Af hefðbundnum hjónabandsskilningi Sunna Dóra Möller og Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 24. mars 2015 11:08 Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið „Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. Prestar mega neita samkynja pörum um hjónavígslu ef þeir telja „slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“ (þskj. 836/485. mál.). Ein hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi þann 27. júní árið 2010. Sama ár fór í gegnum kirkjuþing breyting á samþykktum um innri málefni Þjóðkirkjunnar, þar sem kafli um staðfesta samvist samkynhneigðra var felldur niður og orðalagi um hjónavígslu var breytt til samræmis við ný hjúskaparlög. Þannig lauk málinu formlega af hálfu kirkjunnar eftir áralanga baráttu fyrir viðurkenningu á hjúskap samkynja para. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er enn til staðar það samviskufrelsi að prestar mega neita samkynja pörum um þjónustu út frá trúarsannfæringu. Trúarsannfæring er eðli málsins samkvæmt persónuleg og það er ekki ætlun greinarhöfunda að gera lítið úr þeirri sannfæringu sem býr í brjósti hvers og eins. Trúarsannfæring og samviska er háð uppeldi, þeirri trúarhefð sem við erum alin upp við, þeirri sýn sem við höfum á lífið og þeim hefðum sem við hljótum í arf. Hefðbundinn skilningur á kristnu hjónabandi er tvenns konar. Annarsvegar byggir hann á þeirri hugmynd að kynin séu sköpuð hvert fyrir annað og hinsvegar að hjónabandinu sé ætlað að bera ávöxt í afkomendum. Sá skilningur á sér langa sögu og byggir á andstæðuforsendu, þeirri hugmynd að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Kynin eru þannig álitin gagnstæð kynja-tvennd, sem felur um leið í sér hin rökin, að í getnaði afkomenda fullkomnist hjónabandið. Í þessum hugmyndum birtist aldagömul stigveldis- og karlaveldishugsun um valdaójafnvægi kynjanna. Með öðrum orðum byggir hefðbundinn hjónabandsskilningur kristinnar trúar á feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Það getur ekki verið ásættanlegt að á 21. öldinni sé haldið lífi í fólksfjölgunarrökum enda er það ekki bara útilokandi fyrir samkynja pör, heldur einnig þau sem pör sem geta ekki af einhverjum ástæðum eignast börn. Hjónabandsskilningur sem byggir á hugmyndum um andstæður kynjanna ýtir undir þær hugmyndir að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Slíkar hugmyndir eru útilokandi fyrir samkynja pör og hafa áhrif á víkjandi stöðu kvenna innan þeirrar stofnunar sem hjónabandið er. Þessi skilningur getur því ekki lengur talist ásættanlegur grunnur þegar við skilgreinum hjónaband, sem ætti að vera jafningjasamband tveggja fullveðja einstaklinga. Það er ábyrgð okkar sem samfélags, ábyrgð kirkjunnar og allra þeirra sem bera hag fólks fyrir brjósti, að taka þeirri áskorun sem felst í að endurskoða frá grunni hvað í hjónabandi felst. Við þurfum nýjan hugmyndaramma og um leið nýja skilgreiningu á hjónabandi, sem felur í sér einn veruleika fyrir alla, jafna stöðu kynjanna og umfaðmar samkynhneigða og gagnkynhneiða í senn. Formlega séð er réttur allra tryggður með einum hjúskaparlögum en það er okkar mat að fullnægjandi umræða um innihald hjónabandsins hafi enn ekki átt sér stað. Einn af ásteytingarsteinunum í þeirri umræðu innan kirkjunnar er sú kerfislæga mismunun sem felst í samviskufrelsi presta. Hvort það standist lög að opinberir starfsmenn megi mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar vitum við ekki en samviskufrelsi presta stenst ekki það siðferðisviðmið sem skilgreinir hjónabandið út frá innihaldi, tengslum og ást jafningja sem