Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2015 20:47 Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp, segir eigandi gallerís á bökkum Þjórsár, þar sem verkið er sýnt. Að bænum Forsæti í Flóa, í gamla Villingaholtshreppi, reka hjónin Bergþóra Guðbergsdóttir og Ólafur Sigurjónsson galleríið Tré og list. Þar virðist eitt verk vekja sterkari hughrif en önnur, þannig lýsir Ólafur viðbrögðum ljósmóður sem sá það á dögunum. „Hún fölnaði upp af hrifningu. Og ég bara sá, hún sýndi mér bara gæsahúðina á handleggjunum. Hún var svo gjörsamlega orðlaus yfir þessu listaverki.“ Verkið er eftir konu úr sveitinni, Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, eða Siggu á Grund, eins og hún er oftast kölluð, og er skorið úr tré. Sjálfur er Ólafur einnig heillaður. „Ég fullyrði það alveg óhræddur og án þess að roðna í safninu að, - enda hefur fólk sagt það sem er búið að fara út um allan heim og séð svona listaverk, - það fullyrðir það að þetta sé nánast fullkomnun í þessu fagi. Fólk fullyrðir það að það hafi aldrei séð svona gríðarlega fallegt verk,“ segir Ólafur í Forsæti. Sigga á Grund vinnur að list sinni á heimili sínu og við fengum hana með okkur í listasafnið til að segja okkur frá verkinu.Sigga á Grund við verk sitt, Móður. Hún segir að það sé boðskapur lífsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta verk heitir Móðir,“ segir hún okkur. Hún fékk stúlku til að sitja fyrir og sú var auðvitað vanfær. „Þetta er svona boðskapur lífsins, eins og ég kalla það,“ segir Sigga á Grund. Fjallað var um mannlíf í Flóa í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld og nánar rætt við Siggu á Grund og Ólaf í Forsæti. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp, segir eigandi gallerís á bökkum Þjórsár, þar sem verkið er sýnt. Að bænum Forsæti í Flóa, í gamla Villingaholtshreppi, reka hjónin Bergþóra Guðbergsdóttir og Ólafur Sigurjónsson galleríið Tré og list. Þar virðist eitt verk vekja sterkari hughrif en önnur, þannig lýsir Ólafur viðbrögðum ljósmóður sem sá það á dögunum. „Hún fölnaði upp af hrifningu. Og ég bara sá, hún sýndi mér bara gæsahúðina á handleggjunum. Hún var svo gjörsamlega orðlaus yfir þessu listaverki.“ Verkið er eftir konu úr sveitinni, Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, eða Siggu á Grund, eins og hún er oftast kölluð, og er skorið úr tré. Sjálfur er Ólafur einnig heillaður. „Ég fullyrði það alveg óhræddur og án þess að roðna í safninu að, - enda hefur fólk sagt það sem er búið að fara út um allan heim og séð svona listaverk, - það fullyrðir það að þetta sé nánast fullkomnun í þessu fagi. Fólk fullyrðir það að það hafi aldrei séð svona gríðarlega fallegt verk,“ segir Ólafur í Forsæti. Sigga á Grund vinnur að list sinni á heimili sínu og við fengum hana með okkur í listasafnið til að segja okkur frá verkinu.Sigga á Grund við verk sitt, Móður. Hún segir að það sé boðskapur lífsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta verk heitir Móðir,“ segir hún okkur. Hún fékk stúlku til að sitja fyrir og sú var auðvitað vanfær. „Þetta er svona boðskapur lífsins, eins og ég kalla það,“ segir Sigga á Grund. Fjallað var um mannlíf í Flóa í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld og nánar rætt við Siggu á Grund og Ólaf í Forsæti.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira