Innlent

Boko Haram rændu yfir 400 konum og börnum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vígamenn Boko Haram réðust til atlögu í Damasak í norðurhluta Nígeríu.
Vígamenn Boko Haram réðust til atlögu í Damasak í norðurhluta Nígeríu. Vísir/AP
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram eru sögð hafa rænt yfir 400 konum og börnum í borginni Damasak í dag. Aðeins fjórir dagar eru síðan að hersveitir frá Níger og Chad, sem settar voru saman til að berjast gegn Boko Haram, náðu bænum aftur á sitt vald.

„Þeir tóku 506 ungar konur og börn. Þeir drápu um fimmtíu þeirra áður en þeir fóru,“ hefur Reuters eftir verslunarmanninum Souleymane Ali. „Við vitum ekki hvort þeir drápu fleiri áður en þeir fóru, en þeir tóku restina með sér.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×