leita blessunar Guðs fyrir samband sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið „Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. Prestar mega neita samkynja pörum um hjónavígslu ef þeir telja „slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“ (þskj. 836/485. mál.). Ein hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi þann 27. júní árið 2010. Sama ár fór í gegnum kirkjuþing breyting á samþykktum um innri málefni Þjóðkirkjunnar, þar sem kafli um staðfesta samvist samkynhneigðra var felldur niður og orðalagi um hjónavígslu var breytt til samræmis við ný hjúskaparlög. Þannig lauk málinu formlega af hálfu kirkjunnar eftir áralanga baráttu fyrir viðurkenningu á hjúskap samkynja para. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er enn til staðar það samviskufrelsi að prestar mega neita samkynja pörum um þjónustu út frá trúarsannfæringu. Trúarsannfæring er eðli málsins samkvæmt persónuleg og það er ekki ætlun greinarhöfunda að gera lítið úr þeirri sannfæringu sem býr í brjósti hvers og eins. Trúarsannfæring og samviska er háð uppeldi, þeirri trúarhefð sem við erum alin upp við, þeirri sýn sem við höfum á lífið og þeim hefðum sem við hljótum í arf. Hefðbundinn skilningur á kristnu hjónabandi er tvenns konar. Annarsvegar byggir hann á þeirri hugmynd að kynin séu sköpuð hvert fyrir annað og hinsvegar að hjónabandinu sé ætlað að bera ávöxt í afkomendum. Sá skilningur á sér langa sögu og byggir á andstæðuforsendu, þeirri hugmynd að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Kynin eru þannig álitin gagnstæð kynja-tvennd, sem felur um leið í sér hin rökin, að í getnaði afkomenda fullkomnist hjónabandið. Í þessum hugmyndum birtist aldagömul stigveldis- og karlaveldishugsun um valdaójafnvægi kynjanna. Með öðrum orðum byggir hefðbundinn hjónabandsskilningur kristinnar trúar á feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Það getur ekki verið ásættanlegt að á 21. öldinni sé haldið lífi í fólksfjölgunarrökum enda er það ekki bara útilokandi fyrir samkynja pör, heldur einnig þau sem pör sem geta ekki af einhverjum ástæðum eignast börn. Hjónabandsskilningur sem byggir á hugmyndum um andstæður kynjanna ýtir undir þær hugmyndir að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Slíkar hugmyndir eru útilokandi fyrir samkynja pör og hafa áhrif á víkjandi stöðu kvenna innan þeirrar stofnunar sem hjónabandið er. Þessi skilningur getur því ekki lengur talist ásættanlegur grunnur þegar við skilgreinum hjónaband, sem ætti að vera jafningjasamband tveggja fullveðja einstaklinga. Það er ábyrgð okkar sem samfélags, ábyrgð kirkjunnar og allra þeirra sem bera hag fólks fyrir brjósti, að taka þeirri áskorun sem felst í að endurskoða frá grunni hvað í hjónabandi felst. Við þurfum nýjan hugmyndaramma og um leið nýja skilgreiningu á hjónabandi, sem felur í sér einn veruleika fyrir alla, jafna stöðu kynjanna og umfaðmar samkynhneigða og gagnkynhneiða í senn. Formlega séð er réttur allra tryggður með einum hjúskaparlögum en það er okkar mat að fullnægjandi umræða um innihald hjónabandsins hafi enn ekki átt sér stað. Einn af ásteytingarsteinunum í þeirri umræðu innan kirkjunnar er sú kerfislæga mismunun sem felst í samviskufrelsi presta. Hvort það standist lög að opinberir starfsmenn megi mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar vitum við ekki en samviskufrelsi presta stenst ekki það siðferðisviðmið sem skilgreinir hjónabandið út frá innihaldi, tengslum og ást jafningja sem leita blessunar Guðs fyrir samband sitt.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar