis sjást sífellt fleiri knattspyrnumenn með húðflúr á fótunum líka. Ég hugsa að sú bylgja eigi rætur að rekja til ítalska fótboltamannsins Marco Materazzi sem lét húðflúra bikar á lærið á sér eftir að hafa unnið í HM í fótbolta árið 2006. Hann er algert villidýr og voru margir sem fylgdu á eftir. Hér á landi eru þó enn þá fleiri með á handleggjum en fótum.“Þórður er alinn upp í Þingholtunum og gekk fram hjá Hallgrímskirkju á hverjum degi á leið í skólann sem barn. Hann er ekki trúaður en lítur á kirkjuna sem kennileiti Þingholtanna.MYND/ANTONÞórður aðhyllist ekki endilega einn ákveðinn húðflúrsstíl þó hann sé óneitanlega mest í svörtu og hvítu. „Ég er með ofnæmi fyrir rauða litnum en er svolítið að leika mér með bláan í bland. Hallgrímskirkjuhúðflúrið byggist upp á hreinum línum og ég væri hæstánægður með það ef ég hefði ekki tekið upp á því að fara að skrifa fyrir ofan það. Þar sem ég er trúleysingi sleppti ég krossinum og auk þess setti ég lógó uppáhalds hiphop-hljómsveitar minnar Jurassic 5 inn í klukkuna. Sumir fetta fingur út í það á meðan öðrum finnst það geðveikt, en ég sé aðallega eftir því að hafa skrifað Freedom fyrir ofan kirkjuna sem er nafn á lagi eftir þessa sömu hljómsveit. Ef ég hefði sleppt því hefði flúrið orðið alveg „clean“ sem hefði eftir á að hyggja verið flottara.“ Þórður er þó ekki af baki dottinn og segir lítið mál að flúra yfir. „Svo get ég líka bara sett plástur,“ segir hann og hlær. „Þá er aldrei að vita nema maður skelli sér í laser-fræðin. Það er örugglega ágætis „business“ enda hlýtur að vera fullt af fólki þarna úti sem vill losna við gömlu tribal-tattúin.“
Húðflúr Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira