Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2015 19:16 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. Allt að 440 störf verða í fyrirtækinu en áformað er að framkvæmdir hefjist í Hvalfirði í sumar. Ráðamenn bandaríska fyrirtækisins kynntu áform sín á Grundartanga í fyrravor þegar þeir undirrituðu lóðarsamning við Faxaflóahafnir. Í dag var svo komið að því að undirrita stærsta samninginn í þessu 120 milljarða króna verkefni, samning Silicor Materials við þýska félagið SMS Siemag um smíði vélbúnaðar fyrir 60 til 70 milljarða króna.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí í fyrra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Við upphaf athafnarinnar í húsakynnum KPMG við Borgartún í Reykjavík færði þýski forstjórinn, Guido Kleinschmidt, þeim bandaríska, Terry Jester, teikningu af fyrirhugaðri verksmiðju. Hún verður að því leytinu ólík öðrum áformuðum kísilverksmiðjum hérlendis að hún verður á næsta þrepi fyrir ofan og hreinvinnur kísil til nota í sólarrafhlöður. Það er til marks um umfang þessa verkefnis að þetta er stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis frá því samningar um álver Alcoa voru undirritaðir á Reyðarfirði árið 2003.Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, og John Correnti, handsala samningsskilmála vegna lóðar á Grundartanga í fyrra. Framkvæmdir eiga að hefjast í sumar.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, að menn sjái fyrstu framkvæmdir á Grundartanga í sumar við vegagerð að svæðinu og hafnargerð. „Síðan mun byggingarvinnan sjálf hefjast í lok árs eða byrjun þess næsta,“ sagði hún. Undirritunin í dag þýðir að hægt verður að ljúka samningum um fjármögnun. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji rekstur í árslok 2017 og að starfsmannafjöldi verði milli 400 og 440 manns. Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka. 16. júlí 2014 10:54 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. Allt að 440 störf verða í fyrirtækinu en áformað er að framkvæmdir hefjist í Hvalfirði í sumar. Ráðamenn bandaríska fyrirtækisins kynntu áform sín á Grundartanga í fyrravor þegar þeir undirrituðu lóðarsamning við Faxaflóahafnir. Í dag var svo komið að því að undirrita stærsta samninginn í þessu 120 milljarða króna verkefni, samning Silicor Materials við þýska félagið SMS Siemag um smíði vélbúnaðar fyrir 60 til 70 milljarða króna.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí í fyrra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Við upphaf athafnarinnar í húsakynnum KPMG við Borgartún í Reykjavík færði þýski forstjórinn, Guido Kleinschmidt, þeim bandaríska, Terry Jester, teikningu af fyrirhugaðri verksmiðju. Hún verður að því leytinu ólík öðrum áformuðum kísilverksmiðjum hérlendis að hún verður á næsta þrepi fyrir ofan og hreinvinnur kísil til nota í sólarrafhlöður. Það er til marks um umfang þessa verkefnis að þetta er stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis frá því samningar um álver Alcoa voru undirritaðir á Reyðarfirði árið 2003.Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, og John Correnti, handsala samningsskilmála vegna lóðar á Grundartanga í fyrra. Framkvæmdir eiga að hefjast í sumar.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, að menn sjái fyrstu framkvæmdir á Grundartanga í sumar við vegagerð að svæðinu og hafnargerð. „Síðan mun byggingarvinnan sjálf hefjast í lok árs eða byrjun þess næsta,“ sagði hún. Undirritunin í dag þýðir að hægt verður að ljúka samningum um fjármögnun. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji rekstur í árslok 2017 og að starfsmannafjöldi verði milli 400 og 440 manns.
Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka. 16. júlí 2014 10:54 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka. 16. júlí 2014 10:54
Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15